Drónamyndbönd tekin af Heimildinni í dag sýna hvernig hraunflæðið fossaði yfir Grindavíkurveg fyrr í dag. Á þeim má sjá hvernig hraunbreiðan teygði sig yfir Grindavíkurveg og rann yfir afleggjarann að Bláa lóninu. Þar rann straumurinn niður eftir Norðurljósavegi í átt að sundstaðnum vinsæla. Í bakgrunni sést virkjunin í Svartsengi og stöku grafa.
Eldgos hófst við Sundhnúkagígaröðina laust eftir klukkan 6 í morgun, á svipuðum stað og 18. desember síðastliðinn. Eftir því sem leið á daginn kom þó í ljós að í þetta skiptið ógnaði gosið innviðum í ríkari mæli en það sem varð í desember.
Engin hætta steðjaði að ferða- og starfsfólki í Bláa lóninu vegna uppkomustaðar gossins en hótel þess höfðu verið rýmd snemma um morguninn. Rúmlega hundrað manns – bæði gestir og starfsfólk voru vakin af viðvörunarflautum þegar það lá fyrir að …
Athugasemdir