Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindvíkingar greiða fyrir hita og rafmagn í mannlausum húsum

Grind­vík­ing­ar hafa þurft að greiða raf­magns- og hita­reikn­inga frá HS Veit­um allt frá upp­hafi jarð­hrær­ing­anna. Hafa nokkr­ir Grind­vík­ing­ar ver­ið að fá hærri reikn­inga en þeg­ar þeir bjuggu í hús­um sín­um. Í des­em­ber greiddi einn Grind­vík­ing­ur 19.639 krón­ur fyr­ir raf­magn og hita en 39.827 krón­ur núna í mars.

Grindvíkingar greiða fyrir hita og rafmagn í mannlausum húsum
Rafmagnsreikingar hækka og hækka Upphæðirnar sem Grindvíkingar þurfa að greiða nema allt að 78.000 krónum. Mynd: Golli

Umræða skapaðist nýlega inni á íbúahópi fyrir Grindvíkinga á Facebook um verðhækkanir á hita- og rafmagnsreikningum. En Grindvíkingar greiða enn fyrir bæði hita og rafmagn á húsum sínum –sem eru mörg hver mannlaus. 

Brynjólfur Erlingsson er einn af þeim sem HS Veitur heldur áfram að rukka um 40.000 krónur á mánuði. „Þetta hækkar bara og hækkar,” segir hann í samtali við Heimildina. Brynjólfur hefur ekki búið í Grindavík frá 10. nóvember. „Ríkið fékk lyklana að húsinu. Það fóru píparar þarna inn en svo er það tekið fram að við megum ekki fikta í neinu sjálf.” Hann getur því ekki farið sjálfur í húsið sitt til að hækka eða lækka í ofnum. 

Annar Grindvíkingur skrifar undir færsluna á Facebook að almannavarnir hafi sent pípara heim til hans. „Það lagaðist ekkert við það. Þau svör sem ég fékk að þetta er vegna þess að það er svo lár þrýstingur á kerfinu inn til Grindavíkur.”

Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri HS Veitna, segir í samtali við Heimildina að HS Veitur hafi „haldið þjónustunni uppi alveg frá því að jarðhræringar hófust. Við höfum á þeim forsendum verið að rukka fyrir það alveg frá því að jarðhræringar hófust.”

Reikningar hækka

Reikningarnir hafa hækkað verulega hjá mörgum. Í desember greiddi einn Grindvíkingur 19.639 krónur, í janúar 21.117 krónur, febrúar 27.614 krónur og núna í mars 39.827 krónur. 

Upphæðirnar sem Grindvíkingar þurfa að greiða eru allt að 78.000 krónur. Deildi ein kona því að hún hefði greitt 64.000 krónur fyrir stofu sem hún getur ekki notað. 

Sigrún segir að HS Veitur séu að skoða þessar hækkanir á reikningum. „Við erum að greina hvort að það sé einhver möguleg skýring á því sem þyrfti þá kannski að skoða nánar.”

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Húseign er á ábyrgð eigenda.
    En ef ytri aðstæður krefjas þess að hann þurfi að afhenda sinn umráðarétt, þá ætti það að vera á ábyrgð þess sem tekur yfir.
    Því er spurning hvort að hið opinbera beri ekki skylda til að halda þessum eignum frostfríum, en ekki eigandinn?
    Þá er og spurning hver skyldur veitunar er, veita sem hefur einkasölu á einu og öllu. Er það án kvaða????
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár