Kjarasamningar krufðir og rýnt í goslok

Hvaða þýð­ingu hafa ný­gerð­ir kjara­samn­ing­ar fyr­ir fólk­ið í land­inu? Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri SA og sér­fræð­ing­ur Efl­ing­ar svara spurn­ing­um í Pressu um kjara­samn­ing­ana sem hafa ver­ið und­ir­rit­að­ir, sem eiga að gilda fram til árs­ins 2028. Í síð­ari hluta þátt­ar verð­um sjón­um beint að jarð­hrær­ing­um á Reykja­nesi.

Kjarasamningar krufðir og rýnt í goslok

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, ræða nýgerða kjarasamninga fyrir þorra launafólks á Íslandi í Pressu. 

Samningarnir eru til langs tíma og gilda út janúar árið 2028. Auk ýmissa hefðbundinna breytinga, svo sem á launataxta, voru ríkar kröfur og skyldur lagðar á aðra en atvinnurekendur og launafólk við samningagerðina. Samkvæmt stjórnarráðinu er heildarumfang loforða stjórnvalda allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum. Til dæmis samþykktu stjórnvöld að hækka barnabætur og gera skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Sitt sýnist þó hverjum um síðarnefndu ráðstöfunina og sætir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga harðri gagnrýni frá Sjálfstæðisfólki á sveitarstjórnarstiginu fyrir það og óvíst hvort þetta nái fram að ganga í haust, eins og gert er ráð fyrir. 

Í síðari hluta þáttarins sest svo Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur við umræðuborðið og fer yfir spá sína og Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um mögulega tímalínu lokaumbrota við Grindavík. 

Þátturinn er sendur út í beinu streymi á vef Heimildarinnar alla föstudaga klukkan 12.00. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu