Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.

Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
Grunaður ISIS meðlimur Var handtekinn í umfangsmikilli lögregluaðgerð föstudaginn 12. janúar á Akureyri og sendur úr landi samdægur ásamt fjölskyldu sinni Mynd: Eyþór Árnason

Íslenskt lagaumhverfi kom í veg fyrir að hægt var að notast við allar upplýsingar sem lögreglu barst frá erlendum samstarfsstofnunum í umfangsmikilli lögregluaðgerð þar sem maður var handtekinn og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni. Maðurinn var grunaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkisins, ISIS.

Þetta kemur fram í svörum samskiptastjóra embættis ríkislögreglustjóra, Helenu Rós Sturludóttir, við fyrirspurn Heimildarinnar um lögregluaðgerðina sem framkvæmd var 12. janúar síðastliðinn á Akureyri. Í henni voru þrír menn handteknir og húsleit framkvæmd í tveimur íbúðum, þar sem lagt var hald á farsíma og peninga.

Í tilkynningu Ríkislögreglustjóra var sagt frá því að tveimur karlmannanna hafi verið fljótlega sleppt en sá þriðji verið sendur úr landi samdægurs ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum sex mánaða til 16 ára. 

Lögregla lítið getað tjáð sig um málið

Lögreglan hefur tjáð sig lítið um málið í kjölfarið og borið fyrir sig að málið sé enn á viðkvæmu stigi. Í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar segist talsmaður ríkislögreglustjóra ekki geta upplýst um það hvort mennirnir hafi verið staðnir að glæp eða hvort rökstuddur grunur hafi verið fyrir því að þeir haft í hyggju að fremja glæp. 

Í skriflegu svari lögreglu kemur þó fram að hættustig vegna hryðjuverka hafi haldist óbreytt frá því sem það hefur verið undanfarna mánuði. 

Mönnunum sem var sleppt ekki grunaðir um aðild í ISIS

Lögreglan getur lítið tjáð sig um hina mennina tvo en getur „þó staðfest að þeir eru ekki taldir meðlimir í ISIS,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. 

Í upphaflegri tilkynningu lögreglu sagt frá því að rannsóknin hafi staðið yfir síðan nóvember í fyrra. Rannsóknin hafi verið gerð samstarfi við erlend lögregluyfirvöld eftir að upplýsingar bárust um að fjölskyldufaðirinn, sem sendur var úr landi, hafi verið meðlimur í ISIS. Í frétt RÚV staðfesti lögregla að maðurinn var talinn vera virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum. 

Spurð hvað bíði mannsins og fjölskyldunnar í Grikklandi svarar Helena Rós að grísk yfirvöld taki „ákvarðanir um fólk sem þau hafa veitt alþjóðlega vernd.“ 

Núgildandi lagaumhverfi hefti rannsókn lögreglu

Lögregla getur lítið sagt um rannsóknina, mennina sem voru handteknir og afdrif fjölskyldunnar sem var send til Grikklands. Í svörum lögreglu er hins vegar er vakin sérstök athygli á því hvernig núgildandi lagaumhverfi hafi komið í veg fyrir að lögregla hafi getað notast við allar upplýsingarnar sem var miðlað til hennar. 

„Hluti þeirra upplýsinga sem var miðlað til íslenskrar lögreglu reyndist ekki unnt að nota hérlendis við rannsóknaraðgerðir vegna núgildandi lagaumhverfis,“ segir Helena Rós Sturludóttir.

Spurð með hvaða hætti núgildandi lagaumhverfi hafi haft áhrif á rannsókn lögreglu segir Helena Rós að samkvæmt lögum beri „lögreglu skylda til að afhenda upplýsingar ef óskað er eftir rannsóknarúrskurðum til verjenda Sakborningar fá að auki upplýsingar um þau málsgögn sem lögregla hefur.“ 

„Í sumum tilvikum geta miklir hagsmunir verið undir, jafnvel líf og limir upplýsingagjafans“
Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri Rikislögreglustjóra
segir að lögreglu hér á landi sé skylt að afhenda sakborning öll málsgögn

Þessi lög geta reynst lögreglu fjötur um fót að sögn Helenu sem bendir á að þegar „lögregla fær upplýsingar sem henni er ekki heimilt að miðla, til að mynda vegna þess að þær gætu upplýst um hver eða hverjir veittu lögreglu upplýsingar þá getur hún ekki nýtt þær upplýsingar til rannsóknar.“ 

Forvirkar rannsóknarheimildir 

Þá bendir Helena á að erlendis sé þessu öðruvísi háttað og lögreglu heimildir hafa meira lagalegt svigrúm til að bregðast við slíkum upplýsingum án þess að vera skylt að afhenda gögn.„Íslenskri lögreglu skortir heimildir til jafns við hin Norðurlöndin hvað þetta varðar,“ segir Helena. 

Frumvarp um breytingar á lögreglulögum var lagt fyrir þingið haustið 2023 af dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, reyndi að koma sambærilegu frumvarpi í gegnum þingið vorið 2023 án árangurs. Frumvarp Guðrúnar fór í samráðsgátt stjórnvalda en frestur til að skila inn umsögn rann út 13. nóvember 2023.

Samkvæmt talsmanni dómsmálaráðuneytisins er frumvarpið tilbúið til þess að leggja fyrir ríkisstjórn, en það á eftir að setja það á málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vorþingið. 

Umdeilt lagafrumvarp

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að skýra og styrkja eftirlitsheimildir lögreglu í þágu afbrotavarna. Í greinargerð sem fylgir frumvarpi dómsmálaráðherra segir að „breytt afbrotamynstur, aukin hætta á hryðjuverkum og útbreiðsla alþjóðlegrar skipulagðrar brotastarfsemi krefst þess að löggæsluyfirvöld geti brugðist við og gripið til aðgerða áður en einstök brot eru framin.“

Þá kemur einnig fram í greinargerðinni að lögreglan hér á landi hafi ekki nægilega miklar eða skýrar lagaheimildir til þess að sinna slíkum aðgerðum. Þá segir einnig að Ísland skeri sig úr í samanburði við önnur Norðurlönd. Stofnanageta og lagaheimildir lögreglu á sviði afbrotavarna séu talsvert takmarkaðir hér samanborið við nágrannaríki. 

Þegar frumvarp Jóns leit fyrst dagsins ljós vakti það mikla athygli og umræðu. Margir stigu fram og gagnrýndu ýmis atriði í frumvarpinu. Til að mynda að ekki sé gert ráð fyrir því að bæta eftirlit með því hvernig lögreglan beiti auknum rannsóknarheimildum.  

Þingmenn Pírata hafa verið sérlega gagnrýnir á frumvarpið. Til að mynda hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir bent á athugasemdir ríkissaksóknara við framgöngu lögreglu. Í viðtali á RÚV sagði Þórhildur að bæti þyrfti eftirlit með störfum lögreglu áður en hún fær auknar heimildir til að afla upplýsinga og stunda eftirlit. 

Þar er til að mynda bent á að lögreglan hafi í nokkrum tilfellum farið á svig við núgildandi lög um upplýsingaöflun lögreglu. Ríkissaksóknari hafi bent lögreglu á þessi brot og sent henni fyrirmæli um að bæta en það hafi hún hins vegar ekki gert.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár