„Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum er varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í hraðúttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóíðafaladrinum sem geisar hér á landi.
Í skýrslunni, sem lögð var fyrir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag, er dregin upp afar dökk mynd af stöðu mála. Þar kemur fram að algjört stefnuleysi ríki um málaflokkinn.
Enginn aðili hefur fulla yfirsýn yfir fjölda einstaklinga sem glíma við ópíóíðavanda. Gagnasöfnun er brotakennd og mikið misræmi er á milli þeirra upplýsinga sem er safnað af ólíkum stofnunum sem sinna málaflokknum. Stjórnvöld búa því ekki yfir gögnum sem geti varpað ljósi á umfang vandans.
Í skýrslunni kemur einnig fram að enginn af viðmælendum Ríkisendurskoðunar hafi getað bent á hvar forysta í málaflokknum lægi. Ríkisendurskoðun telur þó að fullvíst ópíóíðavandinn falli undir ábyrgðarsvið heilbrigðisráðuneytisins.
Athugasemdir