Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefur aðra galla en hégómleika

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son at­hafna­skáld frest­ar því eins og hann get­ur að íhuga for­setafram­boð. En hann finn­ur fyr­ir áhuga í sam­fé­lag­inu.

Hefur aðra galla en hégómleika
Forsetaframboð? Ólafur Jóhann Ólafsson reynir að nota heilafrumurnar í eitthvað annað en að íhuga forsetaframboð, en segist ekki geta verið annað en þakklátur fyrir það traust sem hann finnur þó fyrir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er ekki farinn að hugleiða það alvarlega,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, inntur eftir því hvort hann ætli í forsetaframboð. Sjö prósent svarenda í nýjum þjóðarpúlsi Gallup vilja hann sem næsta forseta Íslands. 

Guðni Th. Jóhannesson greindi frá því á nýársdag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Fjögur hafa tilkynnt um framboð en aðeins einn þeirra, Arnar Þór Jónsson, mælist með fylgi í þjóðarpúlsinum, eða fjögur prósent. Kapphlaupið um Bessastaði fer því hægt af stað. 

„Ég er eflaust með marga galla en hégómleikinn er ekki einn af þeim, ég hef aðra“

Forsetaembættið er embætti sem fólk á ekki að sækjast eftir persónulega að mati Ólafs Jóhanns. „Ég hef alltaf fyrirvara þegar fólk sækist í þetta persónulega. Heillar þetta mann? Jú, en þá er alltaf stutt í egóið og hégómleikann, það er ekki alveg það sem knýr mig áfram. Ég er eflaust með marga galla en hégómleikinn er ekki einn af þeim, ég hef aðra.“

Ólafur Jóhann segir þjóðina hafa tekist vel til hingað til að finna fólk sem hún treystir til að gegna forsetaembættinu. Á sama tíma segist hann ekki geta verið annað en þakklátur fyrir það traust sem hann finnur fyrir nú. „En þetta er ekki komið það langt að ég hugsa alvarlega um þetta. Síðast var þetta mjög einfalt fyrir mig, það kom einfaldlega ekki til greina, ég var bara í allt öðru og var að reyna að reka einhver stórfyrirtæki.“

Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Jóhann er orðaður við forsetaembættið, síðast árið 2016. Síðan þá hefur margt breyst, Ólafur Jóhann hefur sagt skilið við viðskiptaheiminn að mestu leyti og einbeitt sér að ritstörfum. „Það eru kaflaskipti í lífi okkar allra og þessi kafli þar sem ég var að sinna hvort tveggja var ansi langur, og miklu lengri kannski heldur en ég hafði nokkurn tímann ætlað mér, þrjátíu og eitthvað ár. Ég hef verið að stússa í mínu eigin undanfarin ár og ritstörfin náttúrlega hafa tekið mestan tíma.“ 

Ólafur Jóhann skellir upp úr spurður hvort ritstörf eigi ekki heima á Bessastöðum. „Ég veit það nú ekki.“ Hann segist hafa hummað það fram af sér að íhuga framboð en hann finni fyrir áhuga, hann geti ekki neitað því. „Sjálfur fæ ég einhverja fyrirvara þegar fólk er að máta sig við þetta sjálft. Ég held að þjóðin eigi eftir að taka sinn tíma í að fara í gegnum þetta. Ég reyni að hugsa sem minnst um það meðan á henni stendur og nota heilafrumurnar í eitthvað annað. Mér finnst það ekki tímabært, ef ég segi eins og er, og hef ekki mikið verið að velta þessu fyrir mér, þannig.“

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár