Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Þarf bara að sýna fram á að þetta sé hægt“

Fyr­ir­tæk­ið 3D lausn­ir vill bjóða upp á sér­hæfð­ar lausn­ir með þrívídd­ar­prent­un. Það vinn­ur að rann­sókn­um á því að þróa steypu til að not­ast við í slíkri prent­un. Þeir sem standa að 3D von­ast til þess að lausn­in muni geta nýst í bygg­ingar­iðn­aði.

„Þarf bara að sýna fram á að þetta sé hægt“
Þrívíddarprentuð steypa „Við erum alls ekki að huga að því að búa til byggingarfyrirtæki, heldur að þjónusta sérhæfðar lausnir,“ segir Jón Þór Sigurðsson, annar stofnenda 3D lausna. Fyrirtækið var hlutskarpast á lokakvöldi Startup Storms nýverið. Mynd: ÚR VÖR

Fyrirtækið 3D lausnir, sem félagarnir Jón Þór Sigurðsson og Arnar Þór Hannesson standa að baki, var hlutskarpast á lokakvöldi viðskiptahraðalsins Startup Stormur sem haldið var á vegum Norðanáttar í lok nóvembermánaðar síðastliðins. Á lokakvöldi hraðalsins fengu dómnefnd og gestir í sal að kjósa um besta verkefnið og bar 3D lausnir sigur úr býtum og vann verðlaunafé, auk þess sem verkefnið fékk líka styrk líkt og önnur verkefni sem tóku þátt í hraðlinum.

Jón Þór segir að styrkurinn, auk verðlaunanna, sé góð viðurkenning og mun það koma sér afar vel í þeirri rannsóknarvinnu sem þeir leggja stund á þessa dagana. Rannsóknarvinnan gengur út á að þróa steypu út frá hringrásar- og náttúrulegum efnum til að notast við í þrívíddarprentun. „Til lengri tíma vonast maður til að þetta geti verið nýtt til dæmis í byggingariðnaðinum. Hringrásarpælingin kom til því við erum í óformlegu samstarfi við PCC BakkiSilikon verksmiðjuna á Húsavík og við höfum verið að skoða möguleika á að nýta affallsefni frá þeim í steypuna, þannig notum við aftur efni sem annars færi til spillis og er þetta því umhverfisvæn aðferð. Fyrsta skrefið í þessu verkefni okkar er að þróa steypuna, því maður getur ekki notað venjulega steypu í þrívíddarprentun og skref númer tvö væri að prufukeyra svo umrædda steypu með því að prenta með henni,“ segir Jón Þór.

Hugmynd frá Tékklandi

Að sögn Jóns kviknaði hugmynd þeirra Arnars eftir að hafa fylgst með velgengni fyrirtækisins 4D Print í Tékklandi, en fyrrverandi skólabróðir Jóns á og rekur það. „Félagi minn, Luai Kurdi, sem ég gerði lokaverkefni mitt með í mastersnámi í Barcelona, rekur þetta fyrirtæki í Tékklandi og hefur verið að þróa sinn búnað í mörg ár. Þetta lítur virkilega spennandi út og svona þrívíddarprentun er í stórri sókn í Evrópu og er nánast komið út um allan heim.“

Tékkneskt hugvit Luai Kurdi á þrívíddarpentuðum stól.

Luai Kurdi byrjaði að þjónusta önnur fyrirtæki en er með sitt eigið núna og sérhæfir sig aðallega í dag í að setja upp slíkan búnað fyrir aðra. Jón segir að hann hafi verið í sambandi við hann um að koma að því verkefni. „Það væri afar gott fyrir okkur til þess að losna við auka fimm ára rannsóknarferli, en með því að vera með honum í liði þá gætum við náð þessu fljótt. En fyrsta skrefið er að búa til stóra útgáfu af þrívíddarprentara til að gera tilraunir með steypuna og búnaðinn, prentara sem væri um það bil 1,5 metrar á breidd. Það væri reyndar gaman að nota búnaðinn sem Luai Kurdi notar í Tékklandi, en hann notar véltjakk til að stjórna prenthreyfingunum, notast við stóra og mikla græju og hefur til að mynda þrívíddarprentað heilt hús í Dúbaí. En hans búnaður kostar svona 30 til 40 milljónir króna þannig að það er ekki alveg raunhæft, við munum bara fara hægt af stað,“ segir Jón Þór og hlær. 

Hafa verið í sambandi við fyrirtæki

Þeir Jón Þór og Arnar Þór eru báðir búsettir á Norðurlandi og mynda gott teymi, en Jón kláraði mastersnám í stafrænum arkitektúr og framsækinni hönnun og Arnar lærði málmtækni og hefur unnið með vélbúnað upp á síðkastið. Þeir vonast eftir að fá styrk næst frá Rannís og eru að vinna í þeirri umsókn, en það myndi hleypa þeim vel af stað í þeirra rannsóknarferli. Það ríkir ákveðin bjartsýni hjá þeim að koma hugmyndinni af stað og segir Jón að áhugi sé fyrir þessari hugmynd hérlendis, en enginn annar hafi verið að gera þetta markvisst, þó tilraunir hafi verið gerðar í einhverjum nýsköpunarmiðstöðvum. 

„þá getur maður prentað með 55% minna magni af steypu en með hefðbundinni steypuaðferð“

„Það þarf bara að sýna fram á að þetta sé hægt og gera tilraunir með þetta. Stóri parturinn varðandi þetta, ef maður ber saman venjulegan vegg, þá getur maður prentað með 55% minna magni af steypu en með hefðbundinni steypuaðferð. Maður getur skilið eftir holrými og sett einangrun þar inn í til dæmis. Við höfum verið í sambandi við ýmis fyrirtæki í byggingariðnaðinum og með tímanum gæti þetta verið nýtt þar með ákveðnum reglugerðum. En svo er líka hægt að nota þetta í ýmsa vörugerð og einnig í listageiranum, til dæmis í skúlptúrgerð og ýmislegt. Við erum alls ekki að huga að því að búa til byggingarfyrirtæki, heldur að þjónusta sérhæfðar lausnir. Tökum sem dæmi að við værum að þjónusta fyrirtæki sem væri að byggja verslun, þá myndum við auðvitað ekki taka að okkur að þrívíddarprenta heila verslun, heldur bara taka einn vegg fyrir í einu. Möguleikarnir eru miklir og við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu,“ segir Jón Þór að lokum og heyra má tilhlökkunina fyrir verkefninu í rödd hans. 


Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár