Eigendur hjúkrunarheimilisins Sóltúns seldu lóð við hlið þess fyrir 1.300 milljónir króna til fyrirtækis í eigu Mata-systkinanna svokölluðu, Fjallasólar ehf. Fyrirtækið ætlar að byggja 80 íbúða fjölbýlishús á lóðinni. Þetta kemur fram í afsali vegna viðskiptanna sem dagsett er í mars í fyrra en kaupsamningurinn var gerður árið 2022.
Félagið sem seldi eignina heitir Sóltún 4 en eigendur þess eru félög í eigu Þóris Kjartanssonar, Arnars Þórissonar og Önnu Birnu Jensdóttur, þeirra sömu og eiga og reka hjúkrunarheimilið Sóltún. Með sölu lóðarinnar innleystu þau söluhagnað upp á 516 milljónir króna samkvæmt ársreikningi. Þau eignuðust lóðina þegar þau tóku yfir eignarhald og rekstur hjúkrunarheimilisins Sóltúns af fyrri eiganda, Jóhanni Óla Guðmundssyni, árið 2009.
„Lagt er til að heildarútgreiðsla verði kr. 280.000.000.“
Allt byggir á samningi við íslenska ríkið
Söluverð eignarinnar bætist …
Athugasemdir