Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rit sem sagnfræðingur vann um leiðréttinguna aldrei gert aðgengilegt

Sagn­fræð­ing­ur­inn Frið­rik G. Ol­geirs­son var ráð­inn af embætti rík­is­skatt­stjóra til að taka sam­an rit um leið­rétt­ing­una, sem gef­ið var út 2015 og dreift inn­an stjórn­kerf­is­ins. Þetta rit hef­ur aldrei ver­ið birt op­in­ber­lega þrátt fyr­ir að fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, Skúli Eggert Þórð­ar­son, segi efni þess ekk­ert leynd­ar­mál. Ein­tök­um var ekki skil­að inn til Lands­bóka­safns eins og lög um skyldu­skil gera ráð fyr­ir. Frið­rik hef­ur aldrei átt­að sig á því af hverju svo virð­ist sem þessu riti hafi ver­ið stung­ið und­ir stól.

Rit sem sagnfræðingur vann um leiðréttinguna aldrei gert aðgengilegt
Leiðréttingin Frá kynningarfundi um leiðréttinguna árið 2014. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra. ásamt Skúla Eggert Þórðarsyni og öðru lykilfólki í þessari aðgerð stjórnvalda. Mynd: RSK

Embætti ríkisskattstjóra gaf árið 2015 út rit um leiðréttinguna, sem ber heitið Leiðréttingin: Höfuðstólslækkun íbúðalána 2014 í samhengi við fyrri aðgerðir stjórnvalda við skuldavanda húsbyggjenda. Í ritinu, sem telur 140 síður í A4-broti að meðtaldri heimildaskrá, er í afar ítarlegu máli gerð grein fyrir aðdraganda og framkvæmd leiðréttingarinnar.

Höfundur ritsins er sagnfræðingurinn Friðrik G. Olgeirsson. Við vinnsluna fékk hann aðgang að gögnum þeirra hópa sem stýrðu framkvæmdinni; svokölluðum gjörðabókum nokkurra hópa sem að verkinu komu, þar á meðal stýrihóps og verkefnisstjórnar. Einnig byggði höfundur á viðtölum við lykilmenn í framkvæmdinni, Tryggva Þór Herbertsson verkefnisstjóra, Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóra. 

Á baksíðu ritsins segir: „Leiðréttingin er einstök og áhugaverð stjórnvaldsaðgerð þótt hún hafi verið á köflum umdeild. Af þeirri ástæðu m.a. er mikilvægt að til sé ítarleg frásögn af henni, ástæðum þess að verkefnið fór af stað, undirbúningnum, lagagerð og allri verktilhögun. Jafnframt er mikilvægt að leiðréttingin …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Fyrst að Heimildin hefur fengið rafrænt eintak af þessu riti, væri þá ekki lag að birta það einfaldlega með þessari frétt? Svona í nafni gegnsæis o.þ.h...
    4
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Hæ.
    Er áskrifandi að Heimildinni og áður Pressunni í nokkur ár en ítrekað kemst ég ekki inná greinar blaðsins …frekar pirrandi. Þarf þetta að vera svona ?
    Með vinsemd.
    Þórarinn Ólafsson,
    271037 4229
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Dæmigert fyrir íslenska stjórnsýsu😡
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár