Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pólitík á hvítum tjöldum og rauðum dreglum í Berlín

Mót­mæli gegn inn­flytj­enda­h­atri og stríðs­rekstri skyggðu á glamúr og stjörnufans á Berl­inale-há­tíð­inni. Kvik­mynd­irn­ar sjálf­ar stóðu þó fyr­ir sínu.

Pólitík á hvítum tjöldum og rauðum dreglum í Berlín
Mótmæli á rauða dreglinum Stjörnurnar létu í sér heyra um uppgang öfgaflokksins AfD og kynþáttahatur í kvikmyndabransanum. Mynd: Berlinale

Berlinale-hátíðin var ekki einu sinni byrjuð þegar allt fór í háaloft.

Greint var frá því nokkru áður en fyrstu stjörnurnar gengu rauða dregilinn að fimm stjórnmálamenn úr flokknum Alternativ für Deutschland (AfD) hefðu fengið boð á opnunarhátíðina. Flokkurinn telst til hægri öfgaflokka og byggir stefnu sína á andúð við innflytjendur, múslima og samkynja hjónabönd, auk afneitun á því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Hann mælist nú næststærsti flokkur landins á eftir Kristilegum demókrötum og segist fimmtungur aðspurðra vilja kjósa hann.

Í janúar var opinberað að meðlimir flokksins hefðu í nóvember sótt fund þar sem þekktir hægriöfgamenn komu saman til að skipuleggja brottflutning hælisleitenda, innflytjenda og þeirra þýsku ríkisborgara sem ekki þóttu hafa „aðlagast“. Mótmæli brutust út um allt Þýskaland sem tugir þúsunda sóttu og hafa margir kallað eftir því að flokkurinn verði bannaður. Það kom því illa við fólk að stjórnmálamenn, sem margir hafa líkt við nasista, skyldu sækja Berlinale. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu