Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allt breyttist við að koma til Íslands

And­er Josue Her­nández kom til Ís­lands frá Venesúela ár­ið 2019 með mömmu sinni og stjúppabba.

Allt breyttist við að koma til Íslands
Ander Josue Hernández.

Árið 2019 kom ég til Íslands frá Venesúela, fimmtán ára, með mömmu minni og stjúppabba mínum, og það var mjög erfitt að ákveða að koma hingað. Við þurftum að fara frá landinu okkar og það var leiðinlegt því þar búa fjölskylda og vinir – og margt fólk sem við þekkjum aftur í tímann. Svo svara þau þar mjög illa.

Hér byrjuðum við aftur á núlli sem var pínu erfitt. Sérstaklega fyrir mig því ég var nýkominn í skólann. Eftir næstum því þrjá mánuði byrjaði ég að kynnast fólki. Og tala meiri íslensku. Fjölskyldan byrjaði líka að opnast félagslega. Eftir næstum því ár hafði allt breyst rosalega mikið. Við vorum búin að fá ný störf. Og ég fór í Tækniskólann árið 2021, á tölvubraut. Þar var mjög gaman.

Ég talaði við skólastjórann, hún var svo góð við mig og gaf mér ráð hvernig ég gæti orðið betri í skólanum og opnað fyrir fólkið. Eftir það eignaðist ég marga vini. Ég fór líka út, eitthvað sem var ekki hægt að gera í landinu mínu.

Ég bjó hjá afa og ömmu minni þegar mamma var ólétt og pabbi var farinn. Þau pössuðu mig þegar mamma var í háskóla. Eftir nokkur ár þar fluttum við til borgarinnar Anzoategui. Þar var í lagi fyrstu tvö árin, en svo breyttist það. Þvi það var ekkert net, engin ljós, ekkert vatn. Svo stundum fórum við á annað svæði að sækja vatn.

Allt breyttist við að koma til Íslands. Sérstaklega persónuleiki minn. Nú er ég búinn að kynnast öðruvísi menningu. Líka mörgum fyrirtækjum sem eru ekki í Venseúela. Mér finnst við vera mjög heppin því ekki allir hafa aðgang að svo fjölbreyttu úrvali af fyrirtækjum.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár