Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rúmlega átta af hverjum tíu landsmönnum ánægð með störf Guðna

Guðni Th. Jó­hann­es­son er vin­sælli nú, eft­ir að hann til­kynnti um að hann ætli ekki að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri, en hann var fyr­ir þrem­ur ár­um síð­an. Kjós­end­ur Mið­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er síst ánægð­ir með for­set­ann.

Rúmlega átta af hverjum tíu landsmönnum ánægð með störf Guðna
Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið forseti frá árinu 2016. Í byrjun komandi sumars verður nýr einstaklingur kjörinn til að gegna embættinu. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Næstum 81 prósent landsmanna eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannesson sem forseta Íslands, en Guðni tilkynnti um síðustu áramót að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum sem fara fram 1. júní næstkomandi. 

Vinsældir Guðna, sem var fyrst kjörinn forseti Íslands árið 2016, hafa aldrei mælst meiri í könnunum Gallup. Síðast þegar ánægja með störf hans var mæld, fyrir þremur árum síðan, sögðust 73 prósent vera ánægð með sitjandi forseta. 

Ólafur Ragnar tók dýfur

Guðni tók við af Ólafi Ragnari Grímssyni sem hafði setið sem forseti í 20 ár. Ólafur Ragnar mældist afar vinsæll fyrstu ár sín í embætti þegar 82 til 87 prósent sögðust ánægð með störf hans. Síðan fóru þær, tímabundið, að dala og árið 2004, sama ár og Ólafur Ragnar beitti neitunarvaldi fyrstur allra forseta til að stöðva framgang fjölmiðlafrumvarpsins svokallaða, fóru þær niður í 66 prósent. Vinsældir Ólafs Ragnars jukust hins vegar á ný og á bankahrunsárinu 2008 sögðust 87 prósent vera ánægð með störf hans. Ólafur Ragnar hafði farið mikinn í því að tala upp kosti íslensku útrásarinnar árin á undan og ári síðar, eftir að bankakerfið hafði hrunið nánast í heild sinni með miklum samfélagslegum afleiðingum, hrundu vinsældir hans. Einungis 31 prósent sögðust þá ánægð með forseta landsins.

Ólafur Ragnar tók hins vegar harða afstöðu í Icesave-málinu svokallaða og synjaði lögum því tengdu tvívegis um undirritun forseta þannig að þau fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það jukust vinsældir hans á ný, mældust 60 prósent árið 2012 og 56 prósent árið 2015, siðasta heila ár hans í embætti. 

Nokkuð almenn ánægja

Ánægja með störf Guðna er nokkuð almenn. Konur eru aðeins líklegri til að vera ánægð með hann en karlar og háksólamenntaðir eru það frekar en þeir sem eru með grunnskóla- eða framhaldsskólapróf sem æðstu menntun. 

Kjósendur Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks eru ánægðastir allra með Guðna, en 90 til 92 prósent þeirra lýsa þeirri skoðun sinni í könnun Gallup. Píratar eru skammt undan þar sem 89 prósent þeirra eru ánægðir með forsetann og 84 prósent kjósenda Vinstri grænna eru saman sinnis. 

Minnst er ánægjan á meðal kjósenda Miðflokksins, þar sem hún mælist 67 prósent, og hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks, en 73 prósent þeirra eru ánægðir með störf Guðna.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár