Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Strandar á beinni aðkomu íslensks fulltrúa á landamærum Egyptalands

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur sent lista með nöfn­um palestínska fólks­ins, með dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar, til sendi­ráðs Egypta­lands í Osló til þess að fólk­ið kom­ist yf­ir landa­mæri Gaza og Egypta­lands. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir mál­ið þurfi beina að­komu ís­lensks full­trúa á landa­mær­un­um. Eng­inn slík­ur er á vett­vangi og óvíst að það breyt­ist.

Strandar á beinni aðkomu íslensks fulltrúa á landamærum Egyptalands
Utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tók við utanríkisráðuneytinu 14. október í fyrra. Mynd: Golli

Utanríkisráðuneyti Íslands sendi þann 20. desember síðastliðinn sendiráði Egyptalands í Osló lista með nöfnum palestínsks fólks sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en er statt á Gaza. Uppfærður listi með fleiri nöfnum var sendur í gær, 5. febrúar. Ísraelskum stjórnvöldum var „sendur listinn óformlega“ þann 28. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn Heimildarinnar sem send var  30. janúar en svörin bárust í dag. Um hundrað manns frá Gaza hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Enn hefur enginn úr þessum hópi komist til Íslands.

Grundvallar forsenda þess að íslensku dvalarleyfishafarnir komist yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands, í gegnum landamærastöðina í Rafah borg, er, eftir því sem Heimildin kemst næst, að beiðni þess efnis sé send á egypsk og ísraelsk yfirvöld og að fulltrúi bíði þeirra við landamærin. Ísraelsk stjórnvöld stýra með öllu hverjir komast út af svæðinu og koma einungis …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Látum nú vera að þó svo að Gyðingar ræni, auðmýki, sprengi, brenni, fangelsi, myrði börn og útrými Palestínsku þjóðinni, að stæðstu og ríkustu menningarríki veraldar skuli styðja gjörninginn, með okkar samþykki, er náttúrulega skelfilegra en orð fá lýst.
    0
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Í ljósi nýjustu frétta um að þrjár konur hafi sótt fjölskyldu frá Gaza þá er ljóst að ríkisstjórn Íslands á sér engar málsbætur! Þau hafa ekki unnið vinnuna sína! Hér er einnig áréttað að þegar svar ráðuneytisins var skrifað hafi ekki einu sinni verið tekin ákvörðun um að gera það sem þau vissu að þyrfti að gera til að bjarga fólkinu! Frekar er amast við því að þurfa að horfa á örvæntingarfullt fólk í tjöldum heldur en að hjálpa þessum fjölskyldum! Þetta er glæpsamlegt gagnvart þessu fólki og óbærilegt til þess að hugsa að fólk á listanum hafa verið myrt .... og þurfa svo að hlusta á tafsið í utanríkisráðherranum og popúlismanum skvett framan í alþjóð í kvöldfréttum í gærkvöldi! Skömmin er ríkisstjórnarinnar! Hversu lágt er hægt að leggjast Katrín Jakobsdóttir!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár