Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir að inngrip í kaup Landbankans á TM hefðu verið fordæmalaus

Tek­ist var á um ábyrgð og við­brögð ráð­herra við fyr­ir­hug­uð­um kaup­um Lands­bank­ans á TM í Al­þingi í dag. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar gagn­rýndu ráð­herra fyr­ir að hafa ekki grip­ið til að­gerða áð­ur en til­kynnt var bind­andi kauptil­boð Lands­bank­ans síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Segir að inngrip í kaup Landbankans á TM hefðu verið fordæmalaus

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að allar vangaveltur um það hvort hún hafi sofið á verðinum um fyrirhuguðum kaupum Landsbankanns á TM vera til þess fallna að afvegaleiða umræðuna.  Taldi Þórdís Kolbrún kjarna málsins vera að banki í eigu ríkisins hafi tekið ákvörðun sem gangi þvert gegn vilja stjórnvalda. Eigendastefna ríkisins sé að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á fjármálamarkaði.  

Þetta kom fram í munnlegri skýrslu um málið sem Þórdís Kolbrún flutti fyrir þingið fyrr í dag. Þar staðfesti hún einnig að bankaráð Landsbankans hafi samþykkt kröfu Bankasýslu ríkisins að fresta aðalfundi, fram átti að fara í dag, um fjórar vikur.

Þá sagði ráðherra að bankaráð Landsbankans hefði átt að tilkynna Bankasýslu ríkisins um viðskiptin áður en bindandi kauptilboð var gert. Sömuleiðis nefndi ráðherra að almennt sé gert ráð fyir því að þýðingarmiklar ákvarðanir á borð við fyrrnefnd viðskipti séu lögð fyrir á hlutahafafundi.

Ef upplýsingar hefðu farið eftir réttum boðleiðum og ratað fyrir hluthafa, þar sem ríkið er stærsti hluthafinn, taldi ráðherra að málið hefði endað með öðrum hætti. Hins vegar hafi engin formleg samtöl né upplýsingagjöf, milli Bankasýslunar og bankráðsins, átt sér frá því 20. júlí fyrra.  

Hvers vegna beitti ráðherra sér ekki fyrr í málinu?

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni fyrirspurnir um fyrri ummæli ráðherra um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM væru ekki tilraun til þess að draga athyglina frá kjarna máls.

Taldi Jóhann Páll mikilvægt að fá upplýst hvað hafi gerst á vikum sem liðu milli þess þegar ráðherra kom fram í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál, 2. febrúar síðastliðinn og lýsti sig andsnúin kaupunum, og þegar tilkynnt var um kaupin síðastliðinn sunnudag. 

Þá nefndi Jóhann Páll að ráðherra hafi sérstaka heimild til þess að beina tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna einstakra mála. Í ljósi afstöðu ráðherra, sem hún tjáði sig um mörgum vikum fyrir kaupum, spurði Jóhann Páll ráðherra hvers vegna ráðherra hafi ekki gripið fyrr inn í og reynt að koma í veg fyrir kaupin. „Hvers vegna beitti ráðherra þá ekki þeim lagaheimildum sem hún sannarlega hefur til þess að reyna að hindra að kaupin næðu fram að ganga?“ 

Í svari sínu sagði Þórdís ekki vita til þess að umrædd lagaheimild hafi nokkurn sinni verið beitt áður. „Í mínum huga er hér verið að snúa hlutum á hvorf. Það er bankaráð sem hefur skýra skyldu til þess að upplýsa Bankasýsluna, bæði með vísan í reglur, almenna eigendastefnu og sérstakan samning þar á milli og þar að leiðandi er ljóst að bankaráð átti að upplýsa Bankasýslu um það sem þarna var á ferðinni.“

Ber traust til bankastjóra þrátt fyrir nýlegar vendingar

Í ræðu sem Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, hélt spurði þingmaður ráðherra hvað hann hyggist gera til þess að byggja upp traust til fjármálakerfisins. 

„Því miður þá hafa stjórnarathafnir Sjálfstæðisflokksins miklu frekar rýrt traustið og við getum hér rifjað upp ýmis mál,“ sagði Sigurjón og nefndi í því samhengi sölu ríkisins á Borgun og Lindarhvolsmálið. Þau mál hafi ekki verið til þess fallin að byggja upp traust almennings. 

Því næst spurði hann hvernig ráðherra myndi bregðast við umræðunni sem hafi rýrt traust til Landsbankans og nefndi þar aðgerðir sem var beitt í kjölfar sölu eignarhlutum í Íslandsbanka. „Þar var gerð krafa um það að bankastjóri viki úr starfi og farið í alsherjar hreingerningu.“

Í svari sínu sagði Þórdís Kolbrún að þó svo upplýsingagjöf í kringum kaup Landsbankans á TM hafi mátt vera betri, taldi hún heilt yfir hafi stjórnendur Landsbankans hafa staðið sig vel í sínum störfum. „Þannig það ríkir þokkalegt traust, og reyndar ágætt traust um þá starfsemi og ég geri ráð fyrir því að svo verði áfram.“

Í andsvari sínu lýsti Sigurjón furðu yfir svörum ráðherra um að það ríki traust þó svo verið væri að ræða að bankinn hafi gengið gegn eigendastefnu ríkisins í algjöru samráðsleysi. „Þetta fer ekki saman hæstvirtur ráðherra,“ sagði Sigurjón sem taldi ráðherra þurfa ígrunda svör sín betur. 

Innihaldslausar hótanir

Í fyrirspurn sinni til ráðherra velti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vöngum yfir ummælum ráðherra í fyrrnefndri Facebook-færslu þar sem ráðherra sagði að kaupin myndu ekki ganga eftir á sinni vakt nema ríkið myndi leggjast í einkavæðingu á Landsbankanum. 

„Hvers vegna talaði ráðherra eins og hún hefði það einhvern veginn í hendi sér að fara einkavæða Landsbankann þegar fyrir liggur að ríkisstjórnin hefur sammælst um að gera það ekki?“

Taldi Þórhildur Sunna ummæli ráðherra vera innantómar hótanir, og spurði ráðherra hvað henni gekk til með ummælum sínum. 

Í svari sínu sagði Þórdís Kolbrún að engar hótanir fælust í ummælum sínum í téðri Facebook-færslu. Í færslunni hafi ráðherra einungis verið að tjá skoðun sína á sölunni, hún væri ekki samþykk henni. Ef málið hefði ratað fyrir hluthafafund, samkvæmt venju, hefði ráðherra komið skoðun sinni til skila. „Eða telur háttvirtur þingmaður að eigandinn eigi yfir höfuð ekki að hafa neina skoðun á því hvort þessi viðskipti fari í gegn eða ekki?“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Afskiptaleysi ráðherra og bankasýslunnar er eðlilegt að túlka þannig að ríkið virði sjálfsákvörðunarrétt bankans þó að ráðherra sé persónulega á móti kaupum bankans á TM.

    Það er vanræksla af hálfu ráðherra og bankasýslunnar að beita sér ekki fyrir því að þessi kaup eigi sér ekki stað eftir að þeim varð ljós áhugi bankans á þessum viðskiptum.

    Ég sé ekki að bankaráð hafi brotið lög. Ráðið upplýsti um áform sín löngu áður en af þeim varð og lét svo vita þegar viðskiptin höfðu átt sér stað. Engar athugasemdir höfðu komið frá bankasýslunni sem hafði ekki heldur fengið nein tilmæli frá ráðherra.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það vantar í þessa umræðu að upplýsa okkur eigendurna hvaða áhrif þessi kaup hafa á verðmæti bankans.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Í svari sínu sagði Þórdís ekki vita til þess að umrædd lagaheimild hafi nokkurn sinni verið beitt áður. Í mínum huga er hér verið að snúa hlutum á hvorf.“

    Og hvaða andskotans máli skiptir það hvort þessari lagaheimild hafi verið beitt eður ei ?
    Fyrst lagaheimildin er til staðar og ráðherfan var áður búin að segja sig andsnúna kaupunum, þá hefði hæfur ráðherra ekki hugsað sig tvisvar um og BEITT heimildinni.
    Þetta svar ráðherfunar er bara skítlélegt yfirklór á fordæmalausri vanhæfni þórdísar.
    Og það er hún sjálf sem er að snúa hlutunum á hvolf!
    1
  • JDK
    Jóna Dóra Karlsdóttir skrifaði
    Maður er verulega hugsi. Eru hugsanleg ættar- eða vinatengsl eitthvað að spila inní hjá einhverjum? Það er oft það fyrsta sem kemur upp í hugann. En hvað veit maður? Erfitt að botna í samskiptaleysi stofnana. Eiginlega bara orðlaus yfir vinnubrögðunum. Eru einhverjir á fullum launum við að gera alls ekki neitt, hlusta ekki neitt og sjá ekki neitt? Mér dettur í hug starfsmenn, ef þeir eru þá fleiri en einn, Bankasýslunnar. Já maður spyr sig.
    4
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er það regla hjá Sjálfstæðisflokknum að segjast ekkert vita um það sem hefur verið fréttaefni í marga mánuði, til þess að góður möguleiki sé að lögsækja samfélagið fyrir rangar eða engar upplýsingar?
    Þessi farsi er ekki sá eini! Skulum við nefna …….??
    Getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé að undirbúa jarðveginn fyrir núverandi eigendur TM??
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár