Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framsókn er hlynnt einkavæðingu á bönkum í „hægum og öruggum skrefum“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sagði í við­tali í sautjánda þætti Pressu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé hlynnt­ur einka­væð­ingu á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins. Það þurfi þó að gera hægt og vand­lega til þess að eign­ir rík­is­ins safn­ist ekki á fá­ar hend­ur.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vill að stjórnvöld fari sér hægt í einkavæðingu á fjármálafyrirtækjum og að lögð verði áhersla að tryggja örugga umgjörð um fjármálastofnanir á Íslandi.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá umræðu sem hófst í kjölfar þess að tilkynnt var um kaup Landsbankans á TM, veki upp áleitnar spurningar um stefnu stjórnvalda gagnvart fjármálamarkaði. 

Skömmu áður en að viðtalið hófst birti bankaráð Landsbankans tilkynningu þar sem fullyrðingum Bankasýslu ríkisins var andmælt. Taldi bankaráð sig hafa upplýst Bankasýsluna um áform bankans um að kaupa tryggingafyrirtækið af Kviku banka. Sömuleiðis sagði bankaráðið að Bankasýslan hafi aldrei aðhafst neitt í málinu fyrr en eftir að tilkynnt var um kauptilboðið 17. mars. 

„Ef ég man það rétt og ég er ekki með alveg nákvæma tímalínu í þessu og þú ert bara kynna það hér í þættinum, bara glóðheitar fréttir um hvað er að gerast. En ég held að það hafi bara verið öllum ljóst að Kviku banki hafi viljað losa sig við TM,“ sagði Lilja.

Hins vegar sagðist Lilja ekki hafa vitað að það hefðu verið áform um að leggja fram bindandi kauptilboð. „Mér finnst þetta svolítið stærri spurning, hvernig sjáum við fyrir okkur íslenskan fjármálamarkað.“

Vill losa um eignarhald í hægum skrefum

Lilja sagði það vera rökrétta ákvörðun um losa um eignarhald ríkisins á fyrirtækjum á fjármálamarkaði, sem sé hátt í alþjóðlegum samanburði. Hins vegar telur að það þurfi að gera varlega. 

En við höfum alltaf verið á því, Framsóknarflokkurinn, að við gerum þetta í hægum og öruggum skrefum. Af hverju? Vegna þess að ef þú ferð í mikla einkavæðingu á svona kerfislega mikilvægum stofnunum á svona stuttum tíma þá eru mjög miklar líkur á því að það sé fámennur hópur sem geti eignast þetta og þá erum við komin með mjög mikil umsvif í viðskiptalífinu.“

Sagði Lilja mikilvægt að gera sér grein fyrir sögulegu samhengi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Hvers vegna eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum sé svona mikið hér á landi. Skilningur á þessari forsögu ætti að upplýsa um framtíðar ákvörðunartöku. 

„Það er þannig af því við erum búin að lenda í svona ofboðslegu áfalli eins og fjármálahrunið var, svo ég verði svolítið framsóknarleg, þar sem fullveldið sjálft var undir, efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar.“

Taldi Lilja að leggja ætti áherslu á að stuðla að traustu og öruggu fjármálaumhverfi við einkavæðingu á fyrirtækjum. Aðalatriðið væri ekki að fá sem hæst verð fyrir fyrirtækin og vitnaði Lilja þar í ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hún vann eitt sinn fyrir.

Hefði kosið að fara einfaldari leið en fjármálaráðherra

Spurð hvort fjármála- og efnahagsráðherra hafi gengið of langt með nýlegum ummælum sínum þar sem hugmyndum um einkavæðingu á Landsbankanum var fleygt fram, sagðist Lilja ekki vera sammála ráðherra. 

„Það kemur náttúrulega engum á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þessa skoðun. En við í Framsókn erum ekkert endilega sammála og höfum viljað kannski einfaldari leið að einkavæðingunni og gera þetta svona, eins og hef sagt hér áðan, að markaðurinn geti líka tekið á móti,“ sagði Lilja.

Pólitísk umræða hefði átt fara fram áður en tilkynnt var um kaupin

Í viðtalinu sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að það hefði farið betur að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM hefðu verið rædd á pólitískum vettvangi. 

„Mér finnst að svona ákvörðun á ekki að geta verið tekin á einhverri sjálfstýringu,“ sagði Jóhann Páll.   

Þá telur Jóhann Páll að fjármála- og efnahagsráðherra hefði átt að beita þeim tækjum og lagaheimildum sem hann hefur til þess að koma í veg fyrir kaupin. Sérstaklega í ljósi viðhorfa ráðherra um að viðskiptin gangi gegn eigendastefnu ríkisins. 

„Það er þannig að ráðherra fer með yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart sínum stofnunum og umboðsmaður alþingis er nýbúinn að tæta í sig málflutning þess efnis að Bankasýsla ríkisins eigi bara vera á algerri sjálfstýringu og njóti fullkomins sjálfstæðis frá ráðherra,“ sagði Jóhann Páll. 

Nýjasta þátt Pressu má sjá hér: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár