Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út meðal nemenda og starfsfólks skólans þegar tilkynnt var um afnám skólagjalda Mynd: Golli

Mikill fögnuður braust út meðal nemenda og starfsfólks Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu að vita að stjórnendur skólans hafi ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með næsta hausti. Rektor Listaháskóla Íslands, Kristín Eysteinsdóttir, segir í samtali við Heimildina að það hafi verið mjög ánægjulegt að geta fært nemendum og kennurum þessar fréttir.

Skólinn greindi frá ákvörðun sinni um afnám skólagjalda skömmu eftir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti að skólastjórnendum einkarekinna háskóla stæði til boða að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn því að þeir afnemi skólagjöldin.

„Ég var þarna í Þverholtinu þar sem skrifstofan mín er og ég bara heyrði fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans,“ segir Kristín um viðbrögð nemenda og starfsfólk skólans við tölvupóstinum sem hún sendi út síðastliðinn þriðjudag. 

Mikil sóknarfæri fyrir háskólann

Hún segir stjórnendur skólans hafa verið í virku samtali við stjórnvöld í aðdraganda tilkynningar ráðherra og að skólinn hafi verið vel undirbúinn að taka afdráttarlausa afstöðu gagnvart úrræðinu um leið og það lá fyrir. „Við vorum búin að ræða þetta við stjórn skólans og reikna þetta allt saman út hvort við gætum þegið þetta úrræði.“

Kristín segir að ákvörðun skólans um að þiggja tilboð stjórnvalda muni ekki hafa mikil áhrif á reksturinn. Í stað þess að fá 75 prósent fjármögnun fær skólinn nú 100 prósent fjármögnun gegn niðurfellingu skólagjalda. Kristín tekur þó fram að skólanum sé hins vegar enn þá heimilt að rukka skráningargjald eins og opinberu háskólarnir gera.  

„Þannig að rekstur skólans breytist ekki að því leyti en auðvitað erum við þá kannski ekki lengur að stóla á skólagjöldin sem sjálfsaflafé. Við munum þá kannski leita að sértekjum í öðrum tækifærum. Það eru mikil sóknarfæri þar eins og til dæmis varðandi Opna listaháskólann og svona hlutir sem við erum að skoða í okkar stefnumótun þessa dagana.“ 

Reiðubúinn til þess að taka við fleiri umsóknum 

Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna. Sömuleiðis telur hún að breytingin „muni skila sér í fjölbreyttari umsóknum og þar af leiðandi fjölbreyttari nemendahópi og fjölbreyttara menningar- og listalífi á endanum“. En það hefur verið eitt af meginmarkmiðum skólans frá upphafi að auka aðgengi að háskólanámi í listum. „Það er mikið jafnréttismál.“ 

„Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna“

Spurð hvort inntökuferli skólans muni taka breytingum í ljósi þess að aðsókn muni aukast segir Kristín ekki vera þörf á því. Inntökuferlið verði með sama móti og skólinn sé vel í stakk búinn til þess að taka á móti miklum fjölda umsókna sem honum berst á hverju ári.  „Við erum með mjög þróuð umsóknarferli þar sem eru fagaðilar í hverri deild sem fara yfir umsækjendur, umsóknir og stýra umsóknarferlunum,“ segir Kristín. 

Listaháskólinn á krossgötum

Listaháskólinn stendur á miklum tímamótum. Ásamt niðurfellingu skólagjalda stendur til að færa starfsemi skólans undir eitt þak í Tollhúsið sem stendur milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Í nóvember í fyrra tilkynnti skólinn um að dómnefnd í hönnunarsamkeppni um það hvernig skuli sníða húsnæðið að þörfum skólans hafi tekið til starfa.

Spurð hvar verkefnið standi um þessar mundir segir Kristín að verið sé að leggja lokahönd á matslíkan dómnefndar fyrir samkeppnina. Gert sé ráð fyrir því að opnað verði fyrir samkeppnina í þessum mánuði eða næsta. „Samkeppnin sjálf, það ferli, mun taka 10 til 12 mánuði þangað til vinningstillaga liggur fyrir og þá er auðvitað bara farið af stað,“ segir Kristín.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu