„Aðlögunarhæfni manns er svo ótrúleg að súrralískar aðstæður verða eðlilegar á stuttum tíma,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur sem nú er stödd í Kaíró í Egyptalandi, ásamt fleiri sjálfboðaliðum, og keppir við klukkuna að bjarga mannslífum, ná fólki yfir landamærin frá Gaza yfir til Egyptlands.
Í gær komust tólf manns yfir til Egyptalands og hún segir sjálfboðaliða hafa skráð það í síðustu viku.
„Þau komu yfir landamærin í gær og voru bara öll grátandi eftir það. Þau voru í svo miklu áfalli, svo þreytt og illa farin. Þetta er bara súrrealískt ... að taka á móti fólki að koma úr þessum aðstæðum, eiginlega óhugsandi.“
Þurfa að forgangsraða fólkinu
Óhætt er að segja að sjálfboðaliðarnir séu í sporum sem eiga sér vart fordæmi.
„Við erum í aðstöðu sem er ofboðslega sársaukafull og erfið. Af því við höfum ekki náð að safna öllum peningnum sem þarf, þá …
Athugasemdir (1)