Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Málmur, gler og snjallskynjarar á öllum grenndarstöðvum

Brátt verð­ur hægt að fara með málm og gler á all­ar grennd­ar­stöðv­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Auk þess er ver­ið að inn­leiða snjall­gáma sem láta vita þeg­ar þeir eru að verða full­ir.

Málmur, gler og snjallskynjarar á öllum grenndarstöðvum
Gámar fyrir málm Brátt verður þetta sjálfsögð sjón á öllum grenndarstöðvum. Mynd: Sorpa

Áhugafólk um flokkun hefur margt hvert horft öfundaraugum til Árbæjar síðustu ár en þar er tekið við málmi á öllum sjö grenndarstöðvum. Til samanburðar hefur aðeins verið tekið við málmi á einni grenndarstöð af níu í póstnúmeri 105 í Reykjavík, engri af þeim þremur sem eru í póstnúmeri 108 og einni af sex í Hafnarfirði öllum. En nú verður breyting á.

Ástæðan fyrir því að Árbær hefur skorið sig úr er tilraunaverkefni með sérsöfnun málms sem fór af stað hjá Reykjavíkurborg árið 2010. Í lok marsmánaðar má hins vegar reikna með að tekið verði við málmi á öllum grenndarstöðvum, og ekki bara það heldur verða líka settir upp gámar fyrir gler þar sem þá hefur vantað.

Málmar eru töluvert notaðir í matvælaumbúðir og fellur því þó nokkuð til af málmum á heimilum, til að mynda niðursuðudósir, krukkulok, sprittkertakoppa og tóm rjómasprautuhylki. Eftir breytingarnar þarf enginn að fara langa leið með …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár