Hver getur svo sem giskað á það?“ spyr Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, til baka við spurningu blaðamanns um það hvenær megi búast við næsta gosi á Reykjanesskaga.
„Þetta er náttúrulega komið að þolmörkum, þetta undirbúningsferli, kvikan er komin yfir 10 milljón rúmmetra sem yfirleitt hefur verið nægilegt til þess að koma þessu af stað í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. „Það hafa mest safnast 13 milljón rúmmetrar áður en það kemur til atburðar þannig að við eigum pínulítið eftir til að ná toppnum.“
Erfitt er að spá í spilin sem stendur og óvissan verður jafnvel meiri ef ekki fer að draga til tíðinda fljótlega.
„Ef [gosið] kemur ekki um helgina vitum við í rauninni ekkert hvenær það kemur,“ segir Þorvaldur og útskýrir að þá sé útlit fyrir að kvikan eigi erfitt með að komast upp eftir þeim leiðum sem hún hafði notað áður.
Ef ekki gýs um helgina er …
Athugasemdir (1)