Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Rit sem sagnfræðingur vann um leiðréttinguna aldrei gert aðgengilegt

Sagn­fræð­ing­ur­inn Frið­rik G. Ol­geirs­son var ráð­inn af embætti rík­is­skatt­stjóra til að taka sam­an rit um leið­rétt­ing­una, sem gef­ið var út 2015 og dreift inn­an stjórn­kerf­is­ins. Þetta rit hef­ur aldrei ver­ið birt op­in­ber­lega þrátt fyr­ir að fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, Skúli Eggert Þórð­ar­son, segi efni þess ekk­ert leynd­ar­mál. Ein­tök­um var ekki skil­að inn til Lands­bóka­safns eins og lög um skyldu­skil gera ráð fyr­ir. Frið­rik hef­ur aldrei átt­að sig á því af hverju svo virð­ist sem þessu riti hafi ver­ið stung­ið und­ir stól.

Rit sem sagnfræðingur vann um leiðréttinguna aldrei gert aðgengilegt
Leiðréttingin Frá kynningarfundi um leiðréttinguna árið 2014. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra. ásamt Skúla Eggert Þórðarsyni og öðru lykilfólki í þessari aðgerð stjórnvalda. Mynd: RSK

Embætti ríkisskattstjóra gaf árið 2015 út rit um leiðréttinguna, sem ber heitið Leiðréttingin: Höfuðstólslækkun íbúðalána 2014 í samhengi við fyrri aðgerðir stjórnvalda við skuldavanda húsbyggjenda. Í ritinu, sem telur 140 síður í A4-broti að meðtaldri heimildaskrá, er í afar ítarlegu máli gerð grein fyrir aðdraganda og framkvæmd leiðréttingarinnar.

Höfundur ritsins er sagnfræðingurinn Friðrik G. Olgeirsson. Við vinnsluna fékk hann aðgang að gögnum þeirra hópa sem stýrðu framkvæmdinni; svokölluðum gjörðabókum nokkurra hópa sem að verkinu komu, þar á meðal stýrihóps og verkefnisstjórnar. Einnig byggði höfundur á viðtölum við lykilmenn í framkvæmdinni, Tryggva Þór Herbertsson verkefnisstjóra, Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóra. 

Á baksíðu ritsins segir: „Leiðréttingin er einstök og áhugaverð stjórnvaldsaðgerð þótt hún hafi verið á köflum umdeild. Af þeirri ástæðu m.a. er mikilvægt að til sé ítarleg frásögn af henni, ástæðum þess að verkefnið fór af stað, undirbúningnum, lagagerð og allri verktilhögun. Jafnframt er mikilvægt að leiðréttingin …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Fyrst að Heimildin hefur fengið rafrænt eintak af þessu riti, væri þá ekki lag að birta það einfaldlega með þessari frétt? Svona í nafni gegnsæis o.þ.h...
    4
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Hæ.
    Er áskrifandi að Heimildinni og áður Pressunni í nokkur ár en ítrekað kemst ég ekki inná greinar blaðsins …frekar pirrandi. Þarf þetta að vera svona ?
    Með vinsemd.
    Þórarinn Ólafsson,
    271037 4229
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Dæmigert fyrir íslenska stjórnsýsu😡
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Anna Lára Pálsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Anna Lára Pálsdóttir

Fest­ist ekki í hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni

Í fimm­tugsaf­mæl­inu sínu bauð Anna Lára Páls­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í ráð­gjöf og stuðn­ingi hjá Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu, gest­um í Fram, fram fylk­ing, rólu­stökk og sápu­kúlu­blást­ur. Hún hef­ur nefni­lega lært svo ótalmargt af nem­end­um sín­um, til dæm­is að fest­ast ekki í ein­hverju hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár