Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stefnu- og forystuleysi andspænis versnandi ópíóíðavanda

Sam­kvæmt nýrri út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar rík­ir al­gjört stefnu- og for­ystu­leysi með­al stjórn­valda gagn­vart ópíóíðafar­aldr­in­um sem nú geis­ar hér á landi. Ekk­ert ráðu­neyti hef­ur tek­ið for­ystu í mála­flokkn­um. Eng­in skýr stefna eða að­gerðaráætl­un ligg­ur fyr­ir hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli tak­ast á við ópíóíðafíkn og fíkni­vanda al­mennt.

Stefnu- og forystuleysi andspænis versnandi ópíóíðavanda
Úttekt ríkisendurskoðunar sýnir fram á að algjört ábyrgðar- og stefnuleysi ríki í málaflokknum Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum er varða ópíóðafíkn eða fíknivanda almennt.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í hraðúttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóíðafaladrinum sem geisar hér á landi.

Í skýrslunni, sem lögð var fyrir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag, er dregin upp afar dökk mynd af stöðu mála. Þar kemur fram að algjört stefnuleysi ríki um málaflokkinn.

Enginn aðili hefur fulla yfirsýn yfir fjölda einstaklinga sem glíma við ópíóíðavanda. Gagnasöfnun er brotakennd og mikið misræmi er á milli þeirra upplýsinga sem er safnað af ólíkum stofnunum sem sinna málaflokknum. Stjórnvöld búa því ekki yfir gögnum sem geti varpað ljósi á umfang vandans. 

Í skýrslunni kemur einnig fram að enginn af viðmælendum Ríkisendurskoðunar hafi getað bent á hvar forysta í málaflokknum lægi. Ríkisendurskoðun telur þó að fullvíst ópíóíðavandinn falli undir ábyrgðarsvið heilbrigðisráðuneytisins. 

Algjört stefnuleysi í fjögur ár

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár