Embætti ríkislögmannns er enn að skoða skaðabótakröfu ekkju fyrsta plastbarkaþegans, Mehrawit Tefaslase, og liggur ekki fyrir hvort bætur verða greiddar til hennar eða ekki. Þetta kemur fram í svari ríkislögmanns, Fanneyjar Þorsteinsdóttur, við fyrispurn Heimildarinnar um stöðu málsins. „Málið er enn í vinnslu en það gerist í samráði við heilbrigðisráðuneytið og Landspítalann og of snemmt að segja til um málalyktir.“
Plastbarki var græddur í eiginmann Mehrawit, Andemariam Beyene, í Svíþjóð árið 2011 eftir að hann hafði verið sendur þangað frá Landspítalanum og virkaði barkinn aldrei sem skyldi. Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var dæmdur í fangelsi í fyrra út af meðal annars aðgerðinni á Andemariam. Eftirmeðferð Andemariam fór fram á Landspítalanum á Íslandi, þar sem hann var búsettur.
Í fyrra varð Landspítalinn fyrsta stofnunin til að biðja Mehrawit milliliðalaust afsökunar á læknismeðferðinni á Andemariam og sendi …
"Kerfið þjónar þeim ríku,, [Bubbi Morteins]