Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjarasamningar krufðir og rýnt í goslok

Hvaða þýð­ingu hafa ný­gerð­ir kjara­samn­ing­ar fyr­ir fólk­ið í land­inu? Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri SA og sér­fræð­ing­ur Efl­ing­ar svara spurn­ing­um í Pressu um kjara­samn­ing­ana sem hafa ver­ið und­ir­rit­að­ir, sem eiga að gilda fram til árs­ins 2028. Í síð­ari hluta þátt­ar verð­um sjón­um beint að jarð­hrær­ing­um á Reykja­nesi.

Kjarasamningar krufðir og rýnt í goslok

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, ræða nýgerða kjarasamninga fyrir þorra launafólks á Íslandi í Pressu. 

Samningarnir eru til langs tíma og gilda út janúar árið 2028. Auk ýmissa hefðbundinna breytinga, svo sem á launataxta, voru ríkar kröfur og skyldur lagðar á aðra en atvinnurekendur og launafólk við samningagerðina. Samkvæmt stjórnarráðinu er heildarumfang loforða stjórnvalda allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum. Til dæmis samþykktu stjórnvöld að hækka barnabætur og gera skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Sitt sýnist þó hverjum um síðarnefndu ráðstöfunina og sætir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga harðri gagnrýni frá Sjálfstæðisfólki á sveitarstjórnarstiginu fyrir það og óvíst hvort þetta nái fram að ganga í haust, eins og gert er ráð fyrir. 

Í síðari hluta þáttarins sest svo Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur við umræðuborðið og fer yfir spá sína og Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um mögulega tímalínu lokaumbrota við Grindavík. 

Þátturinn er sendur út í beinu streymi á vef Heimildarinnar alla föstudaga klukkan 12.00. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu