Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Jóhann Páll: „Það voru mistök hjá mér“

„Frum­varp­ið er end­ur­skrif­að án þess að það fái eðli­lega með­ferð sem nýtt frum­varp eins og þetta raun­veru­lega var,“ sagði Jó­hann Páll Jó­hanns­son í Pressu í dag. Til um­ræðu voru ný­sam­þykkt­ar breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um þar sam­ráð af­urða­stöðva var heim­il­að.

Jóhann Páll Jóhannesson „Frumvarpið er endurskrifað án þess að það fái eðlilega meðferð sem nýtt frumvarp eins og þetta raunverulega var.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, steig upp í pontu á Alþingi í gær þar sem hann kallaði eftir því að frumvarp sem var nýsamþykkt úr annarri umræðu yrði dregið aftur til baka í umsögn. „Frumvarpið sem kom upphaflega inn í þingið hafði þetta yfirlýsta markmið, að styðja sérstaklega við sauðfjárræktina og stórgriparækt með því að liðka við aukinni hagræðingu. Hins vegar var frumvarps textinn mein gallaður.“

Jóhann segir að breytingar hafi orðið á frumvarpinu í miðju ferli en hann studdi meirihlutaálit atvinnuveganefndar. 

Helgi Seljan stýrði 17. þætti Pressu í dag. Ræddi hann við Jóhann Pál ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um nýsamþykkt bú­vöru­lög.

Eftir að nefndarálitið var birt á vef Alþingis barst Jóhanni Páli ábendingar frá samkeppnislögfræðingum og sérfræðingum í EES rétti að ákveðið misræmi væri milli frumvarpsins og upphaflegu tillögunnar. Jóhann sagði að búið væri „að opna með frekar lúmskum hætti í rauninni á bara opinn tékka til samruna og sameiningar, algjörlega óháð því hvaða búgreinar við erum að tala um og óháð því hvort um sé að ræða afurðastöðvar undir stjórn bænda eða í meirihlutaeigu bænda. Þess vegna kallaði ég eftir því, í ljósi þess hversu miklar þessar breytingar voru. Þær voru svo miklar að í rauninni má jafna þessu við nýtt frumvarp.“

Helgi: En þú samt skrifaðir undir?

„Já það voru mistök hjá mér. Þetta voru víðtækari heimildir heldur en ég hafði áttað mig á þegar ég lýsti mig samþykkan nefndarálitinu. Ég gekk bara aðeins of hratt um gleðinnar dyr vegna þess að ég og við í Samfylkingunni erum mjög áfram um það að lögfesta auknar undanþágur frá samkeppnislögum sem liðka fyrir hagræðingu sláturhúsa í þágu sauðfjárbænda og þeirra sem eru í nautgriparækt“

Frumvarpið endurskrifað

„Frumvarpið er endurskrifað án þess að það fái eðlilega meðferð sem nýtt frumvarp eins og þetta raunverulega var,“ sagði Jóhann Páll.

Lilja sagði að samkeppni þyrfti að vera rík innanlands. „Íslenskir bændur eru auðvitað í mikill samkeppni við innflutning. Þetta frumvarp er auðvitað að gera það að þeir geti verið í betri. Geti boðið lægra verð með sínum vörum. Það sem ég vonast til er að framleiðsla og framleiðslukostnaður lækki og við séum frekar að halda í við verðið en hitt.“

Jóhann telur það slæmt að samþykktar séu víðtækari undanþágur en honum þykir tilefni til. Hann sagði hagsmunum almennings og hagsmunum launafólks á Íslandi og hagsmunum bænda vera stillt upp sem andstæðum „sem er óþolandi, en hér er það bara að verulegu leiti stjórnmálunum að kenna með því að rífa í gegnum þingið á met hraða frumvarp sem var með frumvarpstexta sem gengur algjörlega gegn upphaflegu markmiði frumvarpsins.“

Nýjasta þátt Pressu má sjá hér:

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Gerði mér ekki grein fyrir því að Samfylkingin stefndi að undanþágum frá samkeppnislögum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár