Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

IKEA festir vöruverð til ársloka 2024

IKEA til­kynn­ir vöru­lækk­an­ir á sex þús­und vör­um og seg­ir að vöru­verð myndi hald­ast það sama út ár­ið 2024. Í árs­lok 2023 sendu breið­fylk­ing lands­sam­banda og stærstu stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­mark­aði og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem fyr­ir­tæki voru hvött til þess að halda aft­ur að verð­hækk­un­um.

IKEA festir vöruverð til ársloka 2024

IKEA lækkar í dag verð á sex þúsund vörum og boðar á sama tíma að engar vörur verði hækkaðar í verði til ársloka 2024. Um er að ræða tæplega 6% lækkun að meðaltali. 

Í tilkynningu frá IKEA segir að nýlegir samningar við birgja þeirra um lægra verð geri þeim kleift að lækka verðið. „Á sama tíma tökum við ákvörðun um að festa verð til ársloka og gilda þessar breytingar nú frá 1. febrúar,“ segir Stefán Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA.

Hann segir að aðstæður hafi skapast í rekstri IKEA til að lækka verð aftur eftir umtalsverðar áskoranir síðustu ára. „Erfiðleikar í aðfangakeðjunni hafa jafnað sig að mestu leyti, hráefnisverð hefur farið lækkandi og tekist hefur að hagræða í framleiðslu. Það er virkilega ánægjulegt að hafa svigrúm til að leggja okkar af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin klári skynsamlega samninga sem allra fyrst.“

Ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi

Á milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 28. desember, urðu þau tíðindi að breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum, sem er með samningsumboð fyrir 93 prósent alls launafólks innan Alþýðusambands Íslands, og Samtök atvinnulífsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni kom fram að þessir aðilar vinnumarkaðarins, sem hafa deilt hart og opinberlega á undanförnum árum, ætluðu að taka „höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.“

Var sameiginlegt markmið þeirra í komandi kjaraviðræðum að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Til að það markmið náist yrðu allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð. Breiðfylkingin sendi frá sér tilkynningu í lok janúar þar sem hún tilkynnti að viðræðum hefði verið slitið og að deilunni hefði verið vísað til ríkissáttasemjara. 

Fleiri fyrirtæki hafa brugðist við kallinu en fyrr í janúar tilkynnti meðal annars Byko að verðlistar myndu ekki hækka næstu sex mánuði hið minsta. Í tilkynningu Byko sagði að „BYKO lítur á það sem sitt hlutverk að axla ábyrgð í baráttunni gegn verðbólgu, í ljósi stærðar sinnar og áhrifa í byggingariðnaði.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár