Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, ræða nýgerða kjarasamninga fyrir þorra launafólks á Íslandi í Pressu.
Samningarnir eru til langs tíma og gilda út janúar árið 2028. Auk ýmissa hefðbundinna breytinga, svo sem á launataxta, voru ríkar kröfur og skyldur lagðar á aðra en atvinnurekendur og launafólk við samningagerðina. Samkvæmt stjórnarráðinu er heildarumfang loforða stjórnvalda allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum. Til dæmis samþykktu stjórnvöld að hækka barnabætur og gera skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Sitt sýnist þó hverjum um síðarnefndu ráðstöfunina og sætir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga harðri gagnrýni frá Sjálfstæðisfólki á sveitarstjórnarstiginu fyrir það og óvíst hvort þetta nái fram að ganga í haust, eins og gert er ráð fyrir.
Í síðari hluta þáttarins sest svo Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur við umræðuborðið og fer yfir spá sína og Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um mögulega tímalínu lokaumbrota við Grindavík.
Þátturinn er sendur út í beinu streymi á vef Heimildarinnar alla föstudaga klukkan 12.00.
Athugasemdir