Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja að ríkisstjórnin verði að „falla frá öllum áætlunum um frekari sölu Íslandsbanka“

Ís­lands­deild Tran­sparency In­ternati­onal seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi aldrei haft traust né stuðn­ing al­menn­ings til að selja Ís­lands­banka. Ann­mark­ar á fyrra sölu­ferli hafi ver­ið af­leið­inga af „al­var­legri spill­ingu“.

Segja að ríkisstjórnin verði að „falla frá öllum áætlunum um frekari sölu Íslandsbanka“
Höfuðstöðvar Íslenska ríkið áformar að selja eftirstandandi 42,5 prósent hlut sinn í Íslandsbanka á næstu tveimur árum. Mynd: Íslandsbanki

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður að falla frá öllum áætlunum um frekari sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hafði aldrei traust né stuðning almennings til þess. Þeir stórkostlegu annmarkar, sem verið hafa á sölu banka í eigu almennings á Íslandi, hafa augljóslega verið afleiðing af alvarlegri spillingu, þ.m.t. pólitískri spillingu.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Íslandsdeildar Transparency International um drög að frumvarpi um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Frumvarpinu er ætlað að koma á nýju fyrirkomulagi við sölu á eftirstandandi 42,5 prósent hlut ríkisins í bankanum þar sem Bankasýsla ríkisins er ekki lengur með hlutverk við söluna og sérstaklega tekið fram að Íslandsbanki megi ekki koma að sölu í sjálfum sér. Þess í stað verður það Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra sem fær heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Við ráðstöfunina ber henni að …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Látum ekki ræna okkur. Misvitrir stjórnmálamenn hafa enga heimild til að ræna okkur. Nýju stjórnarskrána í gildi, núna eða strax!
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það er feikna mikilvægt að almenningur sem á stærstan hlut í Íslandsbanka í gegnum ríkissjóð og eftirlaunasjóði, sem fá ARÐGREIÐSLURNAR nánast óskiptar nú þegar, það er nákvæmlega engin ÁHÆTTA fyrir almenning/ríkissjóð/eftirlaunasjóði að eiga banka í einokunar og fákeppnis umhverfi áhættan er 0, það er hinsvegar OFSA áhætta fyrir almenning ef t.d. Samherji kaupir stóran hlut í banka, það fengum við í andlitið 2008.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár