Athyglisverð umræða hefur skapast í kringum fasteignaauglýsingu sem birt var í Facebook-hópnum Húsnæði til leigu / Óska eftir snemma í síðasta mánuði.
Í auglýsingunni er 124 fermetra, fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík auglýst til leigu fyrir 550.000 krónur á mánuði. Sem fyrr segir hefur auglýsingin vakið mikla athygli og hafa þó nokkrir skrifað athugasemdir þar sem þeir lýsa furðu yfir óvenju hárri mánaðarleigu sem farið er fram á.
Einn sem skrifar undir færsluna segist hafa leigt íbúðina á árunum 2018 til 2021, en þá hafi hann greitt 280.000 krónur á mánuði. Á örfáum árum hefur leiguverðið því rétt tæplega tvöfaldast.
Á vefsíðu Igloo, aðilans sem auglýsir íbúðina sem virðist enn vera laus til leigu, má sjá nánari upplýsingar um umrædda eign. Íbúðin er staðsett í nýlegu fjölbýlishúsi á jarðhæð við Mánatún.
Í auglýsingunni kemur fram að íbúðin sé með þremur rúmgóðum svefnherbergjum, einu baðherbergi, palli, hita í …
Athugasemdir (3)