Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ríkið þarf að greiða 34,5 milljónir til verjenda í hryðjuverkamálinu

Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son þurfa að greiða 1/4 af máls­kostn­aði í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða. Rík­ið mun greið­ar 3/4. Máls­kostn­að­ur­inn sem ligg­ur fyr­ir eru 46 millj­ón­ir króna.

Ríkið þarf að greiða 34,5 milljónir til verjenda í hryðjuverkamálinu
Verjendurnir Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson. Mynd: Golli

Málsvarnarlaun verjenda í hryðjuverkamálinu svokallaða voru ákvörðuð 46 milljónir króna. Er sá kostnaður fyrir vinnu lögmanna Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Sindri mun greiða sex milljónir króna í málskostnað og Ísidór 5,5 milljónir króna, þar sem þeirra hluti í málskostnaðarins er ¼.

Lögmaður Sindra var Sveinn Andri Sveinsson og lögmaður Ísidórs  var Einar Oddur Sigurðsson. Málsvarnarlaun hvors um sig voru ákvörðuð 22 milljónir króna en til viðbótar féll til þóknun verjanda Sindra á rannsóknarstigi, Ómars Arnar Bjarnþórssonar, sem var tvær milljónir króna. 

Ekki liggur fyrir hver heildarkostnaður vegna héraðssaksóknara eða lögreglu í málinu var. 

Sindri hlaut 24 mánaða fangelsisdóm fyrir vopnalagabrot í málinu en var sýknaður af ákæru um skipulagningu hryðjuverka. hann sat í gæsluvarðhaldi frá 13. til 20. september og 22. september til 13. desember 2022. Verður gæsluvarðhaldið yfir Sindra dregið frá refsingu hans.

Ísidór hlaut 18 mánaða fangelsisdóm, líka fyrir vopnalagabrot en var sýknaður af ákæru um hlutdeild í skipulagningu á hryðjuverkum. Gæsluvarðhaldið yfir honum verður einnig dregið frá en hann sat í gæsluvarðhaldi 22. september til 13. desember 2022. 

Reiðufé upp á 1.620.000 krónur, þrír þrívíddaprentarar, skotfæri, íhlutir í skotvopnum, verkfæri til vopnagerðar, ýmis tölvubúnaður, rifflarnir AK-47, AR-15 og CZ557 í eigu Sindra voru látin sæta upptöku. 

Af eignum Ísidórs sem lagt var hald á við rannsókn málsin sæta upptöku þrívíddarprentari, skotfæri, íhlutir í skotvopn, verkfæri til vopnagerðar, ýmis tölvubúnaður, 7,45 grömm af maríhúana, 0,48 grömm af amfetamíni og 22 stykki af anabólískum sterum. 

„Þetta er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið,“ sagði Sveinn Andri, lögmaður Sindra, við blaðamenn fyrir utan dómssal eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, tók undir það. 

Sýndu enga iðrun

Í dómnum stendur að „við ákvörðun refsingar ákærðu verður litið til þess að um stórfelld vopnalagbrot“ sé að ræða. Kemur einnig fram að þeir hafi „að miklu leyti neitað sök og ekki sýnt neina iðrun. Við matið vegur þungt að ákærðu ráku skipulagða starfsemi og framleiddu órekjanleg og stórhættuleg vopn sem þeir seldu í ágóðaskyni hverjum sem kaupa vildi.“

„Þá hafði ákærði Sindri komið sér upp afar hættulegum vopnum og aukið hættueiginleika fyrrgreinds AR15 riffils verulega með því að gera hann hálfsjálfvirkan, auk þess sem ákærðu reyndu að gera vopnið alsjálfvirkt með svokölluðum swift link búnaði. Vopnalagabrot ákærðu eru stórfelld og fordæmalaus að alvarleika. Til mildunar refsingar horfir hins vegar að þeir hafa játað brot sín að hluta og hafa engan eða takmarkaðan sakaferil.“

Sindri neitaði því staðfastlega að fyrir honum hafi vakað að fremja hryðjuverk og kvaðst ekkert hafa aðhafst sem gæti leitt til þeirrar ályktunar að hann hafi verið í þann mund í fremja slíka árás eða verið að undirbúa slíkt. Í dómnum segir að hann hafi þó illa getað útskýrt ýmsar athafnir sínar sem raktar eru í síðari ákærunni. „Fyrir liggur að ákærði Sindri hafði komið sér upp hættulegum vopnum og breytt einu þeirra í hálfsjálfvirkt skotvopn. Hann hafði einnig undir höndum 100 skota skotgeymi og mikið magn skotfæra. Þá liggur fyrir að ákærðu útbjuggu svokallaðan swift link, sem getur breytt vopninu úr því að vera hálfsjálfvirkt í að vera alsjálfvirkt, sem reyndist að vísu ónothæfur. Ekki er ástæða til að draga í efa skýrslur lögreglu um að vopnið af gerðinni AR-15 hafi verið hálfsjálfvirkt er hald var lagt á það við húsleit á heimili ákærða Sindra. Flestar framangreindar athafnir ákærða áttu sér stað yfir sumarið 2022 og virðist af gögnum málsins sem þær hafi náð ákveðnu hámarki í ágústmánuði. Síðustu tvær vikur fyrir handtöku ákærða virðist þó sem dregið hafi úr samræðum ákærðu sem tengjast sakarefninu.“

Þegar allar forsendur málsins væru skoðaðar leit dómurinn svo á að það hafi verið „ákveðnar líkur að ákærði hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þótt ekki liggi nákvæmlega fyrir hvert skotmark hans hefði orðið, hvar eða hvenær.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    https://www.youtube.com/watch?v=C8V66bxvM2Q
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hemmi með sólheimaglottið 3x27 kemur hvergi fram hverjir það eru sem eru að leigja úgandabörnin og með hvaða þýfi þeir borga fyrir herlegheitin og leigja úgandabörnin í svona grafalvarlegan kjánagang og fyrir hvaða þýfi úr hruninu né heldur hvað þessir einu sönnu glæpatrúðar Íslands eru búnir að kaupa mörg sakamál frá hruni svo ekki sé nú minnst á fyrir hrun ógn og skelfing. Svo lendir þetta á skattborgurum og tvö úgandabörn á leið í fangelsi og fíflin sem skipuleggja með fullt rassgat að þýfi í landrover úr mosó.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár