Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stefnu- og forystuleysi andspænis versnandi ópíóíðavanda

Sam­kvæmt nýrri út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar rík­ir al­gjört stefnu- og for­ystu­leysi með­al stjórn­valda gagn­vart ópíóíðafar­aldr­in­um sem nú geis­ar hér á landi. Ekk­ert ráðu­neyti hef­ur tek­ið for­ystu í mála­flokkn­um. Eng­in skýr stefna eða að­gerðaráætl­un ligg­ur fyr­ir hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli tak­ast á við ópíóíðafíkn og fíkni­vanda al­mennt.

Stefnu- og forystuleysi andspænis versnandi ópíóíðavanda
Úttekt ríkisendurskoðunar sýnir fram á að algjört ábyrgðar- og stefnuleysi ríki í málaflokknum Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum er varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í hraðúttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóíðafaladrinum sem geisar hér á landi.

Í skýrslunni, sem lögð var fyrir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag, er dregin upp afar dökk mynd af stöðu mála. Þar kemur fram að algjört stefnuleysi ríki um málaflokkinn.

Enginn aðili hefur fulla yfirsýn yfir fjölda einstaklinga sem glíma við ópíóíðavanda. Gagnasöfnun er brotakennd og mikið misræmi er á milli þeirra upplýsinga sem er safnað af ólíkum stofnunum sem sinna málaflokknum. Stjórnvöld búa því ekki yfir gögnum sem geti varpað ljósi á umfang vandans. 

Í skýrslunni kemur einnig fram að enginn af viðmælendum Ríkisendurskoðunar hafi getað bent á hvar forysta í málaflokknum lægi. Ríkisendurskoðun telur þó að fullvíst ópíóíðavandinn falli undir ábyrgðarsvið heilbrigðisráðuneytisins. 

Algjört stefnuleysi í fjögur ár

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár