Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Vinstri grænum ítrekað hafa verið stillt upp við vegg í útlendingamálum

Vara­formað­ur Vinstri grænna vill að flokk­ur­inn noti tím­ann fram að næstu kosn­ing­um til að „kveikja neist­ann, ræða fram­sækn­ar hug­mynd­ir og finna rót­tækn­ina.“ Áhersl­ur flokks­ins í út­lend­inga­m­al­um hafi ekki kom­ist nægi­lega að í um­ræð­unni.

Segir Vinstri grænum ítrekað hafa verið stillt upp við vegg í útlendingamálum
Varaformaðurinn Fylgi Vinstri grænna mælist nú 4,7 prósent. Þrátt fyrir það telur Guðmundur Ingi Guðbrandsson að flokkurinn hafi náð miklum árangri í því ríkisstjórnarsamstarfi sem hann hefur verið í síðan haustið 2017. Mynd: Vinstri græn

Varaformaður Vinstri grænna vill að flokkurinn noti tímann fram að næstu kosningum til að „kveikja neistann, ræða framsæknar hugmyndir og finna róttæknina.“ Áherslur flokksins í útlendingamalum hafi ekki komist nægilega að í umræðunni þar sem Vinstri grænum hafi ítrekað verið stillt upp við vegg „með að samþykkja eða hafna einstökum lagafrumvörpum frá dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.“ 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins á föstudag að sér hafi fundist Vinstri græn hafa farið halloka í umræðu um útlendingamál undanfarin misseri „og við ekki komist nægjanlega vel að í umræðunni með áherslur okkar, þar sem okkur hefur ítrekað verið stillt upp við vegg með að samþykkja eða hafna einstökum lagafrumvörpum frá dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.“ 

Hann sagðist þó líka óttast aukna skautun í þessum málum „þar sem upp eru að dragast öfga hægri skoðanir á móti skoðunum um opin landamæri. Þetta er ekki góð þróun og hjálpar ekki útlendingum og innflytjendum á Íslandi, fólkinu sem á stóran þátt í að halda uppi verðmætasköpun og hagvexti í landinu.“

Varaformaðurinn sagði útlendingamálin erfið og að þau hafi litað alla stjórnmálaumræðu á undanförnum misserum. Hann telji þó að nýlega framlögð 20 aðgerða heildarsýn á málefni útlendinga og innflytjenda muni gera umræðunni í samfélaginu og pólitíkinni gott. „Í mínum huga verður VG að búa sér til pláss í umræðunni um útlendinga- og innflytjendamál, taka frumkvæði og tala út frá okkar áherslum og okkar sýn. Ég vil meina að okkur hafi tekist að gera þetta á undanförnum tveimur vikum.“

Segir árangurinn mikinn en að það þurfi að „kveikja neistann“

Guðmundur Ingi talaði upp árangur Vinstri grænna í því ríkisstjórnarsamstarfi sem flokkurinn hefur setið í síðan haustið 2017 í ræðu sinni. Hann sagði margt hafa áunnist á þeim tíma og að lesa mætti um þann árangur í VG blaðinu sem sent hafi verið heim til félagsmanna í lok síðustu viku, þótt sá listi væri hvergi nærri tæmandi. „Nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað er byrjaður að detta í hús árangur verkefna sem lagt var upp í við upphaf kjörtímabilsins. Við erum við upphaf uppskerutímans.“

Flokksráðsfundurinn var settur sama dag og ný könnun Gallup á fylgi flokka sýndi að Vinstri græn mælist með 4,7 prósent fylgi, sem myndi þýða að flokkurinn dytti út af þingi ef kosið yrði í dag. Það yrði í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem flokkur sitjandi forsætisráðherra næði ekki inn manni í kosningum. 

Guðmundur Ingi sagði Vinstri græn eiga að nota næstu misseri, í aðdraganda kosninga sem til stendur að halda á næsta ári, til að „kveikja neistann, ræða framsæknar hugmyndir og finna róttæknina.“ Vinstri græn eigi áfram að vera farvegur breytinga í samfélaginu og deigla þeirra sem vinni að réttláta samfélagi. „Sex ár í ríkisstjórn eru fljót að líða en baráttan fyrir jöfnuði, réttlátari heimi og náttúruvernd er eilífðarverkefni okkar vinstri grænna, óháð því hvaða ríkisstjórn situr á hverjum tíma. Hið innlenda og alþjóðlega stórkapítal sér róttækum vinstri og róttækum græningjaflokki fyrir sífelldum verkefnum og við veigrum okkur aldrei við því að taka slaginn.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það eina skynsama sem VG getur gert sér til bjargar er að slíta þessu ríkisstjórnarsamstarfi án tafar. Þetta er blákalt mat, þótt það væri mér að meinalausu, að hann sæti aðeins áfram og hyrfi síðan af þingi.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Viðurkenndu mistökin axlaðu ábyrgð og yfirgefðu myrkrakompuna, við látum xD-fólkið aldrei stilla okkur upp við vegg ALDREI kallinn minn.
    0
  • skrifaði
    Það er freistandi en bíræfið að reyna að selja kjósendum þá hugmynd að flokkur sem hefur barist fyrir upprætingu "framandi tegunda" með eiturherferðum á "stórvirkum vinnuvélum en fjórhjólum þar sem öðru verður ekki við komið" sé líklegur til að ástunda sérstaka mannúð gagnvart útlendingum og flóttafólki. Verkin eru ólýgnust og fáir munu láta glepjast fagurgala um að „kveikja neistann, ræða framsæknar hugmyndir og finna róttæknina.“ Eða narratívi um að "Vinstri græn eigi áfram að vera farvegur breytinga í samfélaginu og deigla þeirra sem vinni að réttláta samfélagi". Keisarinn er fatalaus og verðskuldað fylgislaus.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár