Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Jóhann Páll: „Það voru mistök hjá mér“

„Frum­varp­ið er end­ur­skrif­að án þess að það fái eðli­lega með­ferð sem nýtt frum­varp eins og þetta raun­veru­lega var,“ sagði Jó­hann Páll Jó­hanns­son í Pressu í dag. Til um­ræðu voru ný­sam­þykkt­ar breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um þar sam­ráð af­urða­stöðva var heim­il­að.

Jóhann Páll Jóhannesson „Frumvarpið er endurskrifað án þess að það fái eðlilega meðferð sem nýtt frumvarp eins og þetta raunverulega var.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, steig upp í pontu á Alþingi í gær þar sem hann kallaði eftir því að frumvarp sem var nýsamþykkt úr annarri umræðu yrði dregið aftur til baka í umsögn. „Frumvarpið sem kom upphaflega inn í þingið hafði þetta yfirlýsta markmið, að styðja sérstaklega við sauðfjárræktina og stórgriparækt með því að liðka við aukinni hagræðingu. Hins vegar var frumvarps textinn mein gallaður.“

Jóhann segir að breytingar hafi orðið á frumvarpinu í miðju ferli en hann studdi meirihlutaálit atvinnuveganefndar. 

Helgi Seljan stýrði 17. þætti Pressu í dag. Ræddi hann við Jóhann Pál ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um nýsamþykkt bú­vöru­lög.

Eftir að nefndarálitið var birt á vef Alþingis barst Jóhanni Páli ábendingar frá samkeppnislögfræðingum og sérfræðingum í EES rétti að ákveðið misræmi væri milli frumvarpsins og upphaflegu tillögunnar. Jóhann sagði að búið væri „að opna með frekar lúmskum hætti í rauninni á bara opinn tékka til samruna og sameiningar, algjörlega óháð því hvaða búgreinar við erum að tala um og óháð því hvort um sé að ræða afurðastöðvar undir stjórn bænda eða í meirihlutaeigu bænda. Þess vegna kallaði ég eftir því, í ljósi þess hversu miklar þessar breytingar voru. Þær voru svo miklar að í rauninni má jafna þessu við nýtt frumvarp.“

Helgi: En þú samt skrifaðir undir?

„Já það voru mistök hjá mér. Þetta voru víðtækari heimildir heldur en ég hafði áttað mig á þegar ég lýsti mig samþykkan nefndarálitinu. Ég gekk bara aðeins of hratt um gleðinnar dyr vegna þess að ég og við í Samfylkingunni erum mjög áfram um það að lögfesta auknar undanþágur frá samkeppnislögum sem liðka fyrir hagræðingu sláturhúsa í þágu sauðfjárbænda og þeirra sem eru í nautgriparækt“

Frumvarpið endurskrifað

„Frumvarpið er endurskrifað án þess að það fái eðlilega meðferð sem nýtt frumvarp eins og þetta raunverulega var,“ sagði Jóhann Páll.

Lilja sagði að samkeppni þyrfti að vera rík innanlands. „Íslenskir bændur eru auðvitað í mikill samkeppni við innflutning. Þetta frumvarp er auðvitað að gera það að þeir geti verið í betri. Geti boðið lægra verð með sínum vörum. Það sem ég vonast til er að framleiðsla og framleiðslukostnaður lækki og við séum frekar að halda í við verðið en hitt.“

Jóhann telur það slæmt að samþykktar séu víðtækari undanþágur en honum þykir tilefni til. Hann sagði hagsmunum almennings og hagsmunum launafólks á Íslandi og hagsmunum bænda vera stillt upp sem andstæðum „sem er óþolandi, en hér er það bara að verulegu leiti stjórnmálunum að kenna með því að rífa í gegnum þingið á met hraða frumvarp sem var með frumvarpstexta sem gengur algjörlega gegn upphaflegu markmiði frumvarpsins.“

Nýjasta þátt Pressu má sjá hér:

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Gerði mér ekki grein fyrir því að Samfylkingin stefndi að undanþágum frá samkeppnislögum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
7
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
10
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
4
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
8
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár