Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bróðir Lúðvíks skilur ekki hvers vegna rannsóknarnefnd almannavarna var lögð niður

Elías Pét­urs­son, bróð­ir Lúð­víks Pét­urs­son­ar sem féll of­an í sprungu í Grinda­vík fyr­ir fimm vik­um síð­an, seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að hann skilji ekki hvers vegna rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna var lögð nið­ur. Hefði sú nefnd ver­ið til stað­ar hefði fjöl­skylda Lúð­víks mögu­lega getað feng­ið skýr­ari svör við mörg­um spurn­ing­um sem enn hef­ur ekki ver­ið svar­að.

Elli segir að fjölskylda Lúðvíks standi eftir með fjölmargar ósvaraðar spurningar um ákvörðunartöku lögreglu og Almannavarna í aðdragand slyssins sem átti sér stað fyrir fimm vikum síðan

Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar sem hvarf ofan í sprungu í Grindavík, segir það hafa komið sér á óvart að stjórnvöld hafi fellt úr lögum um almannavarnir ákvæði um sjálfstæða rannsóknarnefnd.

Slík nefnd hefði getað tekið mál bróður hans til skoðunar og hugsanlega getað gefið fjölskyldu og aðstandendum hans skýrari svör um hvað leiddi til þessa hörmulega slyss sem átti sér stað fyrir fimm vikum síðan. 

Í viðtali í nýjasta þætti Pressu segist Elías, eða Elli eins og hann er gjarnan kallaður, skilja hvers vegna lögunum var breytt. Hann bendir á að „almannavarnir hafa mjög ríkar heimildir sem hafa gríðarleg áhrif á líf fólks. Það má líkja því jafnvel við það að þau geti sett einhvers konar herlög.“ 

Að hans mati „dugar einfaldlega ekki að sá sem ræður rannsaki sig sjálfur.“ Hann segir að það verði að vera hægt að tala opinskátt um …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár