Berlinale-hátíðin var ekki einu sinni byrjuð þegar allt fór í háaloft.
Greint var frá því nokkru áður en fyrstu stjörnurnar gengu rauða dregilinn að fimm stjórnmálamenn úr flokknum Alternativ für Deutschland (AfD) hefðu fengið boð á opnunarhátíðina. Flokkurinn telst til hægri öfgaflokka og byggir stefnu sína á andúð við innflytjendur, múslima og samkynja hjónabönd, auk afneitun á því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Hann mælist nú næststærsti flokkur landins á eftir Kristilegum demókrötum og segist fimmtungur aðspurðra vilja kjósa hann.
Í janúar var opinberað að meðlimir flokksins hefðu í nóvember sótt fund þar sem þekktir hægriöfgamenn komu saman til að skipuleggja brottflutning hælisleitenda, innflytjenda og þeirra þýsku ríkisborgara sem ekki þóttu hafa „aðlagast“. Mótmæli brutust út um allt Þýskaland sem tugir þúsunda sóttu og hafa margir kallað eftir því að flokkurinn verði bannaður. Það kom því illa við fólk að stjórnmálamenn, sem margir hafa líkt við nasista, skyldu sækja Berlinale. …
Athugasemdir