Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að listi íslenskra stjórnvalda yfir þá sem koma á yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands sé einstakur því enginn íslenskur ríkisborgari sé á honum né heldur neinn með tvöfalt ríkisfang. Eingöngu dvalarleyfishafar. Þetta hafi í för með sér að ísraelsk stjórnvöld þurfi að skoða málið sérstaklega. Það gæti þýtt að tafir verði á að hægt verði að flytja fólk með dvalarleyfi frá átakasvæðum á Gaza.
Tilkynningin segir að verkefnið sé einstakt hvað þetta varðar. Þar er minnst á að önnur Norðurlönd annist ekki framkvæmd fólksflutninga dvalarleyfishafa yfir landamærin vegna þess að aðstoð þeirra snúi að ríkisborgurum og í einhverjum tilvikum dvalarleyfishöfum.
Ekki liggur fyrir hver endanleg tímalína málsins verður. „Fyrir liggur að stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir diplómatískum leiðum. Fulltrúar stjórnvalda hafa þannig fylgt öllum ferlum sem stofnanir í Egyptalandi og Ísrael fara fram á,“ segir í tilkynningu …
Þetta er ekki rétt. Öll hin norðurlöndin (Danir, Norðmenn, Finnar og Svíar) hafa aðstoðað dvalarleyfishafa að koma til sín. Finnst skrýtið að það komi ekki fram hjá Heimildinni af öllum fjölmiðlum.