Töluverða athygli vakti þegar Heimildin greindi frá því í byrjun desember að þrjár starfskonur hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu pantað þjónustu karlkyns fatafellu þegar þær voru í fræðsluferð um hatursáróður til Auschwitz í Póllandi. Kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði málið litið alvarlegum augum.
Háttsemi kvennanna vakti ekki síst umræður vegna eðlis þeirrar fræðslu sem þær fengu í ferðinni auk þess sem nektarsýningar í atvinnuskyni eru ólöglegar á Íslandi og eru gjarnan tengdar við mansal.
„Umræddir starfsmenn eru við störf en tekið skal fram að vinnuframlag var ekki afþakkað á meðan málið var til skoðunar“
Í svari við fyrirspurn um stöðu málsins nú segir hann: „Umrætt mál sem þú vísar til telst lokið af hálfu embættisins en embættið getur ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna þess, s.s. hvort gripið hafi verið til agaviðurlaga o.s.frv.“ Þar kemur einnig fram að „Umræddir starfsmenn eru við störf en tekið skal fram að …
Það er ekki verið að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna meðan þeir eru ekki nafngreindir.
Það er langt gengið í yfirhylmingunni. Lögreglan á ekki að rannsaka sjálfa sig.