Allt breyttist við að koma til Íslands

And­er Josue Her­nández kom til Ís­lands frá Venesúela ár­ið 2019 með mömmu sinni og stjúppabba.

Allt breyttist við að koma til Íslands
Ander Josue Hernández.

Árið 2019 kom ég til Íslands frá Venesúela, fimmtán ára, með mömmu minni og stjúppabba mínum, og það var mjög erfitt að ákveða að koma hingað. Við þurftum að fara frá landinu okkar og það var leiðinlegt því þar búa fjölskylda og vinir – og margt fólk sem við þekkjum aftur í tímann. Svo svara þau þar mjög illa.

Hér byrjuðum við aftur á núlli sem var pínu erfitt. Sérstaklega fyrir mig því ég var nýkominn í skólann. Eftir næstum því þrjá mánuði byrjaði ég að kynnast fólki. Og tala meiri íslensku. Fjölskyldan byrjaði líka að opnast félagslega. Eftir næstum því ár hafði allt breyst rosalega mikið. Við vorum búin að fá ný störf. Og ég fór í Tækniskólann árið 2021, á tölvubraut. Þar var mjög gaman.

Ég talaði við skólastjórann, hún var svo góð við mig og gaf mér ráð hvernig ég gæti orðið betri í skólanum og opnað fyrir fólkið. Eftir það eignaðist ég marga vini. Ég fór líka út, eitthvað sem var ekki hægt að gera í landinu mínu.

Ég bjó hjá afa og ömmu minni þegar mamma var ólétt og pabbi var farinn. Þau pössuðu mig þegar mamma var í háskóla. Eftir nokkur ár þar fluttum við til borgarinnar Anzoategui. Þar var í lagi fyrstu tvö árin, en svo breyttist það. Þvi það var ekkert net, engin ljós, ekkert vatn. Svo stundum fórum við á annað svæði að sækja vatn.

Allt breyttist við að koma til Íslands. Sérstaklega persónuleiki minn. Nú er ég búinn að kynnast öðruvísi menningu. Líka mörgum fyrirtækjum sem eru ekki í Venseúela. Mér finnst við vera mjög heppin því ekki allir hafa aðgang að svo fjölbreyttu úrvali af fyrirtækjum.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár