Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Friðrik vann bæði fyrir ríkið og útgerðir sem keyptu skip af spænsku fyrirtæki

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU, Frið­rik Arn­gríms­son, hef­ur kom­ið að við­skipt­um við spænska skipa­smíða­stöð fyr­ir ís­lenska rík­ið og einnig fyr­ir hönd ís­lenskra út­gerða fyr­ir og eft­ir að hann var full­trúi rík­is­ins í nefnd við smíði nýs hafrannn­sókna­skips sem kost­ar fimm millj­arða króna. Vinna Frið­riks í smíðanefnd haf­rann­sókna­skips­ins vakti at­hygli og deil­ur á sín­um tíma af því hann er sjálf­ur skipa­miðl­ari.

Friðrik vann bæði fyrir ríkið og útgerðir sem keyptu skip af spænsku fyrirtæki
Friðrik með í ráðum allan tímann Gunnar Tómasson, forstjóri og eigandi Þorbjarnar, sést hér við hlið Friðriks J. Arngrímssonar lengst til vinstri í nóvember í fyrra þegar nýi togari útgerðarinnar var sjósettur á Spáni. Gunnar segir að Friðrik hafi komið að samningaviðræðum um smíði togarans allan tímann.

Friðrik Arngrímsson, skipamiðlari og fyrrverandi formaður smíðanefndar nýs hafrannsóknaskips fyrir hönd íslenska ríkisins, hefur ýmiss konar tengsl við skipahönnuðinn og spænsku smíðastöðina sem samið var við um að smíða skipið. Hann átti þátt í að skipuleggja smíðavinnuna, sem leiddi til þess að samið var við skipasmíðastöðina, Astilleros Armón. Fyrir þetta, og í kjölfarið, hefur hann komið að samningum útgerða hér á landi við spænsku skipasmíðastöðina. 

Eitt af því sem öll þessi verkefni eiga sameiginlegt er að íslenska fyrirtækið Skipasýn teiknar skipin og Astilleros Armón smíðar þau. Friðrik hefur nú komið að skipulagningu og eða samningsgerð um  smíði fjögurra skipa hjá spænska fyrirtækinu á liðnum árum, eitt er hafrannsóknaskipið og svo þrír togarar. 

„Hann var alltaf okkar ráðgjafi og fulltrúi í öllu ferlinu“
Gunnar Tómasson,
framkvæmdastjóri Þorbjarnar, tjáir sig um vinnu Friðriks við kaup á togara af spænsku skipasmíðastöðinni

Vinna Friðriks í smíðanefndinni vakti athygli þegar verið var að vinna að …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er það ekki íslensk hefð að vera þrefaldir í roði:
    HUGSA UM SIG
    Hugsa um kaupanda
    Hugsa um seljanda

    Ha – er það ekki!?!?!
    Ótrúlega margir þjónar samfélagsins falla undir þetta!?!?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár