Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er náttúrulega komið að þolmörkum“

Ef ekki gýs um helg­ina er lík­legt að kvik­an á Reykja­nesskag­an­um finni sér aðra leið upp en áð­ur, að sögn pró­fess­ors í eld­fjalla­fræði.

„Þetta er náttúrulega komið að þolmörkum“
Eldfjallafræðingur „Hún fer bara eftir sínum leiðum, spyr okkur ekkert um leyfi,“ segir Þorvaldur um blessaða náttúruna. Mynd: Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Hver getur svo sem giskað á það?“ spyr Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, til baka við spurningu blaðamanns um það hvenær megi búast við næsta gosi á Reykjanesskaga. 

„Þetta er náttúrulega komið að þolmörkum, þetta undirbúningsferli, kvikan er komin yfir 10 milljón rúmmetra sem yfirleitt hefur verið nægilegt til þess að koma þessu af stað í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. „Það hafa mest safnast 13 milljón rúmmetrar áður en það kemur til atburðar þannig að við eigum pínulítið eftir til að ná toppnum.“

Erfitt er að spá í spilin sem stendur og óvissan verður jafnvel meiri ef ekki fer að draga til tíðinda fljótlega.

„Ef [gosið] kemur ekki um helgina vitum við í rauninni ekkert hvenær það kemur,“ segir Þorvaldur og útskýrir að þá sé útlit fyrir að kvikan eigi erfitt með að komast upp eftir þeim leiðum sem hún hafði notað áður. 

Ef ekki gýs um helgina er …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst greinin góð og upplýsandi. Það eina sem fer i taugarnar á mér er rithátturinn ryþma. Í íslensku er siður að nota þ einungis í upphafi orða, inni í orðum er notað raddað hljóð ð. Það minnir svolítið á ryð sem er villandi. Ég skrifa alltaf einfaldlega ritma það fellur ágætlega að íslenskunni og hljómar líkt og í erlendum málum. Þetta á líka við um önnur orð sem eru klaufalega umskrifuð úr erlendum málum. Dæmi: málmurinn liþíum sem margir skrifa. Ég kenni nemendum að skrifa litíum sem er miklu íslenskulegra.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár