Utanríkisráðuneyti Íslands sendi þann 20. desember síðastliðinn sendiráði Egyptalands í Osló lista með nöfnum palestínsks fólks sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en er statt á Gaza. Uppfærður listi með fleiri nöfnum var sendur í gær, 5. febrúar. Ísraelskum stjórnvöldum var „sendur listinn óformlega“ þann 28. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn Heimildarinnar sem send var 30. janúar en svörin bárust í dag. Um hundrað manns frá Gaza hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Enn hefur enginn úr þessum hópi komist til Íslands.
Grundvallar forsenda þess að íslensku dvalarleyfishafarnir komist yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands, í gegnum landamærastöðina í Rafah borg, er, eftir því sem Heimildin kemst næst, að beiðni þess efnis sé send á egypsk og ísraelsk yfirvöld og að fulltrúi bíði þeirra við landamærin. Ísraelsk stjórnvöld stýra með öllu hverjir komast út af svæðinu og koma einungis …
Athugasemdir (2)