Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Með vatnsbirgðir til að ráða við einn „venjulegan húsbruna“

Vegna lask­aðra inn­viða eru að­stæð­ur í Grinda­vík til slökkvistarfa ekki þær ákjós­an­leg­ustu. Slökkvi­lið Grinda­vík­ur býr yf­ir vatns­birgð­um fyr­ir fyrsta við­bragð ef upp kæmi elds­voði en þyrfti að sækja vatn í sjó eða til Svartseng­is ef þær duga ekki til. „Nei, nei, nei,“ svar­ar slökkvi­liðs­stjór­inn, spurð­ur hvort hann ætli að gista í bæn­um.

Með vatnsbirgðir til að ráða við einn „venjulegan húsbruna“
Innviðir í lamasessi Heitt vatn er af skornum skammti og kalt vatn ekki á Grindavík. Mynd: Golli

„Það horfir svo sem ágætlega við okkur,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, spurður um hvernig honum litist á að fyrirtækjum í bænum sé heimilt að hefja starfsemi og Grindvíkingum að dvelja þar allan sólarhringinn.  „Við náttúrlega sníðum okkur stakk eftir vexti.“ 

Hann segist ekki eiga von á því að mikill fjöldi íbúa vilji gista í Grindavík við þær aðstæður sem uppi eru. Það er ekkert kalt vatn og þar af leiðandi ekki hægt að nota salerni og fleira. Það er lítið heitt vatn og því takmarkaður hiti á húsum. Margir séu búnir að koma sér annars staðar fyrir til bráðabirgða eða langframa og flytja alla búslóðina sína í burtu. „Ég á ekki von á því að það verði gist í mörgum húsum í nótt. Þannig að okkar viðbúnaður miðast við það að tryggja öryggi þessara fáu sem eru í bænum.“

SlökkviliðsstjórinnEinar Sveinn Jónsson.

Einar Sveinn er nokkuð brattur en segir þó að það sé að sjálfsögðu snúið að hanna viðbragð slökkviliðs við þær aðstæður sem uppi eru í Grindavík. „Þetta er snúið og krefjandi,“ segir hann, „en við leysum það eins og önnur verkefni sem við höfum tekist á við síðastliðna mánuði“.

Fjölmenn vakt er nú í bænum að sögn Einars en hingað til hefur lítið viðbragð verið til taks á nóttunni enda enginn dvalið þar næturlangt um hríð. TIl standi að auka viðveru slökkviliðsins eftir því hversu margir ákveða að snúa til baka og hver virknin verður, t.d. hjá fyrirtækjum. 

Samræmist þetta öllum reglum um brunavarnir að heimild sé til dvalar allan sólarhringinn?

„Já, við munum að sjálfsögðu tryggja það að við uppfyllum allar reglur og lög, annars værum við ekki að heimila íbúagistingu,“ svarar Einar. „Við erum að yfirfara með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun allar áætlanir út frá breyttum sviðsmyndum. Það eru breytingar frá því sem var. Og við erum að sníða okkur stakk eftir vexti og endurskoða allar áætlanir og hvaða viðbragð þarf að vera. Þetta er í endurskoðun og í dag erum við með fulltrúa frá HMS í heimsókn þar sem við erum að yfirfara hvert viðbragðið þarf raunverulega að vera miðað við mannfjölda og umfang í bænum.“

Hann segir það sína skyldu sem slökkviliðsstjóra að fólk sé öruggt í Grindavík út frá ákvæðum brunareglugerðar. „Og við erum búin að hugsa það út.“ Vatnsbirgðir séu „klárar í húsi“ til að takast á við „venjulegan“ húsbruna. „Öll stærstu fyrirtækin sem eru að fara í gang eru við sjó þannig að við eigum búnað og lagnir til þess að leggja að þeim.“

Ertu með ráð eða viðvörunarorð fyrir fólk sem ætlar að vera þarna, hvort sem er yfir dag eða nótt?

„Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr og bera virðingu fyrir öllu sem er í kring, bæði náttúru og umhverfinu sem fólk er að ganga inn í,“ svarar Einar Sveinn. „Auðvitað getur í þessum hræringum margt farið úrskeiðis. Rafbúnaður laskast og vatnskerfin. Það á nú að hleypa á kaldavatnskerfin á morgun og það þarf að vera vel vakandi fyrir lekum svo að það verði ekki tjón af því.“

Bærinn að lifna við

Laust fyrir hádegi í dag þegar blaðamaður Heimildarinnar ræddi við Einar var fólk farið að koma til bæjarins. „það er svolítið af fólki komið til að kanna sín fyrirtæki og kveikja ljós og koma sér aðeins á stað. Það er ánægjulegt að sjá að það er aðeins meira líf í bænum heldur en er búið að vera lengi.“ 

„Þannig að okkar viðbúnaður miðast við það að tryggja öryggi þessara fáu sem eru í bænum.“

Góð tilfinning?

„Já, við erum búin að vera svolítið einmana i bænum síðastliðnar vikur. Það er alltaf ánægjulegt að sjá fólk koma aftur.“

Einar Sveinn er Grindvíkingur og hefur sinnt vöktum líkt og kollegar hans í slökkviliðinu í bænum allt frá 10. nóvember. „Þannig að við erum búin að standa lengi vaktina og reyna að halda þessu góðu.“

Spurður hvort hann sé uggandi yfir því að eitthvað komi upp á, s.s. miklir vatnslekar eða eldsvoði, nú þegar líf er að færast í bæinn svarar Einar Sveinn: „Ég er kannski ekki beint hræddur um það en að sjálfsögðu, með auknum umsvifum eru meiri möguleikar á að það komi upp eitthvað frávik, að eitthvað komi upp á. En það er bara partur af þessu. Ef við ætlum að kveikja ljósin í Grindavík þá verðum við bara að kveikja. Það geta fylgt því frávik og við bara tökumst á við það og erum að reyna að undirbúa okkur hvað við getum til þess að geta það.“

Verðið þið með vakt í nótt?

„Það verður einhver vakt í nótt. Það er ekki fast mótað. VIð verðum bara að sjá hvernig dagurinn þróast. Fjöldinn og annað. Við spilum þetta að fingrum fram fram eftir degi.“

Ætlar þú að gista?

„Nei, nei, nei.“

Einn sjúkrabíll á dagvinnutíma

Brunavarnir Suðurnesja, sem eru með höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ, sjá um sjúkraflutninga frá Grindavík og eru auk þess tilbúnar til aðstoðar ef slökkviliðið í Grindavík óskar eftir því. Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir einn sjúkrabíl alltaf til taks í Grindavík á dagvinnutíma og til greina komi að hafa hann einnig á staðnum á nóttunni nú þegar aðgangur að bænum, íbúðarhúsum og fyrirtækjum, er orðinn rúmur. „Auðvitað eru þetta hvorki góðar aðstæður né ákjósanlegar,“ segir hann. Allt verði vissulega erfiðara þegar ekki sé hægt að taka vatn með hefðbundnum hætti. Hann segist þó skilja fullvel að fólk vilji komast heim til sín, þrátt fyrir að innviðir séu laskaðir. 

Aðgengi að Gríndavík fyrir viðbragðsaðila er ekki jafn gott og áður. „Það er ekki hægt að neita því,“ segir Sigurður, enda flæddi hraun yfir Grindavíkurveg og því um lengri veg að fara fyrir slökkvibíla frá Reykjanesbæ, verði aðstoðar þeirra óskað. Unnið er að úrbótum með hjáleiðum hvað það varðar sem vonandi komist í gagnið sem fyrst.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár