Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baldur mælist betur en Halla og Ólafur Jóhann - kjósendur Miðflokks neikvæðastir

Ís­lend­ing­ar eru já­kvæð­ari gagn­vart því að Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við HÍ, verði næsti for­seti Ís­lands en Halla Tóm­as­dótt­ir eða Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son. Kjós­end­ur Mið­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru nei­kvæð­ast­ir í garð Bald­urs.

Baldur mælist betur en Halla og Ólafur Jóhann - kjósendur Miðflokks neikvæðastir
Baldur Þórhallsson útilokar ekki forsetaframboð. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, virðist vera að íhuga forsetaframboð. Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma eru Íslendingar jákvæðari gagnvart því að Baldur verði næsti forseti en bæði Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur.  

Undirbúningur framboðs virðist hafinn

Í gærkvöldi mun hópur fólks hafa hist á heimili Baldurs og Felix Bergssonar, eiginmanns hans, til að fara yfir stöðuna varðandi mögulegt forsetaframboð. Valgeir, sem er reyndur auglýsinga- og markaðsmaður, kynnti á heimili hjónanna könnun sem hann lét gera. Könnunin mældi skoðun þjóðarinnar á framboði Baldurs.

Könnunin kannaði hversu jákvæðir Íslendingar væru gagnvart því að Baldur yrði næsti forseti Íslands. Var þar hugur þeirra einnig kannaður gagnvart öðrum mögulegum frambjóðendum, Höllu Tómasdóttur forstjóra og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi. 

Þrátt fyrir að aðeins færri þekki Baldur en …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Gæti vel hugsað mér að sjá þá á Bessastöðum.

    Annaðhvort þá eða Katrínu Oddsdóttur.
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Æ nei ekki í forseta embættið.....
    2
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    Mér finnst Baldur Þórhallsson mjög frambærilegur frambjóðandi til forseta. Vonandi býður hann, og fleiri frambærilegir sig fram til forseta.
    5
  • Axel Axelsson skrifaði
    jæja . . . farið að glitta í WEFarana sem vilja að þú eigir ekkert og sért hamingjusamur . . .
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár