Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi“

Þeg­ar Gísli Kr. Björns­son var tíu ára gam­all lenti hann í erfiðri reynslu en pabbi besta vin­ar hans veitti hon­um mikla hjálp og stuðn­ing. Hann ákvað þá, ekki nema tíu ára, að verða lög­fræð­ing­ur eins og hann.

„Það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi“

Ég heiti Gísli Kr. Björnsson og við erum fyrir utan hús Grósku í Vatnsmýrinni þar sem ég starfa sem lögmaður fyrir fasteignasölu. Mér finnst það mjög gaman, já. Það skemmtilegasta við lögmennsku er að við erum eiginlega aldrei að vinna í sömu verkefnum tvisvar. Þótt mál geti verið keimlík þá reynir alltaf á eitthvað nýtt hverju sinni. 

Þegar ég var tíu ára tók ég ákvörðun um að verða lögmaður. Hvað olli því? Það var maður sem hjálpaði mér í erfiðum aðstæðum, það var pabbi besta vinar míns og hann var lögmaður og ég ákvað að verða bara alveg eins og hann. Það sem gerðist er partur af lengri sögu en þetta var mjög áhrifaríkt augnablik fyrir mig og mótaði mig mjög mikið. Það styrkti mig í þeirri trú að það hefur enginn maður rétt á að beita annan mann ofbeldi. 

„Lífið er líka bara heljarinnar lærdómur“

Ég hætti í menntaskóla ungur, svo fór ég aftur í nám seinna og í Iðnskólann í millitíðinni. Ég var svo orðin 34 ára gamall þegar ég fór í lögfræði. Það var erfitt og ég mæli ekki með því. Ég mæli með því að ungmenni klári menntaskólann og fari þá leið sem þau ætla að fara. Ef þau eru ekki viss um hvaða leið það er, er betra að læra eitthvað en ekkert. Lífið er líka bara heljarinnar lærdómur, innan og utan skóla, skóli er ekki það sem skiptir öllu máli. Konan mín var ólétt að okkar fyrsta barni þegar ég fór í nám, það var hún sem sagði: nú ferð þú í lögfræði og lætur drauminn þinn rætast. 

Ég hafði aldrei komið inn í háskóla áður, fyrir utan anddyrið. Það kom mér mest á óvart hvað þetta þurra fræðasvið var í rauninni rosa safaríkt og hefur svo mótandi áhrif á samfélagið. Ég hvet ungt fólk til að elta draumana sína, ef það á ekki drauma þá bara elta eitthvað sem það sér.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár