Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Ræddi við varaformann Sjálfstæðisflokks um fríar skólamáltíðir

Formað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga tek­ur glöð á móti gagn­rýni frá sjálf­stæð­is­mönn­um, verði það til þess að sátt ná­ist á vinnu­mark­aði.

Ræddi við varaformann Sjálfstæðisflokks um fríar skólamáltíðir
Kjarasamningar Heiða Björg Hilnmisdóttir, formaður SÍS, segir að miklir hagsmunir hafi verið undir og það hefði verið óábyrgt að hennar mati að samþykkja ekki fríar skólamáltíðir. Mynd: Bára Huld Beck

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra um að mikilvægt væri að vanda til verka við útfærsluna á fríum skólamáltíðum, sem liðkuðu fyrir gerð kjarasamninga sem samþykktir voru í síðustu viku. „Ég nefndi við Þórdísi Kolbrúnu, óformlega, að við vönduðum okkur við útfærsluna á þessari leið og mögulega þyrftu leiðirnar að vera fleiri en ein þannig að sem flest sveitarfélög sæju sér hag í því að taka þátt,“ segir Heiða Björg í samtali við Heimildina. 

Kostnaður við það að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar er metinn á um sjö milljarða króna á ári. Ríkið hefur skuldbundið sig til að standa undir 75 prósent af kostnaðinum við aðgerðina, sem er ætlað að miðla umtalsverðu ráðstöfunarfé í vasa barnafjölskyldna, en sveitarfélög þurfa að greiða fjórðung.

Odd­vit­ar og sveit­ar­stjór­ar Sjálf­stæð­is­flokks í 27 sveit­ar­fé­lög­um gagn­rýna ákvörð­un um að gera skóla­mál­tíð­ir gjald­frjáls­ar harka­lega. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær segja þeir  op­in­ber­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fulla sátt með að­gerð­irn­ar vera ranga og krefjast skýr­inga. Heiða Björg furðar sig á þessari gagnrýni og segir fulla sátt ríkja með aðgerðina, líkt og sjá megi í fundargerðum sambandsins. „Eftir nokkur fundarhöld, umræðu og samráð, þar sem fólk skiptist á skoðunum, kom stjórnin sér saman um að samþykkja þetta og fara þessa vegferð. Ég hef svo sem aldrei sagt það að allir sveitarstjórar séu ánægðir með þetta, þetta var ekki okkar tillaga. En, að vel athuguðu máli var það niðurstaða stjórnar sambandsins að styðja þetta og vinna að því að finna leiðir þannig að skólamáltíðir geti orðið gjaldfrjálsar frá og með haustinu.“

Heiða segir SÍS ekki hafa verið í beinu sambandi við ríkisstjórnina þegar kemur að kjaraviðræðum. Það hafi verkalýðshreyfingin hins vegar verið. „Við höfum ekki setið við það borð þannig þessi aðgerð kom frá því borði til okkar, með beiðni um stuðning frá forystufólkinu. Því kemur það mér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn sé svona eindregið á móti því þar sem þau samþykktu þetta bæði í ríkisstjórn og í stjórn sambandsins, sem og aðilar sem skrifa grein gegn því.“

Hún segir eðlilegt að hugmyndafræðilegur ágreiningur sé um hvort aðgerðin sé góð. Sjálf hafi hún ekki farið leynt með það að hún er hlynnt henni. „Mér finnst það að við séum að tryggja það að öll börn fái mat í grunnskólum jákvætt.“ Ef oddvitum Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum líður betur með að beina gagnrýni að henni heldur en flokknum segist Heiða taka því með glöðu geði, verði það til þess að sátt náist á vinnumarkaði og leiði til lækkunar verðbólgu og vaxta. 

„Það er bara þannig. Maður verður að standa með sínum ákvörðunum og sínum verkum. Við leituðum leiða og komum sjónarmiðum á framfæri, áttum samráðsfundi með framkvæmdastjórum. Það er kannski eitthvað sem við getum lært af þessu, að hafa víðari samráðsfundi, mögulega kannski meira með pólitíkinni.“

Heiða segir að miklir hagsmunir hafi verið undir og það hefði verið óábyrgt að hennar mati að taka aðra ákvörðun, jafnvel fyrir þá sem eru hugmyndafræðilega á móti því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar. „Svo er þetta líka pólitík. Við erum öll í pólitík.“    

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár