Rannsókn háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins á meintu einelti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna, Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur, í garð starfsmanns er lokið. Málið er komið á borð setts ráðuneytisstjóra sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu við spurningum Heimildarinnar um stöðu rannsóknar málsins. Blaðið greindi frá málinu fyrir tæpu ári og stóð rannsókn ráðuneytisins þá yfir.
Upplýsingarnar sem ráðuneytið getur veitt um málið eru hins vegar takmarkaðar samkvæmt svarinu en það snýst um meint einelti gagnvart karlmanni á fimmtugsaldri. „Athugun ráðuneytisins er lokið og er það til ákvörðunar hjá settum ráðuneytisstjóra. Því er ekki unnt að veita umbeðnar upplýsingar vegna takmarkana á upplýsingarétti almennings um starfssamband milli ráðuneytis og forstöðumanns skv. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli ÚNÚ 878/2020.“
Hægt er að setja ráðuneytisstjóra tímabundið til að meðal annars koma að máli …
Þetta kallar maður “súr pikklís” - ætli þessi Hrafnhildur verði ekki verðlaunuð með jobbi í útlöndum. Bjarni græjar það. Gerir frænku Davíðs, sem engin vill vinna með, að skrifstofustjóra í Washington.
Súr hrútspunga skák og skattgreiðandinn borgar.