Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Þarf bara að sýna fram á að þetta sé hægt“

Fyr­ir­tæk­ið 3D lausn­ir vill bjóða upp á sér­hæfð­ar lausn­ir með þrívídd­ar­prent­un. Það vinn­ur að rann­sókn­um á því að þróa steypu til að not­ast við í slíkri prent­un. Þeir sem standa að 3D von­ast til þess að lausn­in muni geta nýst í bygg­ingar­iðn­aði.

„Þarf bara að sýna fram á að þetta sé hægt“
Þrívíddarprentuð steypa „Við erum alls ekki að huga að því að búa til byggingarfyrirtæki, heldur að þjónusta sérhæfðar lausnir,“ segir Jón Þór Sigurðsson, annar stofnenda 3D lausna. Fyrirtækið var hlutskarpast á lokakvöldi Startup Storms nýverið. Mynd: ÚR VÖR

Fyrirtækið 3D lausnir, sem félagarnir Jón Þór Sigurðsson og Arnar Þór Hannesson standa að baki, var hlutskarpast á lokakvöldi viðskiptahraðalsins Startup Stormur sem haldið var á vegum Norðanáttar í lok nóvembermánaðar síðastliðins. Á lokakvöldi hraðalsins fengu dómnefnd og gestir í sal að kjósa um besta verkefnið og bar 3D lausnir sigur úr býtum og vann verðlaunafé, auk þess sem verkefnið fékk líka styrk líkt og önnur verkefni sem tóku þátt í hraðlinum.

Jón Þór segir að styrkurinn, auk verðlaunanna, sé góð viðurkenning og mun það koma sér afar vel í þeirri rannsóknarvinnu sem þeir leggja stund á þessa dagana. Rannsóknarvinnan gengur út á að þróa steypu út frá hringrásar- og náttúrulegum efnum til að notast við í þrívíddarprentun. „Til lengri tíma vonast maður til að þetta geti verið nýtt til dæmis í byggingariðnaðinum. Hringrásarpælingin kom til því við erum í óformlegu samstarfi við PCC BakkiSilikon verksmiðjuna á Húsavík og við höfum verið að skoða möguleika á að nýta affallsefni frá þeim í steypuna, þannig notum við aftur efni sem annars færi til spillis og er þetta því umhverfisvæn aðferð. Fyrsta skrefið í þessu verkefni okkar er að þróa steypuna, því maður getur ekki notað venjulega steypu í þrívíddarprentun og skref númer tvö væri að prufukeyra svo umrædda steypu með því að prenta með henni,“ segir Jón Þór.

Hugmynd frá Tékklandi

Að sögn Jóns kviknaði hugmynd þeirra Arnars eftir að hafa fylgst með velgengni fyrirtækisins 4D Print í Tékklandi, en fyrrverandi skólabróðir Jóns á og rekur það. „Félagi minn, Luai Kurdi, sem ég gerði lokaverkefni mitt með í mastersnámi í Barcelona, rekur þetta fyrirtæki í Tékklandi og hefur verið að þróa sinn búnað í mörg ár. Þetta lítur virkilega spennandi út og svona þrívíddarprentun er í stórri sókn í Evrópu og er nánast komið út um allan heim.“

Tékkneskt hugvit Luai Kurdi á þrívíddarpentuðum stól.

Luai Kurdi byrjaði að þjónusta önnur fyrirtæki en er með sitt eigið núna og sérhæfir sig aðallega í dag í að setja upp slíkan búnað fyrir aðra. Jón segir að hann hafi verið í sambandi við hann um að koma að því verkefni. „Það væri afar gott fyrir okkur til þess að losna við auka fimm ára rannsóknarferli, en með því að vera með honum í liði þá gætum við náð þessu fljótt. En fyrsta skrefið er að búa til stóra útgáfu af þrívíddarprentara til að gera tilraunir með steypuna og búnaðinn, prentara sem væri um það bil 1,5 metrar á breidd. Það væri reyndar gaman að nota búnaðinn sem Luai Kurdi notar í Tékklandi, en hann notar véltjakk til að stjórna prenthreyfingunum, notast við stóra og mikla græju og hefur til að mynda þrívíddarprentað heilt hús í Dúbaí. En hans búnaður kostar svona 30 til 40 milljónir króna þannig að það er ekki alveg raunhæft, við munum bara fara hægt af stað,“ segir Jón Þór og hlær. 

Hafa verið í sambandi við fyrirtæki

Þeir Jón Þór og Arnar Þór eru báðir búsettir á Norðurlandi og mynda gott teymi, en Jón kláraði mastersnám í stafrænum arkitektúr og framsækinni hönnun og Arnar lærði málmtækni og hefur unnið með vélbúnað upp á síðkastið. Þeir vonast eftir að fá styrk næst frá Rannís og eru að vinna í þeirri umsókn, en það myndi hleypa þeim vel af stað í þeirra rannsóknarferli. Það ríkir ákveðin bjartsýni hjá þeim að koma hugmyndinni af stað og segir Jón að áhugi sé fyrir þessari hugmynd hérlendis, en enginn annar hafi verið að gera þetta markvisst, þó tilraunir hafi verið gerðar í einhverjum nýsköpunarmiðstöðvum. 

„þá getur maður prentað með 55% minna magni af steypu en með hefðbundinni steypuaðferð“

„Það þarf bara að sýna fram á að þetta sé hægt og gera tilraunir með þetta. Stóri parturinn varðandi þetta, ef maður ber saman venjulegan vegg, þá getur maður prentað með 55% minna magni af steypu en með hefðbundinni steypuaðferð. Maður getur skilið eftir holrými og sett einangrun þar inn í til dæmis. Við höfum verið í sambandi við ýmis fyrirtæki í byggingariðnaðinum og með tímanum gæti þetta verið nýtt þar með ákveðnum reglugerðum. En svo er líka hægt að nota þetta í ýmsa vörugerð og einnig í listageiranum, til dæmis í skúlptúrgerð og ýmislegt. Við erum alls ekki að huga að því að búa til byggingarfyrirtæki, heldur að þjónusta sérhæfðar lausnir. Tökum sem dæmi að við værum að þjónusta fyrirtæki sem væri að byggja verslun, þá myndum við auðvitað ekki taka að okkur að þrívíddarprenta heila verslun, heldur bara taka einn vegg fyrir í einu. Möguleikarnir eru miklir og við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu,“ segir Jón Þór að lokum og heyra má tilhlökkunina fyrir verkefninu í rödd hans. 


Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár