Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rannsókn á einelti: Framkvæmdastjórinn var skipuð í tvö auka ár

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, mun að minnsta kosti sitja 12 ár í starf­inu. Hún var end­ur­skip­uð ár­ið 2018 og svo aft­ur ár­ið 2020 þeg­ar ný lög um Mennta­sjóð náms­manna tóku gildi. Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú ásak­an­ir um einelti henn­ar í garð starfs­manns.

Rannsókn á einelti: Framkvæmdastjórinn var skipuð í tvö auka ár
Ekki nýja ráðuneytisins að svara fyrir endurráðninguna Í svari frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur kemur fram að það sé ekki ráðuneytisins að svara fyrir endurráðningu Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur í starf framkvæmdastjóra Menntasjóðs. Hún mun að minnsta kosti sitja til ársins 2025 en skipunartíma hennar hefði átt að vera lokið í ár. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna, fær tvö auka ár sem æðsti stjórnandi stofnunarinnar. Skipunartími framkvæmdastjóra Menntasjóðs, áður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, er fimm ár. Hrafnhildur var skipuð árið 2013 og ætti skipunartíma hennar því að ljúka í ár, 10 árum eftir að hún tók við starfinu.

Svo er hins vegar ekki því þegar ný lög um Menntasjóðs námsmanna voru samþykkt sumarið 2020 endurskipaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, hana í starfið til fimm ára.  Lilja hafði einnig endurskipað Hrafnhildi Ástu í starfið til fimm ára árið 2018, áður en nýju lögin um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt. Þetta þýðir að í staðinn fyrir að sitja í 10 ár og vera svo endurskipuð eftir atvikum mun Hrafnhildur Ásta að minnsta kosti gegna starfinu í 12 ár. 

„Umfjöllun ráðuneytisins er ekki lokið og því ekki unnt að veita umbeðnar upplýsingar vegna takmarkana á upplýsingarétti almennings.“
Úr svari ráðuneytisins

Þetta kemur fram í svari háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, við spurningum Heimildarinnar. „Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að skipa Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna til fimm ára frá og með 1. júlí 2020, sem er jafnframt gildistökudagur laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020.

Umdeild skipun fyrir 10 árum

Illugi Gunnarsson skipaði Hrafnhildi Ástu í starfið með umdeildum hætti þegar hann var menntamálaráðherra árið 2013. Hrafnhildur Ásta er frænka Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og yfirmanns Illuga, og er hún auk þess systir Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem skipaður var með umdeildum hætti í Hæstarétt Íslands fyrir tveimur áratugum.

Bæði voru skipuð í störfin af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að aðrir umsækjendur hafi verið taldir betur til þess fallnir að gegna störfunum. Gengið var framhjá þeim umsækjendum. 

Afturkalla þurfti áminningu vegna samskiptavanda sem Hrafnhildur Ásta fékk í umhverfisráðuneytinu til að hún gæti fengið starfið hjá LÍN. 

Ráðuneytið svarar ekki um rannsóknina

Heimildin hefur greint frá því að nú standi yfir athugun á meintu einelti Hrafnhildar Ástu í garð fyrrverandi starfsmanns ráðuneytisins. Um er að ræða karlmann á fimmtudagsaldri sem kvartaði til ráðuneytisins undan einelti Hrafnhildar í sinn garð. Mál mannsins fór í athugun hjá sálfræðifyrirtækinu Líf og Sál sem komst að því í skýrslu að hann hefði orðið fyrir einelti í starfi. Starfslokasamningur var gerður við manninn fyrr á árinu. 

Ráðuneytið neitar að upplýsa um stöðu rannsóknarinnar á hinu meinta einelti og vísar til takmarkana í upplýsingalögum.  „Umfjöllun ráðuneytisins er ekki lokið og því ekki unnt að veita umbeðnar upplýsingar vegna takmarkana á upplýsingarétti almennings... “ 

Hrafnhildur Ásta hefur neitað ásökunum mannsins um einelti í svari til Heimildarinnar og hefur útskýrt hvernig málið horfir við sér í langri greinargerð. 

Neitar að svara hvort brugðist hafi verið við ábendingum

Um er að ræða annað slíka málið sem ráðuneytið fær inn á sitt borð þar sem starfsmaður í Menntasjóði námsmanna hefur ásakað Hrafnhildi Ástu um einelti. Í hinu máli tilkynnti kona á sjötugsaldri um einelti til ráðuneytisins árið 2021. Gerð var sálfræðiskýrsla um hennar mál og komist að því að hún hafi orðið fyrir eineltistilburðum. Konan lét af störfum í Menntasjóði námsmanna í fyrra eftir 30 ára starf eftir að ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki orðið fyrir einelti. 

Í skýrslunni um mál konunnar voru ábendingar frá sálfræðifyrirtækinu, Auðnast, til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um hvernig væri hægt að bæta stjórnunarhætti í Menntasjóði námsmanna og bent á að auka þyrfti eftirlit með stofnuninni.  Þar sagði:  „Framkvæmdastjóri fái stjórnendahandleiðslu þar sem farið er yfir sálfélagslega þætti í tengslum við stjórnendahlutverk.“

Þegar ráðuneytið er spurt að því hvort Hrafnhildur hafi verið gert neitar það að svara og vísar til upplýsingalaga og þess atriðis að gæta beri trúnaðar um starfssambands framkvæmdastjóra Menntasjóðs og ráðuneytisins. 

Endurskipaði Hrafnhildi ÁstuLilja Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, endurskipaði Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur tvisvar í starf framkvæmdastjóra.

Telur ráðuneytið ekki þurfa að svara fyrir endurráðninguna

Þegar háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið er spurt um endurskipun Hrafnhildar Ástu árið 2018, sem gagnrýnd var opinberlega af Stúdentaráði Háskóla Íslands meðal annars, og um endurskipunina árið 2020 segir í svari þess að ráðuneytið geti ekki svarað fyrir eitthvað sem annar ráðherra gerði. 

„Í spurningunni er vísað til endurskipunar frá árinu 2018, en á þeim tíma áttu málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, forvera Menntasjóðs námsmanna, undir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti var stofnað 1. febrúar 2022. Frá þeim tíma hafa málefni Menntasjóðs námsmanna heyrt undir það ráðuneyti og eðli málsins samkvæmt getur það ekki svarað fyrir ákvarðanir sem teknar voru af ráðherra í öðru ráðuneyti á árinu 2018.“

 Hrafnhildur Ásta hefur því í reynd verið skipuð í starfið þrisvar sinnum. Fyrst árið 2013, svo aftur án auglýsingar árið 2018 og svo loks árið 2020 vegna lagabreytinganna á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsókn á einelti í Menntasjóði

Ásdís Halla sagði sig frá eineltismáli vegna tengsla við Landsrétt
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Ás­dís Halla sagði sig frá einelt­is­máli vegna tengsla við Lands­rétt

Ráðu­neyt­is­stjór­inn í há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu ákvað að taka ekki fyr­ir einelt­is­mál sem ver­ið hef­ur til skoð­un­ar vegna þess að eig­in­mað­ur henn­ar starfar með syst­ur fram­kvæmda­stjóra Mennta­sjóðs náms­manna sem mál­ið snýst um. Mál­ið hef­ur ver­ið til skoð­un­ar í ráðu­neyt­inu í meira en ár og snýst um meint einelti gegn starfs­manni Mennta­sjóðs sem lát­ið hef­ur af störf­um.
Ráðuneytið hefur lokið rannsókn á eineltismáli í Menntasjóði námsmanna
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Ráðu­neyt­ið hef­ur lok­ið rann­sókn á einelt­is­máli í Mennta­sjóði náms­manna

Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur síð­ast­lið­ið ár haft til rann­sókn­ar meint einelti hjá rík­is­stofn­un­inni Mennta­sjóði náms­manna. Ráðu­neyt­is­stjór­inn hef­ur feng­ið mál­ið inn á sitt borð og mun taka ákvörð­un um næstu skref. Rann­sókn­in bein­ist að fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, Hrafn­hildi Ástu Þor­valds­dótt­ur, og sam­skipt­um henn­ar við starfs­mann á fimm­tugs­aldri sem svo lét af störf­um.
Mannlegu afleiðingarnar af einni stöðuveitingu ráðherra
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Mann­legu af­leið­ing­arn­ar af einni stöðu­veit­ingu ráð­herra

Mál Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur hjá Mennta­sjóði náms­manna hef­ur haft fjöl­þætt­ar af­leið­ing­ar á síð­ustu 10 ár­um. Áminn­ing sem hún var með vegna sam­skipta­vanda­mála í ráðu­neyti var aft­ur­köll­uð og Ill­ugi Gunn­ars­son skip­aði hana þvert á mat stjórn­ar LÍN. Síð­an þá hafa kom­ið upp tvö einelt­is­mál í Mennta­sjóði náms­manna og ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú stofn­un­ina vegna þessa.
Hrafnhildur hafnar niðurstöðu sálfræðinga um einelti
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Hrafn­hild­ur hafn­ar nið­ur­stöðu sál­fræð­inga um einelti

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, hafn­ar því að hún hafi beitt starfs­mann einelti. Sál­fræðifyr­ir­tæki sem rann­sak­aði mál­ið komst að þess­ari nið­ur­stöðu og rann­sak­ar ráðu­neyti há­skóla­mála það nú áfram. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að hún muni ekki tjá sig frek­ar um efn­is­at­riði máls­ins með­an það er í ferli.
Rannsakar stjórnunarhætti Hrafnhildar í Menntasjóði
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sak­ar stjórn­un­ar­hætti Hrafn­hild­ar í Mennta­sjóði

Ásak­an­ir um meint einelti í Mennta­sjóði náms­manna eru nú til rann­sókn­ar. Rann­sókn­in bein­ist að stjórn­ar­hátt­um Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, og hef­ur ráðu­neyt­ið leit­að til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa. Sam­bæri­legt mál kom upp þeg­ar Hrafn­hild­ur Ásta var skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is­ráðu­neyt­inu ár­ið 2013 og hlaut hún fyr­ir áminn­ingu sem var aft­ur­köll­uð skömmu áð­ur en hún var ráð­in fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár