Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ræddi við varaformann Sjálfstæðisflokks um fríar skólamáltíðir

Formað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga tek­ur glöð á móti gagn­rýni frá sjálf­stæð­is­mönn­um, verði það til þess að sátt ná­ist á vinnu­mark­aði.

Ræddi við varaformann Sjálfstæðisflokks um fríar skólamáltíðir
Kjarasamningar Heiða Björg Hilnmisdóttir, formaður SÍS, segir að miklir hagsmunir hafi verið undir og það hefði verið óábyrgt að hennar mati að samþykkja ekki fríar skólamáltíðir. Mynd: Bára Huld Beck

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra um að mikilvægt væri að vanda til verka við útfærsluna á fríum skólamáltíðum, sem liðkuðu fyrir gerð kjarasamninga sem samþykktir voru í síðustu viku. „Ég nefndi við Þórdísi Kolbrúnu, óformlega, að við vönduðum okkur við útfærsluna á þessari leið og mögulega þyrftu leiðirnar að vera fleiri en ein þannig að sem flest sveitarfélög sæju sér hag í því að taka þátt,“ segir Heiða Björg í samtali við Heimildina. 

Kostnaður við það að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar er metinn á um sjö milljarða króna á ári. Ríkið hefur skuldbundið sig til að standa undir 75 prósent af kostnaðinum við aðgerðina, sem er ætlað að miðla umtalsverðu ráðstöfunarfé í vasa barnafjölskyldna, en sveitarfélög þurfa að greiða fjórðung.

Odd­vit­ar og sveit­ar­stjór­ar Sjálf­stæð­is­flokks í 27 sveit­ar­fé­lög­um gagn­rýna ákvörð­un um að gera skóla­mál­tíð­ir gjald­frjáls­ar harka­lega. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær segja þeir  op­in­ber­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fulla sátt með að­gerð­irn­ar vera ranga og krefjast skýr­inga. Heiða Björg furðar sig á þessari gagnrýni og segir fulla sátt ríkja með aðgerðina, líkt og sjá megi í fundargerðum sambandsins. „Eftir nokkur fundarhöld, umræðu og samráð, þar sem fólk skiptist á skoðunum, kom stjórnin sér saman um að samþykkja þetta og fara þessa vegferð. Ég hef svo sem aldrei sagt það að allir sveitarstjórar séu ánægðir með þetta, þetta var ekki okkar tillaga. En, að vel athuguðu máli var það niðurstaða stjórnar sambandsins að styðja þetta og vinna að því að finna leiðir þannig að skólamáltíðir geti orðið gjaldfrjálsar frá og með haustinu.“

Heiða segir SÍS ekki hafa verið í beinu sambandi við ríkisstjórnina þegar kemur að kjaraviðræðum. Það hafi verkalýðshreyfingin hins vegar verið. „Við höfum ekki setið við það borð þannig þessi aðgerð kom frá því borði til okkar, með beiðni um stuðning frá forystufólkinu. Því kemur það mér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn sé svona eindregið á móti því þar sem þau samþykktu þetta bæði í ríkisstjórn og í stjórn sambandsins, sem og aðilar sem skrifa grein gegn því.“

Hún segir eðlilegt að hugmyndafræðilegur ágreiningur sé um hvort aðgerðin sé góð. Sjálf hafi hún ekki farið leynt með það að hún er hlynnt henni. „Mér finnst það að við séum að tryggja það að öll börn fái mat í grunnskólum jákvætt.“ Ef oddvitum Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum líður betur með að beina gagnrýni að henni heldur en flokknum segist Heiða taka því með glöðu geði, verði það til þess að sátt náist á vinnumarkaði og leiði til lækkunar verðbólgu og vaxta. 

„Það er bara þannig. Maður verður að standa með sínum ákvörðunum og sínum verkum. Við leituðum leiða og komum sjónarmiðum á framfæri, áttum samráðsfundi með framkvæmdastjórum. Það er kannski eitthvað sem við getum lært af þessu, að hafa víðari samráðsfundi, mögulega kannski meira með pólitíkinni.“

Heiða segir að miklir hagsmunir hafi verið undir og það hefði verið óábyrgt að hennar mati að taka aðra ákvörðun, jafnvel fyrir þá sem eru hugmyndafræðilega á móti því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar. „Svo er þetta líka pólitík. Við erum öll í pólitík.“    

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár