Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjarasamningar krufðir og rýnt í goslok

Hvaða þýð­ingu hafa ný­gerð­ir kjara­samn­ing­ar fyr­ir fólk­ið í land­inu? Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri SA og sér­fræð­ing­ur Efl­ing­ar svara spurn­ing­um í Pressu um kjara­samn­ing­ana sem hafa ver­ið und­ir­rit­að­ir, sem eiga að gilda fram til árs­ins 2028. Í síð­ari hluta þátt­ar verð­um sjón­um beint að jarð­hrær­ing­um á Reykja­nesi.

Kjarasamningar krufðir og rýnt í goslok

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, ræða nýgerða kjarasamninga fyrir þorra launafólks á Íslandi í Pressu. 

Samningarnir eru til langs tíma og gilda út janúar árið 2028. Auk ýmissa hefðbundinna breytinga, svo sem á launataxta, voru ríkar kröfur og skyldur lagðar á aðra en atvinnurekendur og launafólk við samningagerðina. Samkvæmt stjórnarráðinu er heildarumfang loforða stjórnvalda allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum. Til dæmis samþykktu stjórnvöld að hækka barnabætur og gera skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Sitt sýnist þó hverjum um síðarnefndu ráðstöfunina og sætir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga harðri gagnrýni frá Sjálfstæðisfólki á sveitarstjórnarstiginu fyrir það og óvíst hvort þetta nái fram að ganga í haust, eins og gert er ráð fyrir. 

Í síðari hluta þáttarins sest svo Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur við umræðuborðið og fer yfir spá sína og Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um mögulega tímalínu lokaumbrota við Grindavík. 

Þátturinn er sendur út í beinu streymi á vef Heimildarinnar alla föstudaga klukkan 12.00. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár