Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Hversu mörg líf ætlum við að horfa upp á kveðja þennan heim?“

Um­ræð­ur um mál­efni fólks með fíkni­vanda voru áber­andi í ræð­um þing­manna á Al­þingi í dag. Er það í kjöl­far skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar sem leiddi í ljós að eng­in stefna væri fyr­ir hendi í mála­flokkn­um.

„Hversu mörg líf ætlum við að horfa upp á kveðja þennan heim?“
Arndís Anna , þingmaður Pírata, tók til máls á Alþingi í dag og sagði að löngu væri kominn tími á róttækar aðgerðir. Mynd: Golli

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar var áberandi í málflutningi þingmanna í störfum þingsins í dag. Kölluðu þingmenn eftir því að eitthvað væri að hafst í málaflokknum.

Í ræðu sinni nefndi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að 139 manneskjur hefðu látið lífið vegna ópíóða síðastliðin sjö ár. Meirihluti þeirra var yngri en 44 ára. „Þar sem er enn þá verra er að lesa um algjört sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þessum dauðsföllum,“ sagði hún. 

Þórhildur Sunna gagnrýndi að heilbrigðisráðuneytið bæri fyrir sig að það þyrfti ekki að taka forystu í málaflokknum vegna þess að verkefnið væri samfélagslegt og flókið. „Þetta heitir að skorast undan skýrri ábyrgð. Þetta heitir að hunsa mikilvægt hlutverk heilbrigðisráðuneytisins í því að bjarga mannslífum.“

Sagði hún að ótrúlegt væri hve lengi málefni fíknisjúkra hefðu fengið að „velkjast um í einhverjum pólitískum skollaleik, stefnumótunum, starfshópum, umhugsunum og umþóttunartíma ráðherra sem hafa ekki hugrekki til að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka til að bjarga mannslífum. Þetta er óforsvaranlegt.“

Dökk mynd af stöðu mála

Í skýrslunni, sem birtist fyrr í dag, kom fram að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefði tekið forystu í málum sem varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt. Engin stefna væri fyrir hendi. Í skýrslunni birtist dökk mynd af stöðu mála. 

Enginn aðili hefur fulla yfirsýn yfir fjölda einstaklinga sem glíma við ópíóðavanda. Umfang vandans er því stjórnvöldum óljóst. Ríkisendurskoðun segir að fullvíst sé að ópíóðavandinn falli undir ábyrgðarsvið heilbrigðisráðuneytisins. Þrátt fyrir það fellur ábyrgðin á herðar grasrótarsamtaka og heilbrigðisstofnanir á þeirra vegum, s.s. SÁÁ.

Starfshópar striti við að finna upp hjólið

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að skýrsla Ríkisendurskoðunar hefði rifið grímuna af „alvarlegu stefnuleysi og skorti á skýrri forystu í baráttunni gegn ópíóðafíkn og vímuefnavandanum almennt.“ 

Hún vildi vita hve lengi ætti að umbera vanræksluna. „Hversu mörg líf ætlum við að horfa upp á kveðja þennan heim á meðan hver starfshópurinn á fætur öðrum stritar við að finna upp hjólið? Á bak við tölur og tæknilegt orðalag eru raunverulegar manneskjur sem þjást.“ Arndís Anna segir að fyrir löngu sé kominn tími á róttækar aðgerðir. Ástandið væri brestur í samfélaginu sem sýndi djúpstætt skilningsleysi og skort á samkennd.

„Úttektin varpar skýru ljósi á fullkominn skort á pólitískri forystu, stefnuleysi og þokukennda sýn á málaflokkinn,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.  Gagnrýndi hún að framboð á meðferð fyrir fíknisjúklinga byggði hvorki á mati á þörf né á opinberri stefnumótun. „Yfirsýnin er engin. Ungt fólk deyr svo að segja vikulega ótímabærum dauðdaga vegna ópíóíðafíknar. Þetta má ekki vera svona.“

Málaflokkurinn dangli á sjálfstýringu

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að árlega leituðu þúsundir einstaklinga á náðir heilbrigðiskerfisins með banvænan sjúkdóm en samt sem áður ríkti algert forystuleysi í málaflokknum. 

Sigmar segir skorta endurhæfingu, bráðaþjónustu og fjármagn. „Alvarlegastur er samt áratugaskortur á ráðamönnum sem raunverulega skilja vandann. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju einasta ári? Þetta eru fleiri en greinast með krabbamein á hverju ári.“

Sagði Sigmar að málaflokkurinn danglaði bara á sjálfstýringu og yfirvöld reiddu sig á grasrótar- og félagasamtök. En meðferð meirihluta sjúklinga er fjármagnaður með sjálfsaflafé.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, nefndi í ræðu sinni að í Sviss hefði verið ákveðið að afnema refsingar fyrir neyslu vímuefna, afglæpavæða vörslu neysluskammta og bjóða upp á stórauknar meðferðir. Þetta hefði borið byltingarkenndan árangur. Dauðsföllum hafði fjölgað, glæpatíðni lækkað sem og útbreiðsla HIV og lifrarbólgu.

„Það er ekki skortur á lausnum eða úrræðum. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Við þurfum bara stjórnvöld sem er raunverulega annt um að bjarga lífum. Byggjum ekki stefnur á kreddum og einhverjum tilfinningum,“ sagði hún.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Arndís á AA fundum eru bara þeir sem vilja vera ekki þeir sem þyrtu að vera einsog þú gerir þér kannski grein fyrir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
7
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár