Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Heimildin með flestar tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna

Sex blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar eru til­nefnd­ir til Blaða­manna­verð­launa Blaða­manna­fé­lags Ís­lands. Heim­ild­in er til­nefnd í öll­um flokk­um og hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar allra fjöl­miðla.

Heimildin með flestar tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna
Blaðamennirnir Ingi Freyr Vilhjálmsson, Sunna Ósk Logadóttir, Margrét Marteinsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson voru tilnefnd.

Sex blaðamenn Heimildarinnar hlutu tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Hlaut miðillinn fimm tilnefningar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna. Blaðamannaverðlaunin verða afhent eftir viku, föstudaginn 15. mars.

Margrét Marteinsdóttir hlaut tilnefningu fyrir viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Gyrði Elíasson rithöfund. Í viðtalinu ræddi Gyrðir í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hefur glímt við í áratugi.

Ingi Freyr Vilhjálmsson hlaut tilnefningu til umfjöllunar ársins. Var það fyrir umfjöllun hans um sjókvíaeldi á Íslandi. 

Heimildin hlaut tvær tilnefningar til rannsóknarblaðamennsku ársins. Var það annars vegar Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna. Afhjúpaði hún að fjölmargir Íslendingar hefðu flokkað fernur í þeirri trúa að þær væru endurunnar þegar þær voru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. 

Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson voru einnig tilnefndir saman til rannsóknarblaðamennsku ársins. Var það fyrir umfjöllun þeirra um snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar 1995.

Sunna Ósk Logadóttir var tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir viðamikla umfjöllun sína um málefni náttúrunnar. Sunna hefur skrifað gagnrýnar greinar um togstreitu sem skapast hefur í loftslagsmálum á Íslandi. 

Heimildin hlaut flestar tilnefningar allra miðla, eða fimm. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlaunanna, Fréttastofa RÚV tvær, Fréttablaðið eina og Reykjavík Media og Purkur eina. 

Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni:

Viðtal ársins:

  • Auður Ösp Guðmundsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir viðtal við Evu Ólafsdóttur sem steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu afa síns, Guðjóns Ólafssonar. 
  • Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands. 
  • Margrét Marteinsdóttir, Heimildinni. Fyrir viðtal við Gyrði Elíasson, rithöfund. 

Rannsóknarblaðamennska ársins:

  •  Arnhildur Hálfdánardóttir og Arnar Þórisson, RÚV. Fyrir umfjöllun um svokallaða „óleyfisbústaði“, það er húsnæði sem er ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er oftar en ekki hættulegt til búsetu. 
  • Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni. Fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna sem afhjúpaði að fernur, sem fjölmargir Íslendingar hafa flokkað jafnvel áratugum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, eru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. 
  • Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, Heimildinni. Fyrir umfjöllun um snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar 1995.

Umfjöllun ársins 

  • Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Sæmundsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir umfjöllun um fylliefni og fegrunaraðgerðir í Kompás. 
  • Ingi Freyr Vilhjálmsson, Heimildinni. Fyrir umfjöllun um sjókvíaeldi á Íslandi.
  • Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð. Fyrir sjónvarpsþættina Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi frá hliðum sem ekki höfðu sést áður í fjölmiðlum hér á landi.

Blaðamannaverðlaun ársins

  • Heimir Már Pétursson, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál á árinu.
  • Ingunn Lára Kristjánsdóttir, RÚV. Fyrir nýstárlega og eftirtektarverða framsetningu frétta á helstu samfélagsmiðlum, til að mynda á TikTok og Instagram, og fyrir svokallaðar flettifréttir á gagnvirku formi.
  • Sunna Ósk Logadóttir, Heimildinni. Fyrir viðamikla umfjöllun um málefni náttúrunnar í sinni fjölbreyttustu mynd. 

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Heimildina með beinum hætti.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Öll eru þau vel að þessum viðurkenningum komin. Til lukku!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár