Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út meðal nemenda og starfsfólks skólans þegar tilkynnt var um afnám skólagjalda Mynd: Golli

Mikill fögnuður braust út meðal nemenda og starfsfólks Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu að vita að stjórnendur skólans hafi ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með næsta hausti. Rektor Listaháskóla Íslands, Kristín Eysteinsdóttir, segir í samtali við Heimildina að það hafi verið mjög ánægjulegt að geta fært nemendum og kennurum þessar fréttir.

Skólinn greindi frá ákvörðun sinni um afnám skólagjalda skömmu eftir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti að skólastjórnendum einkarekinna háskóla stæði til boða að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn því að þeir afnemi skólagjöldin.

„Ég var þarna í Þverholtinu þar sem skrifstofan mín er og ég bara heyrði fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans,“ segir Kristín um viðbrögð nemenda og starfsfólk skólans við tölvupóstinum sem hún sendi út síðastliðinn þriðjudag. 

Mikil sóknarfæri fyrir háskólann

Hún segir stjórnendur skólans hafa verið í virku samtali við stjórnvöld í aðdraganda tilkynningar ráðherra og að skólinn hafi verið vel undirbúinn að taka afdráttarlausa afstöðu gagnvart úrræðinu um leið og það lá fyrir. „Við vorum búin að ræða þetta við stjórn skólans og reikna þetta allt saman út hvort við gætum þegið þetta úrræði.“

Kristín segir að ákvörðun skólans um að þiggja tilboð stjórnvalda muni ekki hafa mikil áhrif á reksturinn. Í stað þess að fá 75 prósent fjármögnun fær skólinn nú 100 prósent fjármögnun gegn niðurfellingu skólagjalda. Kristín tekur þó fram að skólanum sé hins vegar enn þá heimilt að rukka skráningargjald eins og opinberu háskólarnir gera.  

„Þannig að rekstur skólans breytist ekki að því leyti en auðvitað erum við þá kannski ekki lengur að stóla á skólagjöldin sem sjálfsaflafé. Við munum þá kannski leita að sértekjum í öðrum tækifærum. Það eru mikil sóknarfæri þar eins og til dæmis varðandi Opna listaháskólann og svona hlutir sem við erum að skoða í okkar stefnumótun þessa dagana.“ 

Reiðubúinn til þess að taka við fleiri umsóknum 

Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna. Sömuleiðis telur hún að breytingin „muni skila sér í fjölbreyttari umsóknum og þar af leiðandi fjölbreyttari nemendahópi og fjölbreyttara menningar- og listalífi á endanum“. En það hefur verið eitt af meginmarkmiðum skólans frá upphafi að auka aðgengi að háskólanámi í listum. „Það er mikið jafnréttismál.“ 

„Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna“

Spurð hvort inntökuferli skólans muni taka breytingum í ljósi þess að aðsókn muni aukast segir Kristín ekki vera þörf á því. Inntökuferlið verði með sama móti og skólinn sé vel í stakk búinn til þess að taka á móti miklum fjölda umsókna sem honum berst á hverju ári.  „Við erum með mjög þróuð umsóknarferli þar sem eru fagaðilar í hverri deild sem fara yfir umsækjendur, umsóknir og stýra umsóknarferlunum,“ segir Kristín. 

Listaháskólinn á krossgötum

Listaháskólinn stendur á miklum tímamótum. Ásamt niðurfellingu skólagjalda stendur til að færa starfsemi skólans undir eitt þak í Tollhúsið sem stendur milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Í nóvember í fyrra tilkynnti skólinn um að dómnefnd í hönnunarsamkeppni um það hvernig skuli sníða húsnæðið að þörfum skólans hafi tekið til starfa.

Spurð hvar verkefnið standi um þessar mundir segir Kristín að verið sé að leggja lokahönd á matslíkan dómnefndar fyrir samkeppnina. Gert sé ráð fyrir því að opnað verði fyrir samkeppnina í þessum mánuði eða næsta. „Samkeppnin sjálf, það ferli, mun taka 10 til 12 mánuði þangað til vinningstillaga liggur fyrir og þá er auðvitað bara farið af stað,“ segir Kristín.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár