Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Sjálfstæðisflokkurinn vill nota líf þessa fólks sem skiptimynt“

Um­ræð­ur um fjöl­skyldusam­ein­ing­ar dval­ar­leyf­is­hafa sem fast­ir eru á Gaza voru áber­andi í ræð­um í störf­um þings­ins í dag. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir og In­ger Erla Thomsen sögðu Sjálf­stæð­is­flokk­inn nota fólk sem fast væri á Gaza sem skipti­mynt gegn því að knýja í gegn harð­ari út­lend­inga­lög­gjöf.

„Sjálfstæðisflokkurinn vill nota líf þessa fólks sem skiptimynt“
Alþingismenn ræddu um konurnar þrjár sem björguðu þremur börnum og móður þeirra frá Gaza á dögunum. Mikið hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að sækja dvalarleyfishafa á svæðið. Mynd: Golli

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakaði Sjálfstæðisflokkinn um að nota líf dvalarleyfishafa á Gaza sem skiptimynt í ræðu sinni á Alþingi í dag. Vísaði Þórhildur Sunna til orða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem sagði við Heimildina í gær að það væri flókið að aðstoða þá sem fastir eru á Gaza að komast til Íslands.

Þá hafi tvö viðtöl sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra veitti sjónvarpstöðvum í gær útskýrt nákvæmlega hvað það væri sem talið sé að sé svona flókið. „Það þarf fyrst að sammælast um að herða enn frekar reglur um flóttafólk á Íslandi. Það þarf að samþykkja kröfu Sjálfstæðisflokksins um að nota stálhnefann sem þeir hafa viðrað oft að þeir vilji nota gagnvart fólki á flótta.“ Sagði Þórhildur Sunna að að öðrum kosti kæmust til landsins börn, konur og menn frá Gaza. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra notaði því líf fólks …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    NÚNA ER BJARNI BENEDIKTSSON reiður. Flóttafólk og stríðhrjáð börn á Gaza eru að trufla hann í að klára að selja Íslandsbanka, Leifsstöð, Landsvirkjun og fleira fínerí sem skaffar þjóðinni arð. Arðinn á að einkavæða👿👿👿
    ÁTVR og Póstinn. Þessu fólki er ekkert heilagt. Eru að kafna úr frekju. Einkavæða arð og ríkisvæða töp 🤢😱👽💩💩💩
    3
  • JAT
    Jon Arvid Tynes skrifaði
    Það er átakanlegt að hlusta á málflutning sjálfstæðismanna í þessu máli. Þeir virðast ekki kunna skil á eplum og appelsínum. Hérna er um að uppfylla réttindi þessa fólks. Hins vegar er framkvæmd innflytjendamála hér á landi í tómu rugli, enda hafa sjálfstæðismenn stýrt málaflokknum í ríkisstjórn.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hver er stefna VG liða í málefnum Palestínufólks ?
    Er það að ,,sleikja fíluna" úr sjálfstæðisflokknum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár