Þið vitið öll hvernig þetta gekk fyrir sig, er það ekki? Gavrilo Princip, hinn 19 ára bosnísk-serbneski stúdent, komst ásamt félögum sínum til Sarajevo í Bosníu í júní 1914 og þar réðust þeir að Franz Ferdinand, ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands.
Örlögin fengu fjölda tækifæra til að snúa af þeirri óheillabraut heimsstyrjaldar sem þau voru komin inn á. Tveir tilræðismenn réðust til atlögu 26. júní en mistókst áður en Princip lét til skarar skríða. Varkárari maður en Franz Ferdinand hefði flýtt sér í felur er hann frétti af fleiri en einum morðvargi á sveimi, en hann hélt skoðunarferðinni um Sarajevo áfram sem endaði með að Princip var allt í einu í skotfæri.
Og hitti sitt mark. Örlögunum varð ekki þokað.
Svarta höndin
Með tilræðinu vonuðust þeir Princip til að hrinda af stað atburðarás sem myndi létta kúgun Habsborgara af suðurslavneskum þjóðum Balkanskagans og flýta fyrir sameiningu þeirra í eitt öflugt ríki undir handarjaðri …
Athugasemdir