Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Fjármálaráðherra ósammála Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ist vera ósam­mála Joseph Stig­litz, Nó­bels­verð­launa­hafa í hag­fræði, um að hækk­un stýri­vaxta seðla­banka víða um heim hafi ver­ið ol­ía á eld verð­bólg­unn­ar. Í ræðu á þingi í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um í dag sagði Þór­dís að í til­felli Ís­lands hafi ver­ið rétt ákvörð­un að hækka vexti og benti á að hug­mynd­ir Stig­litz gengu gegn meg­in­þorra hag­fræði­kenn­inga.

Fjármálaráðherra ósammála Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði ummæli Stiglitz í nýlegu viðtali vera í andstöðu við flestar viðteknar hagfræðikenningar Mynd: Bára Huld Beck

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki geta tekið undir með bandaríska hagfræðingnum Joseph Stiglitz, sem sagði í viðtali í Kastljósinu í gær að seðlabankastjórar hefðu farið fram úr sér við hækkun stýrivaxta til að kveða niður verðbólgu.

Að hennar mati hafi verið rétt ákvörðun að hækka stýrivexti í kjölfar verðbólgunnar sem óx hratt árið 2022. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi vakti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, athygli á nýlegu viðtali við Stiglitz sem birt var í Kastljós í gær.

Í ræðu sinni rakti Ásthildur Lóa í grófum dráttum efni viðtalsins, þar sem Stiglitz sagði seðlabanka víða um heim hafa hækkað vexti að nauðsynjalausu og í raun hafi þeir gert vont efnahagsástand verra með of bröttum hækkunum. 

Í viðtalinu taldi Stiglitz stjórnendur seðlabanka hætti til að einblína á verðbólgu og hagfræðikenningar í stað þess að horfa á heildarmyndina.

Vaxtahækkanir sem ráðist var í mörgum vestrænum ríkjum eftir heimsfaraldurinn hafi ekki dregið úr verðbólgu sem var knúin áfram af viðvarandi orku-, matar-, húsnæðisskort. Þvert á móti hafi brattar vaxtahækkanir haft þveröfug áhrif.

Sagði Ásthildur Lóa að boðskapur Stiglitz hafi verið „eins og beint út úr mínu eigin hjarta.“ Því næst varpaði hún þeirri spurningu til fjármála- og efnahagsráðherra, „hvort ekki sé kominn tími til að ríkisstjórnin axli ábyrgð og sjái til þess að snúið verði af þessari glötunarbraut grimmilegra vaxtahækkana.“

Ósammála ummælum Stiglitz

Í svari sínu sagði Þórdís Kolbrún að Stiglitz væri gríðarlega áhugaverður maður með mikla reynslu og tók undir með athugasemd hans um að peningastefna væri ekki aðeins „verkfræðilegt verkefni heldur mjög sálrænt og marglaga.“

Hins vegar taldi hún að í tilfelli Íslands hafi það verið rétt ákvörðun að hækka vexti. Í máli sínu benti hún á að verðbólgan hér á landi væri frábrugðin þeirri í Evrópu, sem hefur glímt við orkuskort frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Þá sagði ráðherra að verðbólgan hér á landi ætti í raun meira skylt við verðbólguna í Bandaríkjunum, þar sem eftirspurn hafi drifið verðbólguna áfram. Þess vegna sé stýrivaxtahækkun viðeigandi tæki til þess að bregðast við verðbólgu.

„Það sem umræddur hagfræðingur segir er alveg í andstöðu við meginþorra hagfræðikenninga,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að hún væri þó til í samtal um hvaða aðrar leiðir eru færar en tók þó fram að henni hugnaðist ekki leiðir sem myndu vega að sjálfstæði Seðlabankans.

Húsnæðisskortur og fákeppni

Í seinni ræðu sinni svaraði Ásthildur Lóa ráðherra og sagði að þó svo verðbólgan hér á landi hafi ekki verið drifin áfram af orku- og matarverði, þá væri hún hins vegar að miklu leyti drifin áfram að húsnæðisskort og fákeppni í atvinnulífinu. Stiglitz hafi fært fyrir því sannfærandi í rök í máli sínu.

„Seðlabankinn var hreinlega flengdur. Ég veit ekki hversu oft ég hef bent á að verðbólgan á Íslandi er ekki heimilum landsins að kenna og það myndi ekki skila neinu að leggja allar þessar byrðar á þau nema að festa þau í langvarandi kreppu,“ sagði Ásthildur og spurði ráðherra hver ætli að bera ábyrgð á afleiðingum vaxtahækkana?

„Seðlabankinn var hreinlega flengdur“
Ásthildur Lóa Þórssdóttir, þingmaður Flokks fólksins

Í svari Þórdísar Kolbrúnar tók hún fram að alþingi skapi lagaramman, verkfærin sem Seðlabankinn starfar eftir, að öðru leyti sé Seðlabankinn sjálfstæður í sínum störfum. Þá sagði hún að fá dæmi þess úr heimssögunni að það hafi gefi góða raun að vega að sjálfstæði Seðlabanka.

Sömuleiðis benti fjármála- efnahagsráðherra á að verðbólga væri á niðurleið sem gæfi til kynna að aðgerðir Seðlabankans væru að hafa tilætluð áhrif. Í ræðu sinni minntist ráðherra einnig á að það væru „uppi sjónarmið um að verðbólgan gæti þvert á móti verið vegna þess hve lengi vextir voru lágir.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Hún er ábúðarmikil og lítur málefnin greinilega alvarlegum augum - Staran er húmorslaus og allt að því grimdarleg á þessari mynd.
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Islensk og veit betur...
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Já það er alveg ljóst að þessi útlendi hagfræðingur þarf sárlega á endurmenntun að halda og fjármálaráðherra og fleiri glöggir pólitíkusar gera örugglega leitt hann í allann sannleika um undur og stórmerki hinnar séríslensku hagfræði.
    1
  • JBÓ
    Jón Brynjólfur Ólafsson skrifaði
    Oft hefur maður furðað sig á háskóla menntuðu fólki. Eins og það sé en þá á skólabekk, þó svo það sé starfandi út í samfélaginu. Hangir á kenningum, þess vegna kreddum og öðru sem það hefur lært. Eins og fólkið hafi ekki lag á því að nýta sér áunna þekkingu til að vinna með umhverfið eins og það er, þ.e. að nýta grunnþekkingu til að finna lausnir á því sem við blasir. Það sem Stiglitz segir er einmitt lýsing á kenningar- og þess vegna kreddu fólki. Sjálfsagt finnst háskóla menntuðu fólki auðveldara og e.t.v. öruggara að vinna með hráar kenningar, vilja ekki fara út fyrir „kassann“. Minnir svolítið á fólk sem túlkar trúarbragða rit þröngt og sér í hag.
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Í viðtalinu taldi Stiglitz stjórnendur seðlabanka hætti til að einblína á verðbólgu og hagfræðikenningar í stað þess að horfa á heildarmyndina. Hagfræðikenningar. Rétt hjá honum
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
1
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
2
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár