Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rúmlega átta af hverjum tíu landsmönnum ánægð með störf Guðna

Guðni Th. Jó­hann­es­son er vin­sælli nú, eft­ir að hann til­kynnti um að hann ætli ekki að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri, en hann var fyr­ir þrem­ur ár­um síð­an. Kjós­end­ur Mið­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er síst ánægð­ir með for­set­ann.

Rúmlega átta af hverjum tíu landsmönnum ánægð með störf Guðna
Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið forseti frá árinu 2016. Í byrjun komandi sumars verður nýr einstaklingur kjörinn til að gegna embættinu. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Næstum 81 prósent landsmanna eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannesson sem forseta Íslands, en Guðni tilkynnti um síðustu áramót að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum sem fara fram 1. júní næstkomandi. 

Vinsældir Guðna, sem var fyrst kjörinn forseti Íslands árið 2016, hafa aldrei mælst meiri í könnunum Gallup. Síðast þegar ánægja með störf hans var mæld, fyrir þremur árum síðan, sögðust 73 prósent vera ánægð með sitjandi forseta. 

Ólafur Ragnar tók dýfur

Guðni tók við af Ólafi Ragnari Grímssyni sem hafði setið sem forseti í 20 ár. Ólafur Ragnar mældist afar vinsæll fyrstu ár sín í embætti þegar 82 til 87 prósent sögðust ánægð með störf hans. Síðan fóru þær, tímabundið, að dala og árið 2004, sama ár og Ólafur Ragnar beitti neitunarvaldi fyrstur allra forseta til að stöðva framgang fjölmiðlafrumvarpsins svokallaða, fóru þær niður í 66 prósent. Vinsældir Ólafs Ragnars jukust hins vegar á ný og á bankahrunsárinu 2008 sögðust 87 prósent vera ánægð með störf hans. Ólafur Ragnar hafði farið mikinn í því að tala upp kosti íslensku útrásarinnar árin á undan og ári síðar, eftir að bankakerfið hafði hrunið nánast í heild sinni með miklum samfélagslegum afleiðingum, hrundu vinsældir hans. Einungis 31 prósent sögðust þá ánægð með forseta landsins.

Ólafur Ragnar tók hins vegar harða afstöðu í Icesave-málinu svokallaða og synjaði lögum því tengdu tvívegis um undirritun forseta þannig að þau fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það jukust vinsældir hans á ný, mældust 60 prósent árið 2012 og 56 prósent árið 2015, siðasta heila ár hans í embætti. 

Nokkuð almenn ánægja

Ánægja með störf Guðna er nokkuð almenn. Konur eru aðeins líklegri til að vera ánægð með hann en karlar og háksólamenntaðir eru það frekar en þeir sem eru með grunnskóla- eða framhaldsskólapróf sem æðstu menntun. 

Kjósendur Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks eru ánægðastir allra með Guðna, en 90 til 92 prósent þeirra lýsa þeirri skoðun sinni í könnun Gallup. Píratar eru skammt undan þar sem 89 prósent þeirra eru ánægðir með forsetann og 84 prósent kjósenda Vinstri grænna eru saman sinnis. 

Minnst er ánægjan á meðal kjósenda Miðflokksins, þar sem hún mælist 67 prósent, og hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks, en 73 prósent þeirra eru ánægðir með störf Guðna.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár