Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Ísland vera að kaupa dömubindi fyrir úkraínska herinn til að fela sprengjukaup

Formað­ur Mið­flokks­ins seg­ir að Ís­lend­ing­ar ættu ekki að reyna að fela sprengju­kaup fyr­ir Úkraínu­her með „„jafn­rétt­isáhersl­um” í formi þess að kaupa her­bún­inga með kvennasniði og dömu­bindi fyr­ir úkraínska her­inn.“ Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir hann vera „meiri real­ista en þetta teik.“

Segir Ísland vera að kaupa dömubindi fyrir úkraínska herinn til að fela sprengjukaup
Hlaðið í færslu? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna stuðnings Íslands við úkraínska herinn. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Er ég gamaldags ef mér finnst að það eigi ekki að senda konur í stríð? Og að Íslendingar ættu ekki að reyna að fela sprengjukaup með „jafnréttisáherslum” í formi þess að kaupa herbúninga með kvennasniði og dömubindi fyrir úkraínska herinn?“ Þetta skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, seint í gærkvöldi. 

Tilefnið er að á mánudag var tilkynnt að Ísland muni styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem birtist á vef stjórnarráðsins vegna þessa sagði að lítið framboð hefði verið af skotfærum í Úkraínu og því hefði Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu sem gegnir lykilhlutverki við varnir landsins. Gert sé ráð fyrir að um tveimur milljónum evra verði varið til verkefnisins af Íslands hálfu. 

Þá muni Ísland líka styðja innkaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum, en hlutfall þeirra í hernum hefur vaxið mjög á síðustu árum, sérstaklega eftir að innrás Rússa hófst. „Til að koma til móts við þarfir kvenkyns hermanna er lagt upp með að útvega einkennisföt, skotheld vesti, læknis- og hreinlætisvörur fyrir 75 milljónir króna,“ segir í tilkynningunni. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, svaraði Sigmundi Davíð á X og sagði konur taka ákvörðun um að verja móðurland sitt. „Dömubindi fyrir úkraínska herinn? Hættu nú alveg. Þú ert meiri realisti en þetta teik. Erum ekkert að fela. Erum að styðja við vopnakaup sem þau þurfa til að verja land sitt og gildin sem við byggjum tilveru okkar á.“

Á herlaus þjóð að kaupa vopn?

Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt stuðninginn við innkaup á skotfærum fyrir úkraínska herinn víðar en í ofangreindri færslu. Hann birti líka færslu á Facebook fyrri partinn í gær þar sem áherslan í gagnrýninni var þó töluvert önnur. 

Þar skrifaði hann að ríkisstjórnin áformi „nú að Ísland taki þátt í kaupum á allt að 1,5 milljónum sprengikúlna fyrir fallbyssur (við eigum ekki einu sinni orð yfir fyrirbærið). Einkum eru þetta 155 mm „kúlur” eins og sjást á myndinni. Þetta er gert undir forystu Tékka sem afhenda eigin sprengjur til Úkraínu og afla fleiri eftir því sem fjárframlög skila sér.“

Þótt hann geri sér fulla grein fyrir því að ekki sé hægt að standa í stríði án skotfæra hefði hann talið betra að halda í fyrri verkaskiptingu. „Þ.e. að herlausa Ísland héldi sig við þá stefnu að veita stuðning með lyfjum, lækningatækjum og slíku en hernaðarþjóðum væri eftirlátið að sjá um sprengjukaup og aðra vopnamiðlun.“

Í áðurnefndri tilkynningu á stjórnarráðsvefnum, þegar greint var frá stuðningi Íslands við kaupin, var haft eftir Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að brýnt sé að halda áfram að styðja Úkraínu af krafti. „Þannig leggjum við ekki aðeins okkar af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og okkar eigin öryggishagsmunum. Stefna um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir Alþingi mun ramma þennan stuðning inn til lengri tíma, en á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi.“

Þar vísar Bjarni í þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára sem hann kynnti á Alþingi í síðustu viku. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemur 5,7 milljörðum íslenskra króna sem runnið hafa til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið. Hægt er að lesa tillöguna hér.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það er eingum sæmandi, hvað þá fyrirverandi forsætisráðherra, að vera með svona samanburð!
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    En við ætlum bara að halda áfram að styðja við útrýmingarnar á Gæsa, það er auðvitað alltaf spurning um hvítuna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár