Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hefur aðra galla en hégómleika

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son at­hafna­skáld frest­ar því eins og hann get­ur að íhuga for­setafram­boð. En hann finn­ur fyr­ir áhuga í sam­fé­lag­inu.

Hefur aðra galla en hégómleika
Forsetaframboð? Ólafur Jóhann Ólafsson reynir að nota heilafrumurnar í eitthvað annað en að íhuga forsetaframboð, en segist ekki geta verið annað en þakklátur fyrir það traust sem hann finnur þó fyrir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er ekki farinn að hugleiða það alvarlega,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, inntur eftir því hvort hann ætli í forsetaframboð. Sjö prósent svarenda í nýjum þjóðarpúlsi Gallup vilja hann sem næsta forseta Íslands. 

Guðni Th. Jóhannesson greindi frá því á nýársdag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Fjögur hafa tilkynnt um framboð en aðeins einn þeirra, Arnar Þór Jónsson, mælist með fylgi í þjóðarpúlsinum, eða fjögur prósent. Kapphlaupið um Bessastaði fer því hægt af stað. 

„Ég er eflaust með marga galla en hégómleikinn er ekki einn af þeim, ég hef aðra“

Forsetaembættið er embætti sem fólk á ekki að sækjast eftir persónulega að mati Ólafs Jóhanns. „Ég hef alltaf fyrirvara þegar fólk sækist í þetta persónulega. Heillar þetta mann? Jú, en þá er alltaf stutt í egóið og hégómleikann, það er ekki alveg það sem knýr mig áfram. Ég er eflaust með marga galla en hégómleikinn er ekki einn af þeim, ég hef aðra.“

Ólafur Jóhann segir þjóðina hafa tekist vel til hingað til að finna fólk sem hún treystir til að gegna forsetaembættinu. Á sama tíma segist hann ekki geta verið annað en þakklátur fyrir það traust sem hann finnur fyrir nú. „En þetta er ekki komið það langt að ég hugsa alvarlega um þetta. Síðast var þetta mjög einfalt fyrir mig, það kom einfaldlega ekki til greina, ég var bara í allt öðru og var að reyna að reka einhver stórfyrirtæki.“

Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Jóhann er orðaður við forsetaembættið, síðast árið 2016. Síðan þá hefur margt breyst, Ólafur Jóhann hefur sagt skilið við viðskiptaheiminn að mestu leyti og einbeitt sér að ritstörfum. „Það eru kaflaskipti í lífi okkar allra og þessi kafli þar sem ég var að sinna hvort tveggja var ansi langur, og miklu lengri kannski heldur en ég hafði nokkurn tímann ætlað mér, þrjátíu og eitthvað ár. Ég hef verið að stússa í mínu eigin undanfarin ár og ritstörfin náttúrlega hafa tekið mestan tíma.“ 

Ólafur Jóhann skellir upp úr spurður hvort ritstörf eigi ekki heima á Bessastöðum. „Ég veit það nú ekki.“ Hann segist hafa hummað það fram af sér að íhuga framboð en hann finni fyrir áhuga, hann geti ekki neitað því. „Sjálfur fæ ég einhverja fyrirvara þegar fólk er að máta sig við þetta sjálft. Ég held að þjóðin eigi eftir að taka sinn tíma í að fara í gegnum þetta. Ég reyni að hugsa sem minnst um það meðan á henni stendur og nota heilafrumurnar í eitthvað annað. Mér finnst það ekki tímabært, ef ég segi eins og er, og hef ekki mikið verið að velta þessu fyrir mér, þannig.“

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár