Árið 2019 kom ég til Íslands frá Venesúela, fimmtán ára, með mömmu minni og stjúppabba mínum, og það var mjög erfitt að ákveða að koma hingað. Við þurftum að fara frá landinu okkar og það var leiðinlegt því þar búa fjölskylda og vinir – og margt fólk sem við þekkjum aftur í tímann. Svo svara þau þar mjög illa.
Hér byrjuðum við aftur á núlli sem var pínu erfitt. Sérstaklega fyrir mig því ég var nýkominn í skólann. Eftir næstum því þrjá mánuði byrjaði ég að kynnast fólki. Og tala meiri íslensku. Fjölskyldan byrjaði líka að opnast félagslega. Eftir næstum því ár hafði allt breyst rosalega mikið. Við vorum búin að fá ný störf. Og ég fór í Tækniskólann árið 2021, á tölvubraut. Þar var mjög gaman.
Ég talaði við skólastjórann, hún var svo góð við mig og gaf mér ráð hvernig ég gæti orðið betri í skólanum og opnað fyrir fólkið. Eftir það eignaðist ég marga vini. Ég fór líka út, eitthvað sem var ekki hægt að gera í landinu mínu.
Ég bjó hjá afa og ömmu minni þegar mamma var ólétt og pabbi var farinn. Þau pössuðu mig þegar mamma var í háskóla. Eftir nokkur ár þar fluttum við til borgarinnar Anzoategui. Þar var í lagi fyrstu tvö árin, en svo breyttist það. Þvi það var ekkert net, engin ljós, ekkert vatn. Svo stundum fórum við á annað svæði að sækja vatn.
Allt breyttist við að koma til Íslands. Sérstaklega persónuleiki minn. Nú er ég búinn að kynnast öðruvísi menningu. Líka mörgum fyrirtækjum sem eru ekki í Venseúela. Mér finnst við vera mjög heppin því ekki allir hafa aðgang að svo fjölbreyttu úrvali af fyrirtækjum.
Athugasemdir