Umræða skapaðist nýlega inni á íbúahópi fyrir Grindvíkinga á Facebook um verðhækkanir á hita- og rafmagnsreikningum. En Grindvíkingar greiða enn fyrir bæði hita og rafmagn á húsum sínum –sem eru mörg hver mannlaus.
Brynjólfur Erlingsson er einn af þeim sem HS Veitur heldur áfram að rukka um 40.000 krónur á mánuði. „Þetta hækkar bara og hækkar,” segir hann í samtali við Heimildina. Brynjólfur hefur ekki búið í Grindavík frá 10. nóvember. „Ríkið fékk lyklana að húsinu. Það fóru píparar þarna inn en svo er það tekið fram að við megum ekki fikta í neinu sjálf.” Hann getur því ekki farið sjálfur í húsið sitt til að hækka eða lækka í ofnum.
Annar Grindvíkingur skrifar undir færsluna á Facebook að almannavarnir hafi sent pípara heim til hans. „Það lagaðist ekkert við það. Þau svör sem ég fékk að þetta er vegna þess að það er svo lár þrýstingur á kerfinu inn til Grindavíkur.”
Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri HS Veitna, segir í samtali við Heimildina að HS Veitur hafi „haldið þjónustunni uppi alveg frá því að jarðhræringar hófust. Við höfum á þeim forsendum verið að rukka fyrir það alveg frá því að jarðhræringar hófust.”
Reikningar hækka
Reikningarnir hafa hækkað verulega hjá mörgum. Í desember greiddi einn Grindvíkingur 19.639 krónur, í janúar 21.117 krónur, febrúar 27.614 krónur og núna í mars 39.827 krónur.
Upphæðirnar sem Grindvíkingar þurfa að greiða eru allt að 78.000 krónur. Deildi ein kona því að hún hefði greitt 64.000 krónur fyrir stofu sem hún getur ekki notað.
Sigrún segir að HS Veitur séu að skoða þessar hækkanir á reikningum. „Við erum að greina hvort að það sé einhver möguleg skýring á því sem þyrfti þá kannski að skoða nánar.”
En ef ytri aðstæður krefjas þess að hann þurfi að afhenda sinn umráðarétt, þá ætti það að vera á ábyrgð þess sem tekur yfir.
Því er spurning hvort að hið opinbera beri ekki skylda til að halda þessum eignum frostfríum, en ekki eigandinn?
Þá er og spurning hver skyldur veitunar er, veita sem hefur einkasölu á einu og öllu. Er það án kvaða????