Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arion banki gagnrýnir fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka fyrir of mikið gagnsæi

Einn af þrem­ur stærstu bönk­um lands­ins gagn­rýn­ir að­ferð­ina sem beita á við sölu á Ís­lands­banka. Hann vill að sölu­þókn­an­ir til þeirra sem taka söl­una að sér verði hærri, að færri verði gert kleift að selja hlut­ina og að ráð­inn verði sér­stak­ur um­sjón­ar­að­ili. Fyr­ir­komu­lag­ið eins og það sé nú áætl­að fari gegn „við­tekn­um venj­um á fjár­mála­mark­aði og get­ur að óbreyttu leitt til þess að lægra verð fá­ist fyr­ir hlut rík­is­ins en ella.“

Arion banki gagnrýnir fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka fyrir of mikið gagnsæi

Arion banki gagnrýnir það fyrirkomulag sem til stendur að hafa á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og leggur í umsögn, sem skilað hefur verið inn í samráðsgátt stjórnvalds, fram margháttaðar breytingartillögur fram við frumvarp um söluna. 

Bankinn fagnar því að það eigi að selja hlutinn og segir að sú staðreynd að stór hluti íslenska bankakerfisins hafi til þessa verið í opinberra eigu hafi staðið viðgangi íslensks fjármálakerfis fyrir þrifum. „Fjármögnunarkjör íslenskra banka eru óhagstæðari en tilefni er til, ekki síst þegar horft er til mikils fjárhagslegs styrks og lágs áhættustigs. Hefur þetta, auk mikillar innlendrar, beinnar og óbeinnar, skattheimtu tengdri rekstri þeirra, orðið til þess að arðsemi íslenskra banka er lægri en vera ætti þegar horft er til norrænna samanburðarbanka og vonar Arion banki hf. að áformaðar breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka hf. marki vatnaskil í því tilliti.“ …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Arion banki er fáum til góðs, skerðir þjónustu viðskiftavina sem aldrei fyrr.
    3
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi árátta auðsins að fela sig segir okkur enn og aftur að aðferðarfræði gróðans er subbuleg. Nærtækasta dæmið er víggirðingar Bandarískra sendiráða hvar sem er í heiminum, eitthvert skýrasta dæmi um vonda samvisku.
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Fjármálageirinn er baneitraður og eftir því sem svona prelátar hafa meira dagskrárvald, verður þjóðin fátækari og þeir bólgnari með stærri hallir. HKj
    4
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi grein opinberar að fjármálageirinn virðist vera vafinn í bómul og leyndarhjúp sem kemur bara fáum til góða. En hagur allmennings algerlega fyrir borð borinn. Afhverju er það slæmt að allir viti allt.
    9
  • Birgir Hauksson skrifaði
    Að Arion banki hafi áhyggjur af því að ríkið fái minna fyrir söluna á Íslandsbanka með fyrirhugaðri sölu aðferð er hlægilegur fyrirsláttur.

    Auðvitað vill Arion sem og aðrir borga sem minnst. Maðurinn telur fólk fífl upp til hópa.
    7
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Ég tel að 850 miljóna söluþóknun sem Íslandsbanki fékk fyrir að klúðra sölunni og þessi blekking með 1.2 miljarða sektina sem verður í raun bara 350 millur þegar búið er að draga 850mil frá. Afhverju þarf að borga háar þóknanir fyrir það eitt að vinna vinnuna sína, þessar þóknanir hafa að mínu mati ekki verið til þess að salan hafi gengið bettur, frekar virðist það vera þver öfugt. ,,Margur verður að aurum API"
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár