Útlendingastofnun tók ákvörðunina um að veita nánast öllum Venesúelabúum sem komu hingað til lands á þriggja ára tímabili viðbótarvernd, ekki utanríkis- eða dómsmálaráðherra að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar.
Í kjölfar þeirrar ákvörðunar sóttu um 3.500 Venesúelabúar um hæli hér á landi. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þótt ákvörðunin hafi ekki verið pólitísk, hafi ráðherrar átt að bregðast við þegar umsóknum fór að fjölga um mitt ár 2019, t.d. með því að óska eftir því að ríkisborgarar Venesúela yrðu sviptir áritunarfrelsi inn í Schengen og ættu þannig erfiðara með að komast til Evrópu og sækja um hæli.
Stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn hafa áður nefnt að það hafi verið á ábyrgð ráðherra Sjálfstæðisflokksins, frekar en Útlendingastofnunar, að Venesúelabúar fóru að leita hingað. Sá flokkur hefur lýst því yfir að brýnt sé að taka á málaflokki útlendinga. Þetta er sami flokkur og hefur verið …
Athugasemdir