Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisstjórnin vill fækka umsóknum um vernd og stytta málsmeðferðatíma

Rík­is­stjórn­in hef­ur sam­mælst um heild­ar­sýn í út­lend­inga­mál­um. Með­al að­gerð­anna sem boð­að­ar eru er fækk­un um­sókna og nið­ur­skurð­ur fjár­fram­laga til mála­flokks­ins. Sparn­að­ur­inn verð­ur nýtt­ur til þess að efla ís­lensku­kennslu og kennslu í sam­fé­lags­fræðslu.

Ríkisstjórnin vill fækka umsóknum um vernd og stytta málsmeðferðatíma
Ríkisstjórnin Sjö ráðuneyti koma að verkefninu sem miðar að því að endurskipuleggja og draga úr útgjöldum til útlendingamála. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag lista af aðgerðum sem lúta að málefnum flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og innflytjenda. Aðgerðirnar sem kynntar eru í fréttatilkynningu stjórnarráðsins ná yfir sjö ráðuneyti: dómsmálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, innviðaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið.

Í tilkynningunni er greint frá því að stjórnvöld stefni að því skera niður útgjöld til útlendingamála og hagræða betur þeim fjármunum sem renna í málaflokkinn. 

Lagt er til að fækka umsóknum og bæta skilvirkni við afgreiðslu umsókna. Til þess að ná slíkum markmiðum fram er lagt að stytta afgreiðslutíma umsókna um alþjóðlega vernd niður í 90 daga. Einnig er lagt til koma á fót sérstakri móttökustöð þar umsækjendur um vernd verða hýstir á meðan farið er yfir umsókn þeirra.

Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd

Ásamt því að auðvelda málsmeðferðina, segir í tilkynningunni að slíkt búsetuúrræði talið munu stuðla að „skilvirkum brottflutningi að fenginni synjun“. 

Dómsmálaráðuneytið lagði fram frumvarp í janúar sem kveður á um lokaða búsetu fyrir útlendinga sem til stendur að senda úr landi. Í nýlegu viðtali við Heimildina sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nokkur munur væri á slíku úrræði og venjulegri fangelsisvist. En viðurkenndi þó að um ákveðna frelsissviptingu væri að ræða. 

Þá segir einnig í tilkynningu Stjórnarráðsins að stefnt sé að því tryggja bráðabirgðahúsnæði fyrir flóttamenn. Þar er gert ráð fyrir að ef frumvarp um tímabundnar undanþágur skipulags- og byggingarlöggjöf verður samþykkt á þingi munu stjórnvöld leigt flóttafólki húsnæði „sem ekki hefur verið ætlað til búsetu.“

Stefnt er að því nota fjármagn sem sparast með þessum aðgerðum til að efla íslenskukennslu, styrkja samfélagsfræðslu og fjölga stuðningsúrræðum fyrir börn í skólum. 

Íslensku- og samfélagfræðsla

Í tilkynningu stjórnvalda er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að efla íslenskukennslu meðal innflytjenda og flóttafólks. Stefnt er að því auka framboð af íslenskunámi fyrir alla aldurshópa og innleiða sérstaka hvata til íslenskunáms. Til að mynda stendur til að bæta aðgengi að tungumálakennslu á vinnutíma.

Þá er einnig greint frá því að farið verður í sérstakt kynningarátak til að auka skilning og umburðarlyndi gagnvart fólki sem tala íslensku með hreim. 

Stjórnvöld stefna einnig að því að auka stuðning við samfélagsfræðslu. Meðal annars vegna þess að talinn er rík þörf á því að auka þekkingu innflytjenda á íslensku samfélagi og gildum þess. Talið er að aukin kennsla á þessu sviði  stuðla aukinni „inngildingu“.

Meðal grundvallargildanna sem gert er ráð fyrir að útlendingar þurfi að tileinka sér eru vitneskja um tjáningarfrelsi, jafnrétti allra kynja, réttindi hinsegin fólks og réttindi fatlaðs fólks nefnd sérstaklega í tilkynningunni. 

Stefna að afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna

Til stendur að ráðast í umfangsmiklar breytingar til þess að samræma löggjöf hér landi við þau sem eru gildi í öðrum Norðurlöndum. Þá stendur einnig til að bæta upplýsingagjöf og samhæfa verkferla milli ráðuneyta og ýmissa stofnana Til að mynda er lagt til að afnema málsmeðferðarreglur á borð við skilyrði á rétti fjölskyldusameiningar. 

Þá verður lögð ríkari áhersla á tryggja að umsóknum um vernd verði forgangsraðað eftir því hver býr við mestu neyð. Gert er ráð fyrir því að kvótaflóttafólk og flóttafólk sem talið er vera í einstaklega viðkvæmri stöðu, eins og hinsegin fólk, einstæðar mæður og börn, muni framvegis fá forgang. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að ekki er stafur um betri landamæra vörslu.
    Getur það verið að ráðamenn séu að vernda svarta starfsemi??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár