Ástþór reyndi að safna meðmælendum með því að gefa rafbíl

Ást­þór Magnús­son aug­lýsti og hýsti happ­drætti á sömu síðu og hann safn­ar með­mæl­um fyr­ir for­setafram­boð sitt. Fram­kvæmda­stjóri lands­kjör­stjórn­ar seg­ir eng­in lög taka á því hvernig fólk hag­ar kosn­inga­bar­áttu sinni.

Ástþór reyndi að safna meðmælendum með því að gefa rafbíl
Ástþór Magnússon býður sig nú fram í fimmta sinn til embættis forseta.

Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon stóð á dögunum fyrir happdrætti þar sem vinningurinn var rafbíll frá bílaumboði Ástþórs, islandus.is. Til þess að eiga möguleika á að sigra þurfti fólk að giska rétt á úrslit landsleikjar Íslands og Ísraels í knattspyrnu sem fór fram 21. mars síðastliðinn. Þann 3. júní verður sigurvegarinn dreginn úr hópi þeirra sem giskuðu rétt. 

Happdrættið er hýst á heimasíðunni nuna.is. Þegar síðan er opnuð sprettur upp gluggi þar sem fólki er boðið að skrifa undir meðmælalista með framboði Ástþórs til forseta.

Meðmæliþetta blasir við þeim sem fara inn á nuna.is til að taka þátt í happdrætti Ástþórs.

Fyrir ofan upplýsingarnar um happdrættið er svo annar takki þar sem hægt er að gefa Ástþóri meðmæli.

Þrátt fyrir að enn hafi ekki verið dregið úr happdrættinu hefur Ástþór nú þegar tilkynnt aðra keppni þar sem fólki gefst aftur kostur á því að vinna rafbíl. Er …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hvað með það?
    Ef einhver fær vinninginn - þá er það einungis hugsanlega eitt atkvæði :-)
    0
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    ég er búin að lofa þeim sem mæla með mér Vikingaorðunni komist ég alla leið á bessó :) . . https://island.is/umsoknir/maela-med-frambodi/?candidate=1000006 . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár