Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Fangar kalla fangelsin „kjötgeymslur í núverandi mynd“

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að hægt sé að halda lág­marks­við­haldi á Litla-Hrauni við til að tryggja starf­semi næstu fimm til sex ár­in. „Það er löngu orð­ið tíma­bært að byggja nýtt fang­elsi og það er­um við að gera,“ sagði dóms­mála­ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um í morg­un.

Fangar kalla fangelsin „kjötgeymslur í núverandi mynd“
Er þetta boðlegt? „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi heimsótt Litla-Hraun nýlega og séð það sama og ég. Heilan helling af skemmdu og ónýtu húsnæði.“ Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Beindi hann spurningum sínum að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

„Stærsta bygging fangelsisins Litla-Hrauns, hús fjögur, þjónar ekki tilgangi sínum og sterkar vísbendingar eru um að það sé ónýtt. Samt hefur einhvern veginn verið kvittað upp á að fangelsið sé nothæft af öðrum eftirlitsaðilum, á sama tíma og öryggismálum er ábótavant.“ Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnir fyrirspurnum. Beindi hann fyrirspurn sinni að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

Í nýjasta þætti Kveiks var fjallaði um málefni fanga á Litla-Hrauni og ástand byggingar Litla-Hrauns. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við bygginguna í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í nóvember 2023. Stofnunin telur að byggingin ógni heilsu bæði starfsfólks og fanga. 

Húsnæðið ónýtt

Björn Leví gagnrýnir fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir að hafa hótað að loka opna fanglesinu Sogni „ef Alþingi myndi ekki leggja fram til meira fjármagn. 400 milljónir vantaði í reksturinn. Þar virtist fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa steingleymt því að það var hann sjálfur sem lagði til fjársvelti fangelsanna til að byrja með“ sagði Björn Leví. 

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi heimsótt Litla-Hraun nýlega og séð það sama og ég. Heilan helling af skemmdu og ónýtu húsnæði. Það hefur nefnilega ekki bara vantað fjármagn í reksturinn, heldur einnig í viðhald húsnæðis eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar.“ Björn Leví spurði dómsmálaráðherra ennfremur hvort hún telji að hægt sé að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu?

Guðrún sagði í svari sínu að niðurstaða Framkvæmdasýslu ríkisins væri að það svaraði ekki kostnaði „og væri í raun eins og að fleygja peningum“ að fara með 2.000 milljónir í endurbætur og viðbyggingu á Litla-Hrauni. „Það var niðurstaða mín þegar ég kom inn í ráðuneytið að hefja tafarlaust uppbyggingu á nýju fangelsi.“ Guðrún segir að það muni kosta hundruð milljónir að halda starfsemi Litla-Hrauns gangandi en að það liggi fyrir að Framkvæmdaskýrsla ríkisins telji að hægt sé að fara í nauðsynlegar lagfæringar á húsakostinum sem nú er til, til að halda starfsemi þar gangandi í fimm til sex ár. 

Laun fanga

Björn Leví spurði Guðrúnu hvort henni þætti réttlætanlegt að greiða föngum 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem leiðir til þess að fangar eiga oft ekki fyrir mat. „Að sögn fanga leiðir það til þess að menn fái lánað, sem leiði til ofbeldis, kúgunar, upptöku á fatnaði og eigum. Nokkrar athugasemdir fanga sem ég hef fengið. Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjötgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir fangar eru settar undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neina tapað, eru vistaðir í samneyti við á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyni að finna betrun.“ 

„Dæmi eru um að menn klári langa dóma, 24 mánuði eða lengur, án þess að hitta sálfræðing einu sinni. Lyfjameðferð er takmörkuð til að sporna við fíkniefnavanda og því er oft nauðsynlegt lyf ekki aðgengileg föngum sérstaklega til að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni. Sturtubúnaður fanga í húsi þrjú á Litla-Hrauni er með öllu ófullnægjandi, ekki einungis þurfa fangar að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá og skilur að rými milli salernis og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt? Er þetta starfhæft?“ spurði Björn Leví.

Guðrún sagðist sammála fyrirspyrjanda í þessum málaflokki og segir þessi mál hafa átt undir högg að sækja í langan tíma á Íslandi. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við. „Það er löngu orðið tímabært að byggja nýtt fangelsi og það erum við að gera. Ég hef einnig boðað heildarendurskoðun á fullnustu kerfinu í átt til betrunar og þetta er vinna sem er að fara af stað og ég tel mjög brýna og mikilvæga.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
8
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár