Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon stóð á dögunum fyrir happdrætti þar sem vinningurinn var rafbíll frá bílaumboði Ástþórs, islandus.is. Til þess að eiga möguleika á að sigra þurfti fólk að giska rétt á úrslit landsleikjar Íslands og Ísraels í knattspyrnu sem fór fram 21. mars síðastliðinn. Þann 3. júní verður sigurvegarinn dreginn úr hópi þeirra sem giskuðu rétt.
Happdrættið er hýst á heimasíðunni nuna.is. Þegar síðan er opnuð sprettur upp gluggi þar sem fólki er boðið að skrifa undir meðmælalista með framboði Ástþórs til forseta.
Fyrir ofan upplýsingarnar um happdrættið er svo annar takki þar sem hægt er að gefa Ástþóri meðmæli.
Þrátt fyrir að enn hafi ekki verið dregið úr happdrættinu hefur Ástþór nú þegar tilkynnt aðra keppni þar sem fólki gefst aftur kostur á því að vinna rafbíl. Er …
Ef einhver fær vinninginn - þá er það einungis hugsanlega eitt atkvæði :-)