Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Stýrivextir haldast óbreyttir í 9,25 prósentum en verðbólguhorfur batna

Þrátt fyr­ir að tólf mán­aða verð­bólga hafi ekki mælst minni nú en síð­an í mars 2022 þá hald­ast stýri­vext­ir áfram óbreytt­ir þriðja stýri­vaxta­ákvörð­un­ar­dag­inn í röð. Þar á und­an höfðu þeir hækk­að 14 sinn­um í röð.

Stýrivextir haldast óbreyttir í 9,25 prósentum en verðbólguhorfur batna
Peningastefnunefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar. Mynd: Seðlabanki Íslands

Sýrivextir verða áfram 9,25 prósent samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem opinberuð var í morgun. Þetta er í þriðja sinn í röð sem vöxtunum er haldið óbreyttum á þeim stað á vaxtaákvörðunardegi en fyrir það höfðu þeir verið hækkaðir á 14 fundum í röð, úr 0,75 í áðurnefnd 9,25 prósent.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem ákveður vaxtastígið í landinu, segir að áhrif peningastefnunnar séu að koma æ skýrar fram. „Raunvextir hafa hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Vísbendingar eru um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans fer spennan í þjóðarbúinu minnkandi og snýst í slaka undir lok ársins. Verðbólguhorfur hafa því batnað.“

Langtímaverðbólguvæntingar hafi þó lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. „Þótt hægt hafi á vinnumarkaði er spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá er einnig óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Mótun peningastefnunnar á næstunni mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. “

Vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verðbólgu, lækkaði um 0,16  pró­­sent milli desember og janúarmánaða. Tólf mán­aða verð­­bólga mælist nú 6,7 pró­­sent en hún mæld­ist 7,7 pró­­sent í desember. Hún hefur ekki mælst minni síðan í mars 2022 en hæst fór verðbólgan í tveggja stafa tölu í febrúar í fyrra. 

Staðan er því þannig að þrátt fyrir að verðbólga sé að hækka milli mánaða er tólf mánaða verðbólgan að lækka skarpt. Ástæða þess liggur í því að verðbólga mældist mjög há í lok árs 2022 og byrjun árs 2023 og þeir mánuðir eru nú að detta út úr tólf mánaða verðbólgutölunum.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar sem birt var í byrjun síðustu viku vegna þessa sagði að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hafi hækkað um 0,9 prósent milli mánaða og að sú hækkun hafi haft mest áhrif á aukna verðbólgu milli mánaða. Kostnaður vegna rafmagns og hita hækkaði um 3,7 prósent milli mánaða en á móti toguðu vetrarútsölur þar sem föt og skór lækkuðu um 9,2 prósent frá því í fyrri mánuði. Húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu sömuleiðis um fimm prósent og flugfargjöld til útlanda um heil 11,4 prósent. „Athygli skal vakin á þeirri breytingu að í stað þess að taka inn verðbreytingar á „044 Annað vegna húsnæðis“ nú í janúar verður það gert í febrúar þegar fyrsta greiðsla skv. nýjum gjaldskrám fer yfirleitt fram. Undir þennan lið fellur sorphreinsun, holræsi og kalt vatn.“

Niðurfelling á virðisaukaskattsívilnun af rafbílum hafði áhrif til hækkunar á verði þeirra en tekið var tillit til rafbílastyrkja Orkusjóðs við útreikninga.

Mikil áhrif á greiðslubyrði

Hækkandi stýrivextir hafa haft mikil áhrif á greiðslubyrði heimila og fyrirtækja og hratt hefur dregið úr lántökum þeirra. Hærri greiðslubyrði heimila, sem hefur í mörgum tilvikum allt að tvöfaldast hjá þeim sem eru með óverðtryggð lán, hefur leitt til þess að sífellt fleiri færa sig úr því lánaformi og yfir í verðtryggð íbúðalán. Þau hafa þann kost að greiðslubyrðin er lægri en þann vankant að verðbætur leggjast á höfuðstól lána í mikilli verðbólgu. 

Á því vaxtahækkunartímabili sem hófst 2021 og stóð óslitið fram að síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans voru raunvextir óverðtryggðra lántakenda lengi vel neikvæðir. Það þýðir að vextirnir sem þeir borguðu voru lægri en verðbólgan. Sömu sögu er að segja að innlánsvöxtum. Vextirnir sem fólk fékk fyrir að geyma peninganna sína í banka voru almennt lægri en verðbólgan og því rýrnaði raunvirði sparnaðarins. 

Á síðustu mánuðum hefur það snúist við og raunvextir eru nú ekki lengur neikvæðir. 

Sú staða, ásamt því að mörg fastvaxtalán á óverðtryggðum vöxtum hafa verið að losna, hefur stóraukið flutning heimila yfir í verðtryggð lán. Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS kemur fram að í fyrra hafi hlutdeild verðtryggðra lána heimila aukist á kostnað óverðtryggðra. Sér í lagi fóru heimilin frá óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum yfir í verðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í byrjun síðasta árs voru tæplega 44 prósent íbúðalána heimila landsins, sem eru í heildina rúmlega 2.576 milljarðar króna, verðtryggð. Í lok þess var hlutfallið komið í 51 prósent. Verðtryggðu lánin hafa aftur náð yfirhöndinni. 

Mun halda áfram

Búast má við að tilfærslan yfir í verðtryggð lán muni halda áfram næstu ár að óbreyttu. Allt í allt eru um 706 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum með endurskoðunarákvæði. Fram til loka árs 2025 munu 569 milljarðar króna, 80 prósent allra þeirra lána, losna og lántakarnir að óbreyttu færðir úr mjög lágum vöxtum yfir í mjög háa vexti. Vegnir meðalvextir lána sem losna á ír ár eru 4,5 prósent en lán sem koma til endurskoðunar árið 2025 bera 5,1 prósent vegna meðalvexti. Í dag eru lægstu breytilegu óverðtryggu vextir hjá bönkunum í kringum ellefu prósent. 

Í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að heimili með háa greiðslubyrði séu þegar byrjuð, og eigi væntanlega eftir í miklum mæli, að færa sig yfir í verðtryggð lán þegar til fyrrnefndrar endurskoðunar kemur. Vilji þeir ekki færa sig yfir í slík lán að öllu leyti eða hluta stendur einnig til boða að lengja í lánum, greiða sparnað inn á lán eða semja um að færa hluta af vöxtum á höfuðstól.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
6
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár