Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hversu mörg líf ætlum við að horfa upp á kveðja þennan heim?“

Um­ræð­ur um mál­efni fólks með fíkni­vanda voru áber­andi í ræð­um þing­manna á Al­þingi í dag. Er það í kjöl­far skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar sem leiddi í ljós að eng­in stefna væri fyr­ir hendi í mála­flokkn­um.

„Hversu mörg líf ætlum við að horfa upp á kveðja þennan heim?“
Arndís Anna , þingmaður Pírata, tók til máls á Alþingi í dag og sagði að löngu væri kominn tími á róttækar aðgerðir. Mynd: Golli

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar var áberandi í málflutningi þingmanna í störfum þingsins í dag. Kölluðu þingmenn eftir því að eitthvað væri að hafst í málaflokknum.

Í ræðu sinni nefndi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að 139 manneskjur hefðu látið lífið vegna ópíóða síðastliðin sjö ár. Meirihluti þeirra var yngri en 44 ára. „Þar sem er enn þá verra er að lesa um algjört sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þessum dauðsföllum,“ sagði hún. 

Þórhildur Sunna gagnrýndi að heilbrigðisráðuneytið bæri fyrir sig að það þyrfti ekki að taka forystu í málaflokknum vegna þess að verkefnið væri samfélagslegt og flókið. „Þetta heitir að skorast undan skýrri ábyrgð. Þetta heitir að hunsa mikilvægt hlutverk heilbrigðisráðuneytisins í því að bjarga mannslífum.“

Sagði hún að ótrúlegt væri hve lengi málefni fíknisjúkra hefðu fengið að „velkjast um í einhverjum pólitískum skollaleik, stefnumótunum, starfshópum, umhugsunum og umþóttunartíma ráðherra sem hafa ekki hugrekki til að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka til að bjarga mannslífum. Þetta er óforsvaranlegt.“

Dökk mynd af stöðu mála

Í skýrslunni, sem birtist fyrr í dag, kom fram að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefði tekið forystu í málum sem varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt. Engin stefna væri fyrir hendi. Í skýrslunni birtist dökk mynd af stöðu mála. 

Enginn aðili hefur fulla yfirsýn yfir fjölda einstaklinga sem glíma við ópíóðavanda. Umfang vandans er því stjórnvöldum óljóst. Ríkisendurskoðun segir að fullvíst sé að ópíóðavandinn falli undir ábyrgðarsvið heilbrigðisráðuneytisins. Þrátt fyrir það fellur ábyrgðin á herðar grasrótarsamtaka og heilbrigðisstofnanir á þeirra vegum, s.s. SÁÁ.

Starfshópar striti við að finna upp hjólið

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að skýrsla Ríkisendurskoðunar hefði rifið grímuna af „alvarlegu stefnuleysi og skorti á skýrri forystu í baráttunni gegn ópíóðafíkn og vímuefnavandanum almennt.“ 

Hún vildi vita hve lengi ætti að umbera vanræksluna. „Hversu mörg líf ætlum við að horfa upp á kveðja þennan heim á meðan hver starfshópurinn á fætur öðrum stritar við að finna upp hjólið? Á bak við tölur og tæknilegt orðalag eru raunverulegar manneskjur sem þjást.“ Arndís Anna segir að fyrir löngu sé kominn tími á róttækar aðgerðir. Ástandið væri brestur í samfélaginu sem sýndi djúpstætt skilningsleysi og skort á samkennd.

„Úttektin varpar skýru ljósi á fullkominn skort á pólitískri forystu, stefnuleysi og þokukennda sýn á málaflokkinn,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.  Gagnrýndi hún að framboð á meðferð fyrir fíknisjúklinga byggði hvorki á mati á þörf né á opinberri stefnumótun. „Yfirsýnin er engin. Ungt fólk deyr svo að segja vikulega ótímabærum dauðdaga vegna ópíóíðafíknar. Þetta má ekki vera svona.“

Málaflokkurinn dangli á sjálfstýringu

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að árlega leituðu þúsundir einstaklinga á náðir heilbrigðiskerfisins með banvænan sjúkdóm en samt sem áður ríkti algert forystuleysi í málaflokknum. 

Sigmar segir skorta endurhæfingu, bráðaþjónustu og fjármagn. „Alvarlegastur er samt áratugaskortur á ráðamönnum sem raunverulega skilja vandann. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju einasta ári? Þetta eru fleiri en greinast með krabbamein á hverju ári.“

Sagði Sigmar að málaflokkurinn danglaði bara á sjálfstýringu og yfirvöld reiddu sig á grasrótar- og félagasamtök. En meðferð meirihluta sjúklinga er fjármagnaður með sjálfsaflafé.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, nefndi í ræðu sinni að í Sviss hefði verið ákveðið að afnema refsingar fyrir neyslu vímuefna, afglæpavæða vörslu neysluskammta og bjóða upp á stórauknar meðferðir. Þetta hefði borið byltingarkenndan árangur. Dauðsföllum hafði fjölgað, glæpatíðni lækkað sem og útbreiðsla HIV og lifrarbólgu.

„Það er ekki skortur á lausnum eða úrræðum. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Við þurfum bara stjórnvöld sem er raunverulega annt um að bjarga lífum. Byggjum ekki stefnur á kreddum og einhverjum tilfinningum,“ sagði hún.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Arndís á AA fundum eru bara þeir sem vilja vera ekki þeir sem þyrtu að vera einsog þú gerir þér kannski grein fyrir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár